Sveitarstjórn

300. fundur 20. febrúar 2018 kl. 16:15 - 17:23 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Valdís Guðbrandsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar, Kristján E. Hjartarson, mætti í hennar stað.

1.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71, frá 17.01.2018

Málsnúmer 1801008FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
11. liður sér liður á dagskrá.
  • Á fundinum kynnti sviðsstjóri samantekt á lönduðum afla í höfnum Hafnasjóðs. Heildarafli var 19.970 tonn sem skiptist á milli hafna með eftirfarandi hætti: Dalvíkurhöfn 19.305 tonn, Árskógsandur 660 tonn, Hauganes 5 tonn. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Þann 6. desember 2017 barst rafbréf þar sem kynnt var samantekt á umfjöllunarefni fundar Samráðshóps Hafnasambandsins og Fiskistofu.

    "Þann 20. september sl. var haldinn fundur í samráðshóp Fiskistofu og hafnasambandsins. Með þessum samráðshóp er ætlunin að reyna að efla efla samstarf og samskipti Fiskistofu við hafnaryfirvöld

    Til upplýsingar sendi ég ykkur samantekt um umfjöllunarefni fundarins:

    1. Fiskistofustjóra var falið að senda Neytendastofu bréf og ítreka fyrirspurn frá 2. maí 2017 um fjarvigtun

    2. Fiskistofa vinnur áfram að tillögu til ANR um lagabreytingu til að heimila myndavélaeftirlit sem tilraunaverkefni á hafnarsvæðum. Fiskistofa haldið Hafnasambandinu upplýstu um framvindu málsins.

    3. Fiskistofa og Hafnasambandið undirbúa verkefni sem felst í stuðningi Fiskistofu við eftirlitshlutverk hafnarvigtarmanna.

    4. Fiskistofa sendi Hafnarsambandinu yfirlit yfir landanir erlendra skipa í íslenskum höfnum sem hafist hafa án þess að viðkomandi skip hafi fengið löndunarheimild frá eftirlitsstöð.


    Stjórn hafnasambandsins óskar eftir ábendingum frá aðildarhöfnum um mál sem þarfnast umfjöllunar í starfshópnum."

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpóst sem dagsettur er 6. desember 2017 barst neðangreint erindi.

    "Til aðildarhafna Hafnasambands Íslands

    Reykjavík, 6. desember 2017.

    Á stjórnarfundi Hafnasambands Íslands, sem haldinn var föstudaginn 1. desember sl., var lagt fram sameiginlegt dreifibréf hafnasambandsins og Samgöngustofu um öryggismál í höfnum. Var samþykkt að senda dreifibréfið á allar aðildarhafnir en bréfið má finna í viðhengi."

    Í bréfinu er sérstaklega bent á eftirfarandi atriði til athugunar:
    a) Hvort unnt sé að efla varnir og öryggi á bryggjuendum eða bryggjusvæðum, þar sem ekki er reglulega lagst upp að.
    b) Gæta að þeim bryggjuköntum þar sem almennt er ekki viðlega skipa og ganga þannig frá að ekki sé hægt að aka fram af.
    c) Að vetri til þarf að gæta þess sérstaklega að ekki safnist snjór eða klaki við bryggjukanta, sem minnkar virkni þeirra til að koma í veg fyrir að ekið sé fram af bryggjunni.
    d) Að venju þarf að huga vel að snjómokstri og hálkuvörnum.
    e) Að skoða reglubundið ástand búnaðar, merkinga og aðstæður í því skyni að tryggja sem best öryggi í höfnum.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að kynna framangreint bréf um öryggismál í höfnum fyrir starfsmönnum Hafnasjóðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með bréfi frá Umhverfisstofnun sem dagsett er 1. desmenber 2017 ( móttökustimpill 5. desember) fer stofnunin fram á að Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar geri úrbætur vegna frávika sem fram koma í meðfylgjandi eftirlitsskýrslu eða sendi inn tímasetta áætlun um úrbætur, eigi síðar en 12. desember 2017. Í lok bréfsins er samantekt þar sem um er að ræða annars vegar frávik:

    1. „Gjaldskrá hafnar er ekki í samræmi við lög nr. 33/2004 og reglugerð nr. 120/2014. Nauðsynlegt er að uppfæra gjaldskrá í samræmi við fyrrnefnd lög og reglugerðir. Ekki er hvati í gjaldskrá til að setja úrgang í land.

    2. Tegund úrgangs er ekki skráð í samræmi við viðauka í reglugerð nr. 1200/2014. Ekki er haldið utan um magn úrgangsolíu.

    3. Ekki er búið að setja áætlun á heimasíðu hafnar né gera ráðstafanir til þess að upplýsingar um móttökuaðstöðu hafnarinnar sé aðgengilegt notendum hafnarinnar.“

    Og hins vegar er tillaga til úrbóta:

    1. „Nauðsynlegt er að breyta gjaldskrá hafnar í samræmi við lög nr. 33/2004 og reglugerð nr. 1201/2014. Þannig að hvati sé til skipa að nota móttökuaðstöðu hafnar.

    2. Koma verður upp verklagi sem veitir upplýsingar um magn og tegund úrgangs sem kemur í land frá skipum og bátum(notendum hafnar) . Lámarkskrafa er að flokka í almennan úrgang, spilliefni og óvirkan úrgang frá skipum.

    3. Nauðsynlegt er að upplýsingar um móttökuaðstöðu hafnar sé aðgengileg fyrir notendur hafnarinnar t.d. með því að setja áætlun á heimasíðu hafnar.“

    Á fundinum kynntu ráðsmenn sér gjaldskrá Hafnasamlag Norðurlands hvað varðar úrgangs- og förgunargjöld.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að breytingum gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar þannig að hún uppfylli þær kröfur sem fram koma í bréfi Umhverfisstofnunar og taki mið af þeim umræðum sem áttu sér stað á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 1.5 201702027 Fundargerðir 2017
    Fyrir fundinum lá fundargerð 399. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 1. desember 2017.

