Fjárhagsáætlun 2017; Frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð; búsetumál.

Málsnúmer 201608105

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 791. fundur - 08.09.2016

Tekið fyrir erindi frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð, bréf dagsett þann 25. ágúst 2016, þar sem fram koma áhyggjur þeirra af búsetumálum þeirra sem fullorðnum einstaklingum í sveitarfélaginu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu.



Byggðaráð samþykkir einnig með 3 atkvæðum að stofna 3 manna vinnuhóp innanhúss sem skipi sviðsstjórum félagamálasviðs, umhverfis- og tæknisviðs og sveitarstjóra. Byggðaráð beinir því til vinnuhópsins að leita upplýsinga hvert sé hlutverk sveitarfélagsins hvað varðar búsetumál fatlaðra einstaklinga, kanna hvert sé hlutverk ríkisins er varðar fjármögnun og hvaða leiðir séu almennt færar. Byggðaráð bendir einnig á að foreldrahópurinn óskar eftir að þau séu höfð með í ráðum þegar hugað er að búsetuformi til frambúðar.

Byggðaráð - 797. fundur - 13.10.2016

Á 791. fundi byggðaráðs þann 8. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð, bréf dagsett þann 25. ágúst 2016, þar sem fram koma áhyggjur þeirra af búsetumálum þeirra sem fullorðnum einstaklingum í sveitarfélaginu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð samþykkir einnig með 3 atkvæðum að stofna 3 manna vinnuhóp innanhúss sem skipi sviðsstjórum félagamálasviðs, umhverfis- og tæknisviðs og sveitarstjóra. Byggðaráð beinir því til vinnuhópsins að leita upplýsinga hvert sé hlutverk sveitarfélagsins hvað varðar búsetumál fatlaðra einstaklinga, kanna hvert sé hlutverk ríkisins er varðar fjármögnun og hvaða leiðir séu almennt færar. Byggðaráð bendir einnig á að foreldrahópurinn óskar eftir að þau séu höfð með í ráðum þegar hugað er að búsetuformi til frambúðar."





Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritað minnisblað frá ofangreindum vinnuhópi, dagsett þann 11. október 2016, þar sem fram kemur að óskað er eftir að fjármagn verði sett í byggingar á þjónustuíbúðum fyrir fólk með fötlun í Dalvíkurbyggð. Gert er ráð fyrir að hönnun og útboð fari fram á árinu 2017 og framkvæmdir á árinum 2018 og 2019. Upphæðir í áætlun er byggðar á reynslutölum frá öðrum sveitarfélögum, en ekki liggur fyrir hvort og þá hversu mikil þátttaka ríkisins er í slíkri byggingu.

Í meðfylgjandi tillögu að fjárfestingum er lagt til 20 m.kr árið 2017, 75 m.kr. árið 2018 og 75 m.kr árið 2019.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingar hvað varðar fjármögnun og rekstrarframlag.

Byggðaráð - 800. fundur - 19.10.2016

Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október 2016 var eftirfarandi bókað m.a.:



"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritað minnisblað frá ofangreindum vinnuhópi, dagsett þann 11. október 2016, þar sem fram kemur að óskað er eftir að fjármagn verði sett í byggingar á þjónustuíbúðum fyrir fólk með fötlun í Dalvíkurbyggð. Gert er ráð fyrir að hönnun og útboð fari fram á árinu 2017 og framkvæmdir á árinum 2018 og 2019. Upphæðir í áætlun er byggðar á reynslutölum frá öðrum sveitarfélögum, en ekki liggur fyrir hvort og þá hversu mikil þátttaka ríkisins er í slíkri byggingu.

Í meðfylgjandi tillögu að fjárfestingum er lagt til 20 m.kr árið 2017, 75 m.kr. árið 2018 og 75 m.kr árið 2019.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingar hvað varðar fjármögnun og rekstrarframlag."



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir 20 m.kr. kostnaði vegna ofangreinds verkefni inn á fjárhagsáætlun 2017 en óskar jafnframt eftir að fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánasjóði komi á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri til að fara yfir með hvaða hætti er gert ráð fyrir að fjármögnum á húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk verði og skýra útfærsluna.

