Tekið fyrir erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, ódagsett en móttekið þann 27. mars 2017, þar sem fram kemur að eitt af verkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra er að skoða möguleika á sjálfbærni í raforkunotkun með smávirkjunum. Þar kemur fram að ef greina eigi möguleika smávirkjana í landshlutanum þá skuli það verkefni vera í höndum AFE í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð. AFE óskar hér því eftir heimild sveitarfélaganna í Eyjafirði til að hafa milligöngu um að leita tilboða í verkið. Fram kemur einnig að Dalvíkurbyggð lét gera úttekt árið 2015 á smávirkjanakostum í sveitarfélaginu.