Umhverfisstofnun hefur borist umsókn Samskipa hf. um undanþágu frá afhendingu úrgangs og skilum tilkynningar um úrgang og farmleifa fyrir ferjuna Sæfara.
Umhverfisstofnun hefur farið yfir umsókn Samskipa hf. og telur að skilyrði séu uppfyllt fyrir undanþágu frá skilum tilkynningar um úrgang og farmleifar vegna komu til Dalvíkurhafnar og til hafnar í Hrísey og Grímsey. Einnig telur stofnunin að skilyrði fyrir undanþágu frá afhendingu úrgangs í Hrísey og Grímsey séu uppfyllt en ekki fyrir afhendingu úrgangs í Dalvíkurhöfn enda er úrgangi skilað þar í land. Umhverfisstofnun veitir Samskipum hf. eftirfarandi undanþágur vegna siglinga ferjunnar Sæfara milli Dalvíkur, Hríseyjar og Grímseyjar:
- Undanþágu frá skilum tilkynningar um úrgang og farmleifar vegna komu til Dalvíkurhafnar og hafnar í Hrísey og Grímsey.
- Undanþágu frá afhendingu úrgangs vegna komu til hafnar í Hrísey og Grímsey.
Undanþágurnar gilda í 5 ár frá dagsetningu þessa bréfs.