Fræðsluráð

218. fundur 05. júlí 2017 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Þórunn Andrésdóttir varaformaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður á fræðslu- og mennignarsviði
Dagskrá
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, sat fundinn undir liðum 1 og 2. Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, og Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskóla, sátu fundinn undir liðum 1-3. Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla sat allan fundinn.Þuríður Sigurðardóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, og Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra, mættu ekki og enginn kom í þeirra stað.

1.Innra mat leik- og grunnskóla 2016-2017

Málsnúmer 201705173Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots, og Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, lögðu fram greinargerðir um innra mat skólanna fyrir starfsárið 2016-2017 ásamt úrbótaáætlunum.
Umræða varð um nokkra þætti sem fram komu í skýrslunum og þakkar fræðsluráð skólastjórunum fyrir greinargóðar skýrslur.

2.Ytra mat skóla 2017

Málsnúmer 201706127Vakta málsnúmer

Kennsluráðgjafi, Dóróþea Reimarsdóttir, lagði fram skýrslu sína um ytra mat á Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakoti fyrir starfsárið 2016-2017.
Umræða varð um nokkra þætti sem fram komu í skýrslunni og þakkar fræðsluráð Dóróþeu fyrir greinargóða skýrslu.
Guðrún Halldóra fór af fundi kl.9:35.

3.Útboð á skólamat 2017 - 2019

Málsnúmer 201704028Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs, Hlynur Sigursveinsson, lagði fram drög að lokasamningi um skólamat við Blágrýti ehf. á Dalvík.
Fræðsluráð samþykkir drögin með 5 atkvæðum og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við Blágrýti ehf.
Gunnþór og Guðríður fóru af fundi klukkan 9:50.

4.Markmið og viðmið fyrir starf frístundaheimila

Málsnúmer 201706152Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri lagði fram til kynningar drög að markmiðum og viðmiðum um gæði vegna starfs frístundaheimila sem nú eru komin á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þar verður opið samráð um drögin fram til 15. september 2017 en þá lýkur fresti til athugasemda.
Lagt fram til kynningar. Gísla Bjarnasyni, skólastjóra Dalvíkurskóla, falið að kynna forstöðumanni Frístundar drögin og mögulegar leiðir til að koma með tillögur að breytingum á þeim.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201304091Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók
Gísli fór af fundi kl. 10:25.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Þórunn Andrésdóttir varaformaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður á fræðslu- og mennignarsviði