    Sviðstjóri vill vekja athyli á 13. lið fundargerðarinnar þar sem fjallað er um sorpmál í höfnum en þar segir: "Rætt var um stöðu sorpmála í höfnum landsins. Formaður sagði frá vinnu sem er í gangi við að útbúa fyrirmynd sem hafnir geta sett inn í sínar gjaldskrár. Í þeirri fyrirmynd eru þó engar tölur þar sem það er ákvörðun hverrar hafnar að ákvarða gjaldskrá sína."
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Vinna er hafin við niðurrekstur á stálþilsbakka við Austurgarð. Fyrir fundinum liggur fundargerð 1. verkfundar. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Jan De Nul, fyrirtæki frá Belgíu, var fengið til að dýpka svæðið við Austurgarð. Samkvæmt mælingu voru fjarlægir um 14.500 m3 og er meðaldýpið nú um -8,60 m. Undir málinu liggja helstu teikningar og aðrar upplýsingar frá verktaka. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 1.8 201801046 Starfsmannamál.
    Breytingar eru fyrirsjáanlegar á hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar, Gunnþór E. Sveinbjörnsson, yfirhafnavörður, mun láta af störfum 1. mars n.k. vegna aldurs því er brýnt að skoða starfmannamál Hafnasjóðs. Á síðasta fundi ráðsins ræddi sviðsstjóri þessi mál og fól ráðið honum að koma með tillögu næsta fund ráðsins. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að fá á næsta fund ráðsins tillögu að starfslýsingum og skipurit starfsmanna Hafnasjóðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ósk um umsögn vegna deiliskipulagstillögu Hóla og Túnahverfis, Dalvík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu Hóla og Túnahverfis á Dalvík. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Innkomið erindi dags. 5. janúar 2018 fyrir hönd Dalvíkurbyggðar þar sem vakin er athygli á auglýsingu tillögu að deiliskipulagi Lokastígsreits á Dalvík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu Lokastígsreit á Dalvík. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Við vinnu vegna gerðar fjárhagsáætlun 2018 kom til umræðu breyting á gjaldskrá veitunnar. Fyrir lá tillaga formanns um að gjaldskráin mundi haldast óbreytt. Þessi ákvörðun ráðsins kemur fram í starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2018. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu formanns um óbreytta gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Með bréfi sem dagsett er 17. desember 2017, sendir Óskar Harðarson erindi til byggðarráðs ósk um styrk til rafmagnsupphitunar að Selárbakka.
    Þetta er ekki lögbundin þjónusta sveitarfélaga en Dalvíkurbyggð hefur falið Hitaveitu Dalvíkur að jafna hitunarkostnað íbúðarhúsa, sem eru utan þjónustusvæðis hitaveitunnar og geta ekki notið þjónustu annarrar hitaveitna. Það skilyrði er sett að styrkþegi verður að hafa bæði lögheimili og fasta búsetu í viðkomandi íbúðarhúsi.
    Á síðasta fundir veitu- og hafnaráðs var samþykkur listi yfir þá sem jöfnun húshitunarkostnaðar njóta og uppfylla þeir allir framangreind skilyrði.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að fá álit lögmanns Dalvíkurbyggðar á erindinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Sveitarstjórn - 299, frá 17.01.2018, til kynningar.

Málsnúmer 1801007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 4, frá 09.02.2018

Málsnúmer 1802008FVakta málsnúmer

Til kynningar.
  • 3.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Undir þessum lið komu á fund félagsins Ágúst Hafsteinsson, frá Form ráðgjöf ehf., og Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs.

    Á 3. fundi stjórnar þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:

    "Á áætlun er að byggja 7 íbúðir fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð. Samkvæmt bréfi frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 26. september 2017, liggur fyrir samþykki á stofnframlagi að upphæð kr. 56.410.248 til að byggja alls 7 íbúða búsetukjarna fyrir fatlaða. Til umræðu fyrstu skref hvað varðar m.a. hönnun á húsnæðinu.
    Lagt fram til kynningar."

    Til umræðu ofangreint.

    Ágúst vék af fundi kl. 12:09.

    Eyrún vék af fundi kl. 12:19.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 4 Berki Þór falið að afla upplýsinga á milli funda í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.2 201802030 Lög um opinber innkaup og húsnæðissjálfseignarstofnanir
    Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum þá eiga lög um opinber innkaup við um húsnæðissjálfseignastofnanir. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 4 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.3 201802028 Starfsreglur skv. 8. gr. samþykkta og ákvæðum til bráðabirgða
    Samkvæmt 8. gr. Samþykkta um Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses þá á fulltrúaráð í samvinnu við stjórn að setja starfsrelgur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa stjórnar. Fram til þess tíma er fulltrúaráð hefur verið skipað skal stjórn stofnunarinnar fara með þau verkefni sem fulltrúaráði eru falin í samþykktum þessum.

    Formaður gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um starfsreglur hses félaga.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 4 Framkvæmdastjóra falið að afla nánari upplýsinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Velferðarráðuneytinu og Íbúðalánasjóði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.4 201802029 Þóknun framkvæmdastjóra skv. 9. gr samþykkta og þóknun stjórnar skv. 6. gr. samþykkta.
    a) Samkvæmt 9. gr Samþykkta um Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses þá ræður stjórn stofnunarinnar framkvæmdastjóra, ákveður starfskjör hans og veitir honum prókúruumboð fyrir stofnunina.

    Formaður gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um starfskjör framkvæmdastjóra hses félaga.

    b) Samkvæmt 6. gr. Samþykkta um Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses þá skal á ársfundi ákveða þóknun til stjórnarmanna.

    Formaður gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um þóknanir til stjórna hses félaga.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 4 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.5 201711099 Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses - stofnun
    Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samskiptum við Íbúðalánasjóð varðandi samning um stofnframlag. Hægt er nú að gera slíkan samning, og er hann í vinnslu hjá Íbúðalánasjóði, þar sem búið er að stofna félagið og komið er landnúmer fyrir lóðina þar sem íbúðirnar eiga að rísa. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 4 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar í fundargerðinni, er hún því lögð fram til kynningar.