Félagsmálaráð - 203. fundur - 08.11.2016

Lagt er fyrir bréf frá foreldrum fatlaðara ungmenna í Dalvíkurbyggð, bréf dagsett þann 25.ágúst 2016, þar sem fram koma áhyggjur þeirra af búsetumálum ungmennanna sem fullorðnum einstaklingum í sveitarfélaginu.
Félagsmálaráð tekur undir með foreldrum fatlaðra ungmenna um þörf á búsetuúrræði þeirra til framtíðar. Búið er að skipa vinnuhóp og vonandi fljótlega á nýju ári verði farið í gang með frekari undirbúningsvinnu vegna byggingar íbúðarkjarna. Félagsmálaráð mun óska eftir því við vinnuhópinn að vera upplýst um gang mála.

Byggðaráð - 821. fundur - 11.05.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.



Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október 2016 var eftirfarandi bókað m.a.: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritað minnisblað frá ofangreindum vinnuhópi, dagsett þann 11. október 2016, þar sem fram kemur að óskað er eftir að fjármagn verði sett í byggingar á þjónustuíbúðum fyrir fólk með fötlun í Dalvíkurbyggð. Gert er ráð fyrir að hönnun og útboð fari fram á árinu 2017 og framkvæmdir á árinum 2018 og 2019. Upphæðir í áætlun er byggðar á reynslutölum frá öðrum sveitarfélögum, en ekki liggur fyrir hvort og þá hversu mikil þátttaka ríkisins er í slíkri byggingu. Í meðfylgjandi tillögu að fjárfestingum er lagt til 20 m.kr árið 2017, 75 m.kr. árið 2018 og 75 m.kr árið 2019. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingar hvað varðar fjármögnun og rekstrarframlag."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir 20 m.kr. kostnaði vegna ofangreinds verkefni inn á fjárhagsáætlun 2017 en óskar jafnframt eftir að fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánasjóði komi á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri til að fara yfir með hvaða hætti er gert ráð fyrir að fjármögnum á húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk verði og skýra útfærsluna. "



Á 203. fundi félagsmálaráðs þann 8. nóvember 2016 var eftirfarandi bókað:

"Lagt er fyrir bréf frá foreldrum fatlaðara ungmenna í Dalvíkurbyggð, bréf dagsett þann 25.ágúst 2016, þar sem fram koma áhyggjur þeirra af búsetumálum ungmennanna sem fullorðnum einstaklingum í sveitarfélaginu.

Félagsmálaráð tekur undir með foreldrum fatlaðra ungmenna um þörf á búsetuúrræði þeirra til framtíðar. Búið er að skipa vinnuhóp og vonandi fljótlega á nýju ári verði farið í gang með frekari undirbúningsvinnu vegna byggingar íbúðarkjarna. Félagsmálaráð mun óska eftir því við vinnuhópinn að vera upplýst um gang mála. "



Vinnuhópinn skipa; sveitarstjóri, sviðstjóri félagsmálasviðs og sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.



Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs og sveitarstjóri kynntu þá vinnu og upplýsingaöflun sem átt hefur sér stað hjá vinnuhópnum.



Börkur Þór vék af fundi kl. 13.23.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 825. fundur - 15.06.2017

Lögð fram til kynningar umsóknargögn og farið yfir stöðu máls varðandi búsetuúrræði fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.
Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs vék af fundi kl. 14:15

Byggðaráð - 826. fundur - 06.07.2017

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, og Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

a) Staðsetning.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga, dagsett 5. júlí 2017, frá vinnuhópi um búsetu fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð um að staðsetning fyrir fyrirhugaðar byggingar verði valin við Lokastíg 3. Einnig er óskað eftir að vinna við deiliskipulag svæðisins verði komið í framkvæmd.

Til umræðu ofangreint.

b) Drög að Samþykktum fyrir húsnæðisfélag; Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að stofnsamþykktum fyrir Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses.

Til umræðu ofangreint.

Eyrún vék af fundi kl. 13:33.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að staðsetningu og að vinna við deiliskipulag á svæðinu fari af stað.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að stofnsamþykktum fyrir Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses.

