Veitu- og hafnaráð

67. fundur 11. október 2017 kl. 08:00 - 09:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Gunnar Aðlbjörnsson boðaði forföll og var Silja Pálsdóttir boðuð í hans stað en mætti ekki.

1.Fundargerðir 2017

Málsnúmer 201702027Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 397. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 20. september sl.
Lögð fram til kynningar.

2.Rannsóknarnefnd samgönguslysa - hafnarkantar

Málsnúmer 201710001Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Vegagerð ríkisins, dags. 19. júní 2017, er fjallað um rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á banaslysi sem varð í byrjun árs 2016 í Ólafsvíkurhöfn.
Nefndin og Vegagerðin hafa óskað eftir því að Hafnasamband Íslands upplýsi aðildarhafnir um tillögur rannsóknarnefndarinnar til meira öryggis fyrir vegfarendur sem eiga leið um hafnarsvæði.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra og yfirhafnaverði að kynna málið fyrir hafnastarfsmönnum. Veitu- og hafnarráð mælist einnig til þess að hugað verði að öryggismálum við rampa að ferju við Dalvíkurhöfn.

3.Deiliskipulag íþróttasvæðis 2017

Málsnúmer 201708069Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum umsagnaraðila við ofangreinda skipulagslýsingu. Ábending og/eða umsögn berist eigi síðar en miðvikudaginn 18. október 2017 til umhverfissviðs.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu, en gerir ráð fyrir því að náið samráð verði haft við ráðið vegna þeirra innviða sem veitur Dalvíkurbyggðar koma að, þegar deiliskipulagið liggur fyrir.

4.Deiliskipulag Lokastígsreitur_2017

Málsnúmer 201708070Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum umsagnaraðila við ofangreinda skipulagslýsingu. Ábending og/eða umsögn berist eigi síðar en miðvikudaginn 18. október 2017 til umhverfissviðs.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu, en gerir ráð fyrir því að náið samráð verði haft við ráðið vegna þeirra innviða sem veitur Dalvíkurbyggðar koma að, þegar deiliskipulagið liggur fyrir.

5.Uppsögn leigusamnings um aðstöðu á tækjahúsi á Norðurgarði Dalvíkurhafnar

Málsnúmer 201710002Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er 29.09.2017, segir Fjarskipti hf. upp leigusamningi vegna aðstöðu tækjahúsi á Norðurgarði Dalvíkurhafnar. Fram kemur í bréfinu að félagið mun fjarlægja alla búnað sinn í október 2017.
Lagt fram til kynningar.

6.Vatnssýni 2017

Málsnúmer 201703101Vakta málsnúmer

Á fundinum voru kynntar niðurstöður vatnssýna sem tekin voru 2. október sl. Um var að ræða vatnssýni frá Árskógsströnd og á Dalvík. Í niðurstöðum framangreindra rannsókna kemur fram að þau eru "Í lagi".
Lagt fram til kynningar.

7.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201709039Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti lagfærða starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir fjárhagsárið 2018. Breytingin felst í frekari samantekt á starfssemi B- hluta fyrirtækja sem heyra undir veitu- og hafnaráð.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlaga starfsáætlun veitu- og hafnasviðs.

8.Umsókn um undanþágu frá afhendingu úrgangs og skilum tilkynningar um úrgang farmleifa vegna siglinga ferjunnar Sæfara.

Málsnúmer 201709129Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn Samskipa hf. um undanþágu frá afhendingu úrgangs og skilum tilkynningar um úrgang og farmleifa fyrir ferjuna Sæfara.
Umhverfisstofnun hefur farið yfir umsókn Samskipa hf. og telur að skilyrði séu uppfyllt fyrir undanþágu frá skilum tilkynningar um úrgang og farmleifar vegna komu til Dalvíkurhafnar og til hafnar í Hrísey og Grímsey. Einnig telur stofnunin að skilyrði fyrir undanþágu frá afhendingu úrgangs í Hrísey og Grímsey séu uppfyllt en ekki fyrir afhendingu úrgangs í Dalvíkurhöfn enda er úrgangi skilað þar í land. Umhverfisstofnun veitir Samskipum hf. eftirfarandi undanþágur vegna siglinga ferjunnar Sæfara milli Dalvíkur, Hríseyjar og Grímseyjar:
- Undanþágu frá skilum tilkynningar um úrgang og farmleifar vegna komu til Dalvíkurhafnar og hafnar í Hrísey og Grímsey.
- Undanþágu frá afhendingu úrgangs vegna komu til hafnar í Hrísey og Grímsey.
Undanþágurnar gilda í 5 ár frá dagsetningu þessa bréfs.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs