Á 825. fundi byggðaráðs þann 15. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skýrsla RHA um kosti og galla sameiningar Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna í samræmi við samþykkt aðalfundar 2016. Skýrslan var kynnt á stjórnarfundi Eyþings 7. júní og var til umfjöllunar á fundi fulltrúaráðs 8. júní 2017. Hún mun síðan verða til frekari umræðu á aðalfundi Eyþings í haust að lokinni umfjöllun í sveitarstjórnum innan Eyþings.
Lagt fram til kynningar."
Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn fagnar framkominni skýrslu sem RHA gerði fyrir EYÞING. Mikilvægt er að vinnu við sameiningu stoðstofnana á EYÞINGS svæðinu verði framhaldið. Huga skal að víðtækari sameiningu stoðstofnana en fram kemur í skýrslu RHA og má í því sambandi benda á símenntunarmiðstöðvar, Ferðamálastofu, skipulagsnefndir ofl. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum."
Fleiri tóku ekki til máls.