4.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 3, frá 02.02.2018

Málsnúmer 1802001FVakta málsnúmer

Til kynningar.
  • 4.1 201711099 Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses - stofnun
    Á fundinum var farið yfir eftirfarandi gögn:
    a) Staðfestingu samþykkta fyrir Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses frá Velferðarráðuneytinu, dagsett þann 19. desember 2017.
    b) Vottorð úr fyrirtækjaskrá RSK um skráningu Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, dagsett þann 24. janúar 2018.
    c) Upprifjun á Samþykktum fyrir Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 3 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 4.2 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Á áætlun er að byggja 7 íbúðir fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð. Samkvæmt bréfi frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 26. september 2017, liggur fyrir samþykki á stofnframlagi að upphæð kr. 56.410.248 til að byggja alls 7 íbúða búsetukjarna fyrir fatlaða.

    Til umræðu fyrstu skref hvað varðar m.a. hönnun á húsnæðinu.




    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 3 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar í fundargerðinni og er hún því lögð fram til kynningar.

5.Frá 302. fundi umhverfisráðs þann 16.02.2018; Vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021

Málsnúmer 201802016Vakta málsnúmer

Á 302. fundi umhverfisráðs þann 16. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Til umsagnar vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að gera ekki athugasemdir við framlagða vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.

6.Frá 301. fundi umhverfisráðs þann 02.02.2018; Skipulagslýsing vegna breytinga á svæðisskipulagi Eyjafjarðar

Málsnúmer 201801063Vakta málsnúmer

Á 301. fundi umhverfisráðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismats áætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar samþykkir lýsinguna og felur svæðisskipulagsnefnd að kynna hana almenningi og öðrum hagsmunaaðilum. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og samþykkir skipulagslýsinguna vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fela svæðisskipulagsnefnd að kynna hana almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

7.Frá 302. fundi umhverfisráðs þann 16.02.2018; Breyting á Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna íþróttasvæðis á Dalvík.

Málsnúmer 201801050Vakta málsnúmer

Á 302. fundi umhverfisráðs þann 16. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 um íþróttasvæði Dalvíkur. Að ábendingu Skipulagsstofnunar hefur greinargerð verið uppfærð og þar gerð nánari grein fyrir áhrifum af breytingunni.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna samkvæmt skv. 31. gr skipulagslaga. Samþykkt með fimm atkvæðum. "


Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 um íþróttasvæðið Dalvíkur skv. 31. gr. skipulagslaga.

8.Frá 301. fundi umhverfisráðs þann 02.02.2018; Deiliskipulag Hóla og Túnahverfis, Dalvík

Málsnúmer 201710029Vakta málsnúmer

Á 301. fundi umhverfisráðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 30. nóvember 2017 með athugasemdafresti til 12. janúar 2018. Athugasemdir bárust frá fjórum aðilum á auglýsingatíma, þar af var ein þeirra í formi undirskriftalista frá íbúum Túnahverfisins. Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
Umhverfisráð samþykkir deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og ásamt húsakönnun og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og ásamt húsakönnun og að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

9.Frá 302. fundi umhverfisráðs þann 16.02.2018; Deiliskipulag íþróttasvæðis 2017

Málsnúmer 201708069Vakta málsnúmer

Á 302. fundi umhverfisráðs þann 16. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð samþykkti á fundi þann 15. janúar 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur. Lögð hefur verið fram endurskoðuð tillaga sem hefur verið unnin nánar eftir kynningu þann 24. janúar s.l. og ábendingum sem bárust. Skipulagsgögn eru greinargerð, skipulagsuppdráttur og skýringaruppdráttur dags. 16. febrúar 2018.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Frá 71. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17.01.2018; Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2018

Málsnúmer 201801041Vakta málsnúmer

Á 74. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17. janúar 2018 var eftirfarandi samþykkt:
"Við vinnu vegna gerðar fjárhagsáætlun 2018 kom til umræðu breyting á gjaldskrá veitunnar. Fyrir lá tillaga formanns um að gjaldskráin mundi haldast óbreytt. Þessi ákvörðun ráðsins kemur fram í starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2018.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu formanns um óbreytta gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2018. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2018 verði óbreytt frá árinu 2017.

11.Frá 856. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar 2018; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, nr.3, vegna lántöku og uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.

Málsnúmer 201703138Vakta málsnúmer

Á 856. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar 2018 var eftirfarandi meðal annars bókað vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð og lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga:
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka 3/2018 við fjárhagsáætlun 2018 þar sem heimild Aðalsjóðs til lántöku er hækkuð úr kr. 169.500.000 í kr. 214.500.000, eða um kr. 45.000.000.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2018, heimild til að hækka lántöku Aðalsjóðs úr kr. 169.500.000 og í kr. 214.500.000 eða um kr. 45.000.000.

12.Frá 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, nr. 2, vegna hvatasamnings við Bjórböðin ehf.

Málsnúmer 201609031Vakta málsnúmer

Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:

" Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að ganga frá samningi við Bjórböðin ehf. Heildarupphæð þriggja ára samnings er kr. 7.755.971. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögunum og afgreiðslunni til byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs og felur upplýsingafulltrúa að ganga frá samningsdrögum og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög til umfjöllunar og afgreiðslu á milli Dalvíkurbyggðar og Bjórböðin ehf. sem er hvatasamningur til 3ja ára og heildar styrkfjárhæðin er kr. 7.755.971, fyrst kr. 4.123.600 árið 2018.
Niðurstaða a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki 2/2018, að upphæð kr. 4.123.600 á deild 13810, lykill 9145. Viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.


Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 4.123.600 á deild 13810, lykil 9145. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé.

