Málsnúmer 201706015Vakta málsnúmer
Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var tekið fyrir erindi frá Vistorku, dagsett þann 29. maí 2017, til sveitarstjórnar sem tengjst umsókn Vistorku í Orkusjóði um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi.
Til umræðu ofangreint.
Börkur vék af fundi kl. 13:32.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, mæti á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint.
Guðmundur kynnti fyrir ráðinu fyrirtækið Vistorku ehf. sem og vörur frá Vistorku notaðar til endurvinnslu. Einnig kynnti Guðmundur samstarfsverkefni við einn skóla á Akureyri, blævænginn. Vistorka sótti um styrk til Orkusjóðs fyrir Norðurland til að setja upp hraðhleðslustöðvar á Norðurlandi og fengu úthlutun upp á 26 milljónir. Rætt var um rafbíla og hleðslustöðvar á svæðinu. Í dag eru 3 stöðvar á Akureyri. Gert er ráð fyrir að sett verði upp ein millihleðslustöð í Dalvíkurbyggð.