Byggðaráð - 829. fundur - 09.08.2017

Samkvæmt tölvupósti og símtali 8. ágúst 2017 við Rún Knútssdóttur hjá Velferðarráðuneytinu þarf sveitarstjórn að tilnefna bráðbirgðastjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Sú stjórn heldur stofnfund, gerir stofnfundargerð og staðfestir samþykktir og undirritar. Samþykktir og stofnfundargerð er svo sent til ráðuneytis og sjálfseignarstofnunarskrár til yfirlestrar og samþykktar.
Byggðarráð þarf því að tilnefna 3 aðalmenn og 3 varamenn í stjórn LD hses. Jafnframt þarf að tilnefna framkvæmdastjóra og endurskoðanda til bráðbirgða.
Byggðarráð tilnefnir, til bráðabirgða, eftirfarandi í stjórn LD hses:

Aðalmenn: Valdís Guðbrandsdóttir, Börkur Þór Ottósson og Heiða Hilmarsdóttir.

Varamenn: Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Bjarni Th. Bjarnason og Eyrún Rafnsdóttir.

Byggðarráð tilnefnir, til bráðabirgða, framkvæmdastjóra: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir

Byggðarráð tilnefnir, til bráðabirgða, sem endurskoðanda: Þorsteinn Þorsteinsson, KPMG.

Byggðaráð - 839. fundur - 12.10.2017

Tekið fyrir bréf frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 26. september 2017, þar sem vísað er til umsóknar Dalvíkurbyggðar um stofnframlag á grunvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar á 7 íbúða búsetukjarna (sambýli) fyrir fatlaða einstaklinga. Dalvíkurbyggð sækir um fyrir hönd óstofnaðarar húsnæðissjálfseignarstofnunar.

Stofnvirði Dalvíkurbyggðar skv. umsókn var kr. 252.095.155. Leiðrétt stofnvirði m.v. hámarksbyggingarkostnað með 30% hækkun er kr. 243.735.249. Samþykkt stofnframlag er kr. 56.410.248.

Stofnframlagshafi skuldbindur sig til að lýsa yfir, eigi síðar en 31. október 2017, að hann muni geta fjármagnað þann hluta byggingarkostnaðar sem ekki er veitt stofnframlag til, með eiginfjárframlagi eða öðrum hætti þannig að það komi ekki til með að hafa árhif á leiguverð til hækkurnar né raska á neinn hátt rekstrargrundvelli íbúðanna.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 295. fundur - 17.10.2017

Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 26. september 2017, þar sem vísað er til umsóknar Dalvíkurbyggðar um stofnframlag á grunvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar á 7 íbúða búsetukjarna (sambýli) fyrir fatlaða einstaklinga. Dalvíkurbyggð sækir um fyrir hönd óstofnaðarar húsnæðissjálfseignarstofnunar. Stofnvirði Dalvíkurbyggðar skv. umsókn var kr. 252.095.155. Leiðrétt stofnvirði m.v. hámarksbyggingarkostnað með 30% hækkun er kr. 243.735.249. Samþykkt stofnframlag er kr. 56.410.248. Stofnframlagshafi skuldbindur sig til að lýsa yfir, eigi síðar en 31. október 2017, að hann muni geta fjármagnað þann hluta byggingarkostnaðar sem ekki er veitt stofnframlag til, með eiginfjárframlagi eða öðrum hætti þannig að það komi ekki til með að hafa árhif á leiguverð til hækkurnar né raska á neinn hátt rekstrargrundvelli íbúðanna.
Lagt fram til kynningar. "

Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
„Nú þegar liggur fyrir lánsvilyrði Íbúðalánasjóðs fyrir 60% framkvæmdakostnaðar og áður send yfirlýsing sveitarfélagsins um 12% stofnframlag. Auk þess liggur fyrir úthlutun Íbúðalánasjóðs á 28% stofnframlagi ríkisins samkvæmt bréfi þar um frá 26. september 2017.
Lagt er til að sveitarstjórn feli sveitarstjóra að svara Íbúðalánasjóði varðandi fjármögnun búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga í samræmi við ósk í c. lið í bréfinu frá 26. september 2017 um niðurstöðu úthlutunarnefndar stofnframlaga.“

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.