13.Frá 66. fundi menningarráðs þann 1. febrúar 2018; Menningarstefna Dalvíkurbyggðar - tillaga að breytingum.

Málsnúmer 201406067Vakta málsnúmer

Á 66. fundi menningarráðs þann 1. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Endurskoðun menningarstefnu Dalvíkurbyggðar.
Samkvæmt gildandi Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar skal hún endurskoðuð og yfirfarin af menninngarráði á hverju kjörtímabili. Menningarráð samþykkir Menningarstefnuna með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar menningarstefnu Dalvíkurbyggðar til staðfestingar í sveitarstjórn. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingar á Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar í samræmi við ofangreindar tillögur menningarráðs.

14.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 72, frá 14.02.2018

Málsnúmer 1802005FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
6. liður.
  • Fyrir fundinum lá fundargerð frá 400. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 22. janúar sl.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 72 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Vinna við niðurrekstur á stálþili er hafin og gengur eins og búast mátti við. Fyrir fundinum liggur fundargerð 1. verkfundar sem haldinn var 20.12.2017 og var undirrituð og staðfest á 2. verkfundi sem haldinn var 9.02.2018. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 72 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 14.3 201801046 Starfsmannamál.
    Á fundinum er lögð fram starfslýsing fyrir
    "Hafnavörður/hafnsögumaður II". Þar er gert ráð fyrir að núverandi starfsmaður Hafnasjóðs, Rúnar Þór Ingvarsson,hafnavörður, verði færður til í starfi samkvæmt framangreindir starfslýsingu. Í framhaldi verði starf hafnavarðar auglýst laust til umsóknar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 72 Veitu- og hafnaráð samþykkir tillögu sviðsstjóra að starfslýsingu og breyttu starfsskipulagi. Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu. Hólmfríður Guðrún Skúladóttir óskar bókað að hún teldi réttara að starfið hefði verið auglýst. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
  • Erindi frá atvinnu- og kynningarmálaráði:
    "Síðastliðin 2 ár hefur verið unnið að gerð atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð en meðal annars hefur verið fjallað um hana í atvinnumála- og kynningarráði, umhverfisráði og veitu- og hafnaráði.

    Til umræðu ofangreint.

    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:

    Gerð atvinnumálastefnu komst á dagskrá í maí 2014, fyrst í atvinnumálanefnd og síðan í atvinnumála- og kynningarráði. Í nóvember 2015 komu upp hugmyndir um að Dalvíkurbyggð myndi setja sér auðlindastefnu og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að sameina þessar tvær stefnur og móta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.

    Á 759. fundi sínum þann 19. nóvember 2015 samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur fagsvið og fagráð. Byggðaráð lagði einnig til að starfsmenn ráðanna, ásamt sveitarstjóra, myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum. Þessi tilhögun var svo samþykkt á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2015.

    Atvinnuhluti stefnunnar er á lokastigum og áætlað er að ljúka honum í lok apríl 2018. Vinna við auðlindahluta stefnunnar er stutt á veg kominn og því óskar atvinnumála- og kynningarráð eftir því að veitu- og hafnaráð og umhverfisráð taki málið upp og taki afstöðu til þess hvort, og þá með hvað hætti, þau vilji koma að málinu."

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 72 Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að upplýsingafulltrúi mæti á fund ráðsins og kynni fyrir því stöðu við vinnu við auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðsmönnum tillögur að staðsetningu á hreinsimannvirkjum fráveitu á Hauganesi og á Árskógssandi. Um er að ræða nokkrar staðsetningar sem þarf að taka afstöðu til. Allar gera ráð fyrir að dæla þurfi að mannvirkjunum en að sjálfrennsli sé frá þeim til viðtaka. Einnig þarf að sækja um lóðir til umhverfisráðs á Hauganesi og á Árskógssandi.
    Hönnun er ekki að fullu lokið en stefnt er að útboði í lok næsta mánaðar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 72 Veitu- og hafnaráð er sammála því að áfram verði unnið að hönnun verksins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lgt fram til kynningar.
  • Breyting hefur verið gerð á þeim reglum sem farið er eftir vegna eingreiðslu vegna lagningar hitaveitu á rafhituðum svæðum. Með rafpósti sem barst 23.01.2018 kemur eftirfarandi fram
    „Hitaveitur sem hafa verið í framkvæmdum á síðasta ári og áforma framkvæmdir á rafhituðum svæðum á þessu og næsta ári geta sótt um svokallaða eingreiðslu vegna lagningar hitaveitu á rafhituðum svæðum.
    Í III. kafla laga, nr. 78/2002 um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar segir í 12. gr. : [Styrkur til hverrar hitaveitu getur numið allt að [tólf ára] áætluðum niðurgreiðslum á rafmagni eða [eldsneyti] til húshitunar á orkuveitusvæði viðkomandi hitaveitu miðað við meðalnotkun til húshitunar næstu fimm ár á undan.
    Síðar í sömu grein segir: Þrátt fyrir 1. mgr. getur styrkur til hitaveitu numið allt að 16 ára áætluðum niðurgreiðslum skv. 1. mgr. ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
    1. Viðkomandi hitaveita er í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja sem eru alfarið í eigu þessara aðila.
    2. Viðkomandi hitaveita hefur ábyrgð hlutaðeigandi sveitarfélags og skal sýna fram á getu til að standa undir skuldbindingum sínum með rekstraráætlun til 16 ára.
    3. Viðkomandi hitaveita hefur fengið einkaleyfi til þess að starfrækja hitaveitu samkvæmt orkulögum, nr. 58/1967, og uppfyllir því skilyrði 2. mgr. 32. gr. þeirra laga um að uppdrættir og áætlanir séu tæknilega réttar, hitaveitan verði þjóðhagslega hagkvæmt fyrirtæki, fullnægi hitaþörf svæðisins og að tryggður sé eðlilegur og truflanalaus rekstur, eftir því sem aðstæður leyfa.
    4. Tryggt er að styrkurinn sé einungis til þess fallinn að eigandi (eigendur) hitaveitunnar fái lágmarksarð af fjárfestingunni.] 7)
    Þær hitaveitur sem telja sig eiga rétt á 16 ára eingreiðslu vegna framkvæmda nýliðins árs og væntanlegra framkvæmda á árinu 2018 ? 2019 þurfa því að leggja fyrir Orkustofnun gögn þar að lútandi sem uppfylla ofangreind skilyrði. Gögnin þurfa að berast Orkustofnun merkt undirrituðum eigi síðar en 15. febrúar 2018.“

