Deiliskipulag íþróttasvæðis 2017

Málsnúmer 201708069

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 293. fundur - 01.09.2017

Lögð var fram skipulagslýsing á íþróttasvæði Dalvíkur,
deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum.
Samþykkt með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 294. fundur - 19.09.2017

Á 293. fundi umhverfisráðs þann 1. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Lögð var fram skipulagslýsing á íþróttasvæði Dalvíkur, deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Valdís Guðbrandsdóttir.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Valdemar Þór Viðarsson.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs um að fela skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum.

Veitu- og hafnaráð - 67. fundur - 11.10.2017

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum umsagnaraðila við ofangreinda skipulagslýsingu. Ábending og/eða umsögn berist eigi síðar en miðvikudaginn 18. október 2017 til umhverfissviðs.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu, en gerir ráð fyrir því að náið samráð verði haft við ráðið vegna þeirra innviða sem veitur Dalvíkurbyggðar koma að, þegar deiliskipulagið liggur fyrir.

Umhverfisráð - 298. fundur - 01.12.2017

Drög að deiliskipulagi íþróttasvæðis á Dalvík ásamt umsögnum vegna skipulagslýsingar lögð fram til kynningar og umræðu.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma þeim ábendingum sem fram komu á fundinum til skipulagsráðgjafa sem lagðar verða fyrir næsta fund ráðsins. Sviðsstjóra er einnig falið að óska eftir áliti notenda svæðisins eftir að breytingar hafa verið gerðar samkvæmt minnisblaði fundarins.

Samþykkt með fimm atkvæðum

Umhverfisráð - 300. fundur - 15.01.2018

Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi. Skipulagsgögn eru greinargerð, skipulagsuppdráttur og skýringaruppdráttur dags. 15. janúar 2018
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 299. fundur - 16.01.2018

Á 300. fundi umhverfisráðs þann 15. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi. Skipulagsgögn eru greinargerð, skipulagsuppdráttur og skýringaruppdráttur dags. 15. janúar 2018
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs um að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 98. fundur - 13.02.2018

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum að bæta þessum dagskrálið við áður auglýsta dagskrá.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að endurskoðuð verði staðsetning bílastæða og kastvallar á deiliskipulaginu. Kastvöllur verði færður nær æfingasvæði með það í huga að akstur fari ekki í gegnum íþróttasvæði en aðkoma bíla að íþróttamiðstöð verði tryggð frá suðurenda. Gera þarf ráð fyrir að loka á hringasktur við íþróttamiðstöð þannig að umferð fari ekki áfram í gegnum Svarfaðarbraut. Markmiðið með þessum breytingum er að auka aðgengi að íþróttamiðstöð og draga um leið úr umferð í Mímisvegi og Svarfaðarbraut.

Umhverfisráð - 302. fundur - 16.02.2018

Umhverfisráð samþykkti á fundi þann 15. janúar 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur.
Lögð hefur verið fram endurskoðuð tillaga sem hefur verið unnin nánar eftir kynningu þann 24. janúar s.l. og ábendingum sem bárust. Skipulagsgögn eru greinargerð, skipulagsuppdráttur og skýringaruppdráttur dags. 16. febrúar 2018.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Á 302. fundi umhverfisráðs þann 16. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð samþykkti á fundi þann 15. janúar 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur. Lögð hefur verið fram endurskoðuð tillaga sem hefur verið unnin nánar eftir kynningu þann 24. janúar s.l. og ábendingum sem bárust. Skipulagsgögn eru greinargerð, skipulagsuppdráttur og skýringaruppdráttur dags. 16. febrúar 2018.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfisráð - 305. fundur - 11.05.2018

Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 1. mars til 12. apríl. Engar athugasemdir bárust.
Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
Umhverfisráð samþykkir deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar og skipulagsuppdráttar og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 303. fundur - 15.05.2018

Á 305. fundi umhverfisráðs þann 11. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 1. mars til 12. apríl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
Umhverfisráð samþykkir deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og deiliskipulagstillögu íþróttasvæðis í formi greinagerðar og skipulagsuppdráttar og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.