Ungmennaráð - 13, frá 02.06.2017
Málsnúmer 1706001F
Vakta málsnúmer
Til afgreiðslu:
2. liður.
-
Ungmennaráð - 13
Ungmennaráð telur mikilvægt að bæta aðstöðu til hjólabretta- og hjólaiðkunar á svæðinu. Slík hjólabraut myndi klárlega gera það. Ungmennaráð mælir eindregið með því að skoðað verði samhliða fjárhagsáætlun næsta árs að keypt verði slík braut og mælir þá með því að keyptur verði "Fjarkinn". Ungmennaráð telur eðlilegt að verkefnið "Heilsueflandi Samfélag" tengist slíkri uppbyggingu og óskar eftir því að stýrihópur um verkefnið fjalli um málið.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram tiil kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Ungmennaráð - 13
Farið var yfir dagskrádrög vegna hátíðarhalda á 17. júní. Dagskráin er með hefðbundu sniði, nema að í ár verður ekki hægt að halda sundlaugarskemmtun, þar sem sundlaugin er lokuð vegna framkvæmda. Ungmennaráð leggur til að sundlaugarskemmtunin verði færð til og haldið upp á opnun eftir endurbætur með sambærilegum hætti og verið hefur á 17. júní. Einnig leggur ungmennaráð til að skoðað verði hvort hægt verði að fá slökkvilið, lögreglu eða björgunarsveit til að sýna bíla og tæki og jafnvel bjóða upp á hring með bílunum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu ungmennaráðs.
Annað þarfnast ekki afgreiðslu, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu byggðaráðs eru því lagðir fram til kynningar í byggðaráði.