    Vegna umsóknar sem send var inn á árinu 2016 hefur ekkert framlag verið greitt vegna framkvæmda ársins 2016.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 72 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að senda inn/staðfesta umsókn sem tekur til 16 ára niðurgreiðslna. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

15.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 852, frá 18.01.2018

Málsnúmer 1801010FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður
3. liður
4. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Júlíus Baldursson og Herbert Hjálmarsson, kl. 13:00.

    Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 298. fundi umhverfisráðs þann 1. desember 2017 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið. Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til álit lögmanns sveitarfélagsins lægi fyrir. Með vísan til álits lögmanns Dalvíkurbyggðar ber Dalvíkurbyggð ekki ábyrgð á kostnaði vegna viðhalds veggjanna. Þeir standa innan lóðarmarka og teljast til séreignar eins og hún er skilgreind m.a. í lögum um fjöleignarhús. Óljósar upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu veggjanna á sínum tíma breyta ekki þessari niðurstöðu. Ekkert liggur fyrir um að Dalvíkurbyggð hafi áður komið að viðhaldi veggjanna sem þá þýðir væntanlega að eigendur húsanna hafa sinnt viðhaldinu hingað til. Þáttöku sveitarfélagsins er því hafnað. Samþykkt með 5 atkvæðum. " Á 298. fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2017 var samþykkt sú tillaga sveitarstjóra að fresta afgreiðslu á þessum lið í fundargerð umhverfisráðs og vísa til byggðaráðs til frekari umfjöllunar. Til umræðu ofangreint.
    Afgreiðslu frestað."

    Til umræðu ofangreint.

    Júlíus og Herbert viku af fundi kl. 13:28.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 852 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla nánari upplýsingar á milli funda. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:30.

    Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Formaður byggðaráðs vék af fundi undir þessum lið sem formaður og kom inn á fundinn sem skólastjóri Árskógarskóla kl. 14:25. Guðmundur St. Jónsson tók við fundarstjórn undir þessum lið. Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kl. 14:25. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Júlíönu Kristjánsdóttur,Ísaki Einarssyni, Helgu Írisi Ingólfsdóttur og Helga Einarssyni, dagsett þann 6. janúar 2018, þar sem þau fjalla um skort á leikskólaplássum í Dalvíkurbyggð þegar fæðingarorlofi lýkur. Til umræðu ofangreint. Hlynur, Guðrún Halldóra og Gunnþór viku af fundi kl. 15:10.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs skili byggðaráði á næsta fundi greinargerð um viðbrögð við því sem rætt var á fundinum".

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 17. janúar 2018.

    Fram kemur að það er mat skólastjórnenda að miðað við stöðu á starfsmannamálum eins og staðan er þá sé ekki hægt að bæta við fleiri börnum. Að því sögðu er lagt til að skoðað verði hvort og þá með hvaða hætti hægt verði að fjölga börnum þegar niðurstaða um stöðu starfsmannamála liggur fyrir og aðgerðir til úrbóta.

    Lagt er til að fengin verði aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga til að taka út núverandi stöðu starfsmannamála og koma með tillögur að úrbótum. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs hefur rætt við Vinnuvernd ehf.

    Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018, deild 04140, að upphæð kr. 1.484.000 til að mæta kostnaði við úttekt á starfsmannamálum Krílakots.

    Hlynur vék af fundi kl. 14:03
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 852 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 04140, kr. 1.484.000, viðauki 1/2018. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 04140,allt að kr. 1.484.000, viðauki 1/2018 og mætt með lækkun á handbæru fé.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 9. janúar 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þorrablótsnefndar um tímabundið tækifærisleyfi til að halda þorrablót í félagsheimilinu Árskógum 3. febrúar n.k. Forsvarsmaður er Guðrún H. Ragúels, kt. 070970-3849.

    Fyrir liggja umsagnir slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 852 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir rafbréf frá framkvæmdastjóra AkureyrarAkademíunnar, dagsett þann 12. janúar 2018, þar sem óskað er eftir styrk vegna "Konur upp á dekk! Hagnýt fræðsla og samræðuþing um stjórnmál". Fræðslan er á Akureyri tvo laugardaga, þann 27. janúar og 3. febrúar 2018. Markmiðið er að hvetja konur til þátttöku í stjórnmálum og skapa vettvang þar sem m.a. er hægt er að kynna sér stjórnsýsluna, sögu kvenna í stjórnmálum og stöðuna í dag. Einnig verður farið yfir áhrif #MeToo byltingarinnar, siðferði í stjórnmálum og samræðustjórnmál. Fræðsla verður um framkomu og tjáningu, hvernig á að koma sér á framfæri, fundi og fundarsköp og hlutverki samfélagsmiðla þegar kemur að stjórnmálaþátttöku. Aðstandendur viðburðarins leggja áherslu á að hægt sé að halda kostnaði þátttakenda í lágmarki. Því óskum við eftir styrk frá Dalvíkurbyggð til að halda fræðsluna. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 852 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita styrk að upphæð kr. 25.000, vísað á 21010-4965. Byggðaráð hvetur konur í Dalvíkurbyggð að nýta sér þetta tækifæri. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir áætlaða niðurstöðu framlaga til Dalvíkurbyggðar úr JÖfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir árið 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 852 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir greitt útsvar til Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2017 og samanburð á milli ára, unnið upp úr upplýsingum af vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 852 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir, sem ekki þarfnast afgreiðslu, lagðir fram í sveitarstjórn.

