Á 291. fundi umhverfisráðs þann 16. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu innsent erindi frá Ísorku móttekið 15. febrúar 2017 vegna uppsetningar og tengingar á rafhleðslustöð sem sveitarfélaginu barst að gjöf frá Orkusölunni ehf.
Á 288. fundi umhverfisráð Dalvíkurbyggðar þann 10. mars síðastliðinn var lagt til að setja hleðslustöðina á bílastæði vestan við Ráðhús Dalvíkurbyggðar. Eftir nánari skoðun er staðsetning talin hentugri við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóra falið að útfæra staðsetningu innan lóðar íþróttamiðstöðvarinnar í samráði við forstöðumann hennar. Ráðið bendir á að ekki var gert ráð fyrir fjármagni til uppsetningar á stöðinni í fjárhagsáætlun 2017. Samþykkt með fimm atkvæðum."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 5. júlí 2017, þar sem fram kemur að óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 800.000 vegna þessa verkefnis inn á lið 11410-4396, en tekið skal fram að ekki er séð að hægt verði að finna fjármagn í þetta verkefni annars staðar.
Til umræðu ofangreint.
Samþykkt með fimm atkvæðum.