Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.
Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað:
"Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október 2016 var eftirfarandi bókað m.a.: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritað minnisblað frá ofangreindum vinnuhópi, dagsett þann 11. október 2016, þar sem fram kemur að óskað er eftir að fjármagn verði sett í byggingar á þjónustuíbúðum fyrir fólk með fötlun í Dalvíkurbyggð. Gert er ráð fyrir að hönnun og útboð fari fram á árinu 2017 og framkvæmdir á árinum 2018 og 2019. Upphæðir í áætlun er byggðar á reynslutölum frá öðrum sveitarfélögum, en ekki liggur fyrir hvort og þá hversu mikil þátttaka ríkisins er í slíkri byggingu. Í meðfylgjandi tillögu að fjárfestingum er lagt til 20 m.kr árið 2017, 75 m.kr. árið 2018 og 75 m.kr árið 2019. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingar hvað varðar fjármögnun og rekstrarframlag."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir 20 m.kr. kostnaði vegna ofangreinds verkefni inn á fjárhagsáætlun 2017 en óskar jafnframt eftir að fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánasjóði komi á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri til að fara yfir með hvaða hætti er gert ráð fyrir að fjármögnum á húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk verði og skýra útfærsluna. "
Á 203. fundi félagsmálaráðs þann 8. nóvember 2016 var eftirfarandi bókað:
"Lagt er fyrir bréf frá foreldrum fatlaðara ungmenna í Dalvíkurbyggð, bréf dagsett þann 25.ágúst 2016, þar sem fram koma áhyggjur þeirra af búsetumálum ungmennanna sem fullorðnum einstaklingum í sveitarfélaginu.
Félagsmálaráð tekur undir með foreldrum fatlaðra ungmenna um þörf á búsetuúrræði þeirra til framtíðar. Búið er að skipa vinnuhóp og vonandi fljótlega á nýju ári verði farið í gang með frekari undirbúningsvinnu vegna byggingar íbúðarkjarna. Félagsmálaráð mun óska eftir því við vinnuhópinn að vera upplýst um gang mála. "
Vinnuhópinn skipa; sveitarstjóri, sviðstjóri félagsmálasviðs og sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs og sveitarstjóri kynntu þá vinnu og upplýsingaöflun sem átt hefur sér stað hjá vinnuhópnum.
Börkur Þór vék af fundi kl. 13.23.
Byggðaráð samþykkir einnig með 3 atkvæðum að stofna 3 manna vinnuhóp innanhúss sem skipi sviðsstjórum félagamálasviðs, umhverfis- og tæknisviðs og sveitarstjóra. Byggðaráð beinir því til vinnuhópsins að leita upplýsinga hvert sé hlutverk sveitarfélagsins hvað varðar búsetumál fatlaðra einstaklinga, kanna hvert sé hlutverk ríkisins er varðar fjármögnun og hvaða leiðir séu almennt færar. Byggðaráð bendir einnig á að foreldrahópurinn óskar eftir að þau séu höfð með í ráðum þegar hugað er að búsetuformi til frambúðar.