16.Ungmennaráð - 14

Málsnúmer 1801012FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð - 14 Ungmennaráð fór yfir erindisbréf ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna að nýjum drögum í samræmi við umræðu á fundinum og hafa tilbúin á næsta fundi. Ráðið telur að það þurfi að gera breytingar á skipan ráðsins og ýmsum öðrum þáttum.
    Næsti fundur verður miðvikudaginn 28. febrúar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er hún því lögð fram til kynningar.

17.Umhverfisráð - 302, frá 16.02.2018

Málsnúmer 1802012FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
2. liður.
6. liður
10. liður.
4. liður, 8. liður og 9. liður sér liðir á dagskrá.
  • Með innsendu erindi dags. 8. febrúar 2018 óska forráðamenn Aurora Leisure ehf eftir leyfi til að byggja eitt smáhýsi við Skíðabraut 18, Dalvík. Umhverfisráð - 302 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi ef grenndarkynning gefur ekki tilefni til annars.
    Grenndarkynna skal mannvirkið fyrir eigendum Vegamóta.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Til kynningar erindi frá Orku Náttúrunnar vegna uppsetningar á hraðhleðslustöð á Dalvík Umhverfisráð - 302 Þar sem kostnaður við verkefnið rúmast ekki innan þess fjárhagsramma sem lagt var upp með leggur ráðið til að verkefninu verði frestað. Ráðið felur sviðsstjóra að sækja um viðbótarstyrk í Orkusjóð.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 14. febrúar 2018 vill Dóróþea Reimarsdóttir koma ábendingu á framfæri vegna bílastæða við Menningarhúsið Berg, Dalvík. Umhverfisráð - 302 Umhverfisráð þakkar Dóróþeu innsent erindi og felur umhverfisstjóra að koma með hugmynd að lausn á hvernig bílum er lagt við Menningarhúsið yfir vetrartímann.
    Ráðið vill einnig leggja til við starfsmenn Ráðhúss og Menningarhússins Bergs að þeir noti bílastæði vestan við ráðhúsið.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umsagnar vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Umhverfisráð - 302 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Erindi frá atvinnu- og kynningarmálaráði:
    'Síðastliðin 2 ár hefur verið unnið að gerð atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð en meðal annars hefur verið fjallað um hana í atvinnumála- og kynningarráði, umhverfisráði og veitu- og hafnaráði.

    Til umræðu ofangreint.

    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:

    Gerð atvinnumálastefnu komst á dagskrá í maí 2014, fyrst í atvinnumálanefnd og síðan í atvinnumála- og kynningarráði. Í nóvember 2015 komu upp hugmyndir um að Dalvíkurbyggð myndi setja sér auðlindastefnu og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að sameina þessar tvær stefnur og móta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.

    Á 759. fundi sínum þann 19. nóvember 2015 samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur fagsvið og fagráð. Byggðaráð lagði einnig til að starfsmenn ráðanna, ásamt sveitarstjóra, myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum. Þessi tilhögun var svo samþykkt á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2015.

    Atvinnuhluti stefnunnar er á lokastigum og áætlað er að ljúka honum í lok apríl 2018. Vinna við auðlindahluta stefnunnar er stutt á veg kominn og því óskar atvinnumála- og kynningarráð eftir því að veitu- og hafnaráð og umhverfisráð taki málið upp og taki afstöðu til þess hvort, og þá með hvað hætti, þau vilji koma að málinu.'
    Umhverfisráð - 302 Umhverfisráð óskar eftir því að upplýsingafulltrúi mæti á fund ráðsins og kynni fyrir því stöðu við vinnu við auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 14. febrúar 2018 óskar Egill Örn Júlíusson og Ingunn Hafdís Júlíusdóttir eftir lóðinni nr 10 við Hringtún á Dalvík. Umhverfisráð - 302 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að gera lóðarleigusamning við umsækjendur.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Til umræðu ráðing í starf aðstoðarmanns umhverfisstjóra. Umhverfisráð - 302 Umhverfiráð leggur til að formaður ráðsins aðstoði sviðsstjóra við ráðningarferlið.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 um íþróttasvæði Dalvíkur. Að ábendingu Skipulagsstofnunar hefur greinargerð verið uppfærð og þar gerð nánari grein fyrir áhrifum af breytingunni. Umhverfisráð - 302 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna samkvæmt skv. 31. gr skipulagslaga.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Umhverfisráð samþykkti á fundi þann 15. janúar 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis Dalvíkur.
    Lögð hefur verið fram endurskoðuð tillaga sem hefur verið unnin nánar eftir kynningu þann 24. janúar s.l. og ábendingum sem bárust. Skipulagsgögn eru greinargerð, skipulagsuppdráttur og skýringaruppdráttur dags. 16. febrúar 2018.
    Umhverfisráð - 302 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Lögð fram tillaga dags. 24.10 2017 unnin af teiknistofunni Form að fyrirkomulagi aðkomu og áningarstaðar við Hrísatjörn suðvestan Hrísahöfða. Framkvæmdin felst í vegslóða frá Ólafsfjarðarvegi að áningarstað með bílastæðum, rútustæðum og almenningssalerni með losunarbúnaði. Framkvæmdasvæðið er innan Friðlands Svarfdæla.
    Borist hafa umsagnir frá Umhverfisstofnunar, Vegagerðinni og Náttúrufræðistofnun Íslands. Umsagnir eru jákvæðar og hefur við útfærslu tillögunnar verið tekið tillit til þeirra ábendinga, sem þar koma fram.
    Óskað hefur verið eftir undanþágu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti fyrir framkvæmdinni.
    Umhverfisráð - 302 Umhverfisráð veitir hér með umbeðið framkvæmdaleyfi fyrir þeim mannvirkjum sem sýnd eru í tillögunni.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liður sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

18.Umhverfisráð - 301, frá 02.02.2018.

Málsnúmer 1801015FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
5. liður.
8. liður.
Liðir 6 og 7 sér liður á dagskrá.
  • Til umræðu endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 301 Umhverfisráð leggur til breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Svarfaðar- og Skíðadal sem auglýstar verða á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 19. janúar 2018 vegna umsagnarréttar við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi skv. lögum nr 85/2007 Umhverfisráð - 301 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar og umræðu drög að nýjum umsjónasamningi frá Umhverfisstofnun fyrir Friðland Svarfdæla.
    Undir þessum lið koma á fundinn Hjörleifur Hjartarsson kl.09:00
    Umhverfisráð - 301 Hjörleifur vék af fundli kl. 09:33

    Umhverfisráð þakkar Hjörleifi fyrir yfirferðina og leggur áherslu á að umsjónasamningur um Friðland Svarfdæla verði undirritaður sem fyrst, með þeim breytingum sem ráðið leggur til.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 31. janúar 2018 óskar Kristján E. Hjartarson eftir byggingarleyfi fyrir hönd eiganda 0201 að Goðabraut 3, Dalvík. Umhverfisráð - 301 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að afla samþykkis meðeiganda ásamt drögum að nýjum eignaskiptasamningi. Ráðið felur sviðsstjóra að grendarkynna þær breytingar sem óskað er eftir áður en byggingarleyfi er gefið út.

    Ráðið óskar eftir að framkvæmdin verði grendarkynnt eftirfarandi aðilum:
    Ráðhús Dalvíkur
    Menningarhúsið Berg
    Goðabraut 4
    Hafnarbraut ( Reitir)
    Hafnarbraut 2a, 2b og 4
    Sognstún 2 og 4


    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Til máls tók:
    Kristján E. Hjartarson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 16:36.
  • Með innsendu erindi dags. 31.janúar 2018 óska Kristján E. Hjartarson eftir byggingarleyf fyrir hönd eigenda Hólavegar 5, Dalvík. Umhverfisráð - 301 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi með fyrir um jákvæðar undirtektir í grendarkynningu.
    Ráðið óskar eftir að framkvæmdin verði grendarkynnt eftirfarandi aðilum:
    Ásvegi 2 og 4
    Hólavegi 3 og 7
    Svarfaðabraut 2

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar
    Til máls tók:
    Kristján E. Hjartarson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 16:36.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs, Kristján E. Hjartarson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismats áætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta. Umhverfisráð - 301 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar samþykkir lýsinguna og felur svæðisskipulagsnefnd að kynna hana almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 30. nóvember 2017 með athugasemdafresti til 12. janúar 2018. Athugasemdir bárust frá fjórum aðilum á auglýsingatíma, þar af var ein þeirra í formi undirskriftalista frá íbúum Túnahverfisins.
    Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
    Umhverfisráð - 301 Umhverfisráð samþykkir deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og ásamt húsakönnun og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Á 299. fundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar var eftirfarandi samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum

    "Deiliskipulag svæðisins er enn í gildi samkvæmt staðfestingu Skipulagsstofnunnar fyrir 6 árum. Á undanförnum árum hafa borist fyrirspurnir um svæðið til viðbótar við fyrri umsóknir. Sveitarstjórn telur því rétt að fela umhverfisráði og sviðsstjóra umhverfissviðs að taka upp deiliskipulag í landi Upsa í heild sinni, endurskoða Svæði A (Frístundabyggð) í þeirri mynd sem það var kynnt fyrir íbúakosningu árið 2012. Sveitarstjórn leggur því jafnframt til að Upsasvæðið í heild sinni verði tekið til endurskoðunar enda eru forsendur varðandi aðgengi og annað við Upsasvæði breyttar frá því sem var fyrir 6 árum.
    Umhverfisráð - 301 Umhverfisráð leggur áherslu á að endurskipuleggja þurfi svæðið í heild sinni.Þar sem ekki er gert ráð fyrir endurskoðun deiliskipulags í landi Upsa á fjárhagsáætlun 2018 leggur umhverfisráð til að gert verði ráð fyrir endurskoðun skipulagsins í heild sinni við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Kristján E. Hjartarson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 16:36.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs, Kristján E. Hjartarson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu í sveitarstjórn eru því lagðir fram til kynningar.

19.Menningarráð - 66, frá 01.02.2018

Málsnúmer 1801013FVakta málsnúmer

1. liður - sérliður á dagskrá
  • Endurskoðun menningarstefnu Dalvíkurbyggðar. Menningarráð - 66 Samkvæmt gildandi Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar skal hún endurskoðuð og yfirfarin af menninngarráði á hverju kjörtímabili. Menningarráð samþykkir Menningarstefnuna með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar menningarstefnu Dalvíkurbyggðar til staðfestingar í sveitarstjórn.


    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
    Er sér liður á dagskrá til afgreiðslu.
  • Styrkveitingar úr menningar- og viðurkenningarsjóði 2018. Menningarráð - 66 Menningarráð samþykkir að setja auglýsingu um styrkumsóknir þann 21. febrúar n.k. úr Menningar- og viðurkenningarsjóði Dalvíkurbyggðar 2018 og mun umsóknarfrestur renna út 9. mars n.k. Sviðsstjóra falið að ganga frá því. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er því fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Íþrótta- og æskulýðsráð - 98, frá 13.02.2018

Málsnúmer 1802009FVakta málsnúmer

  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 98 Farið var yfir reglur um kjör á íþróttamanni ársins. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að gera drög að breytingum miðað við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 98 Rætt um leiðbeiningar um viðbrögð starfsmanna við brotlegri/ósiðlegri hegðun í íþróttamannvirkjum. Ráðið felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna drög og leggja fyrir næsta fund. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 98 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að gera drög að vinnureglum vegna stigagjafar umsækjenda í afreks- og styrktarsjóð og leggja fyrir næsta fund. Einnig þarf að skoða aldursviðmið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 98 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð og kanna hvort slíkir verkferlar séu til staðar og ef ekki að hvetja þau til að setja sér slíka verkferla. Staðan verði svo tekin á vorfundi ráðsins í maí. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 98 Telma Björg Þórarinsdóttir hefur óskað eftir launalausu leyfi frá störfum við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar í eitt ár, eða frá 1.september 2018 til 1. september 2019 vegna náms við háskólabrú Keilis. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir umsóknina samhljóða. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 98 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum að bæta þessum dagskrálið við áður auglýsta dagskrá.
    Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að endurskoðuð verði staðsetning bílastæða og kastvallar á deiliskipulaginu. Kastvöllur verði færður nær æfingasvæði með það í huga að akstur fari ekki í gegnum íþróttasvæði en aðkoma bíla að íþróttamiðstöð verði tryggð frá suðurenda. Gera þarf ráð fyrir að loka á hringasktur við íþróttamiðstöð þannig að umferð fari ekki áfram í gegnum Svarfaðarbraut. Markmiðið með þessum breytingum er að auka aðgengi að íþróttamiðstöð og draga um leið úr umferð í Mímisvegi og Svarfaðarbraut.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram í sveitarstjórn.

21.Fræðsluráð - 223, frá 14.02.2018

Málsnúmer 1802010FVakta málsnúmer

  • Lagt var fram bréf frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, Helga Einarssyni, Júlíönu Kristjánsdóttur og Ísak Einarssyni sem barst með rafpósti 8. janúar 2018. Bréfið er stílað á fræðsluráð og byggðaráð og er þess efnis að fundin verði lausn á að börn fái leikskólapláss við 9 mánaða aldur. Afgreiðsla byggðaráðs á erindi þeirra var einnig kynnt sem og greinargerð sviðsstjóra og skólastjóra Krílakots sem þeir lögðu fyrir byggðaráð 18. janúar 2018. Fræðsluráð - 223 Bréfið og afgreiðsla byggðaráðs lögð fram til kynningar. Með vísan í fundargerð byggðaráðs 18. janúar 2018 þá er verið að vinna í starfsmannamálum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fyrstu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2018-2019 lögð fram. Fræðsluráð - 223 Lagt fram til kynningar og umræðu. Á næsta fundi fræðsluráðs verða dagatöl allra skólanna lögð fram til endanlegrar afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á fundi skólastjóra Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakots með sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þann 17. janúar 2018 var gerð tillaga að ráðstöfun fjármuna úr Fræðslusjóði Dalvíkurbyggðar nú þegar hann verður lagður niður. Með tilliti til nemendafjölda er lagt að Dalvíkurskóli fái kr. 1.000.000, Krílakot kr. 500.000 og Árskógarskóli kr. 200.000 til kaupa á nýjum kennslugögnum. Fræðsluráð - 223 Fræðsluráð samþykkir tillöguna með 5 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 21.4 201210029 Sundlaugin í Árskógi
    Frestað til næsta fundar. Fræðsluráð - 223 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Borist hefur skrá frá Samband íslenskra sveitarfélaga yfir þá íbúa í Dalvíkurbyggð sem verða 6 ára á árinu 2018. Skráin fylgdi fundarboði. Fræðsluráð - 223 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 21.6 201503209 Námsárangur
    Fundargerðir 46., 47. og 48. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla fylgdu fundarboði. Fræðsluráð - 223 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Heiðar Davíð Bragason íþróttakennari við Dalvíkurskóla óskar eftir launalausu leyfi skólaárið 2018-2019. Fræðsluráð - 223 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að veita Heiðari Davíð Bragasyni launalaust leyfi í 12 mánuði frá 1. ágúst 2018 til 31. júlí 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á fundinum lagði Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla fram uppsagnarbréf sitt og tekur uppsögnin gildi frá og með 30. júní 2018. Fræðsluráð - 223 Lagt fram. Fræðsluráð leggur til að staðan verði auglýst sem fyrst. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liður fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

22.Félagsmálaráð - 215, frá 08.02.2018

Málsnúmer 1802003FVakta málsnúmer

  • 22.1 201802026 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201802026 Félagsmálaráð - 215 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 22.2 201711034 Trúnaðarmál
    Eyrún Rafnsdóttir félagsmálastjóri vék af fundi kl 10:04

    Trúnaðarmál 201711034

    Eyrún Rafnsdóttir félagsmálastjóri kom á fund kl: 11.38
    Félagsmálaráð - 215
  • Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir landsins til að ræða leiðir gegn kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum og á vinnustöðum sveitarfélaga. Var á stjórnarfundinum einnig bent á nauðsyn þess að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda sé slík hegðun ólíðandi með öllu. Voru þau sveitarfélög sem ekki hafa gert slíkt, hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins. Félagsmálaráð - 215 Frestað til næsta fundar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið var fyrir erindi dags. 31. janúar 2018 frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál Félagsmálaráð - 215 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 12.01.2018 þar sem vakin er athygli á breytingu á reglugerð nr. 1197/2017 um húsnæðisbætur með síðari breytingum. Félagsmálaráð - 215 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 22.6 201801124 Hagstofuskýrsla 2017
    Tekin var fyrir hagstofuskýrsla fyrir árið 2017. Þar er farið yfir fjölda starfandi dagmæðra á árinu, ýmsar upplýsingar um heimilisþjónustu og fjárhagsaðstoð sem veitt var í Dalvíkurbyggð árið 2017. Félagsmálaráð - 215 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Starfsmenn félagsþjónustu lögðu fram fyrstu drög að reglum um félagslegt leiguhúsnæði í Dalvíkurbyggð. Leiðbeinandi reglur höfðu borist frá Velferðarráðuneytinu í lok október 2017 og var erindið tekið fyrir í félagsmálaráði 10. október 2017. Félagsmálaráð - 215 Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að vinna drög að reglunum og leggja fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitastjórnar. Er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

23.Atvinnumála- og kynningarráð - 31, frá 07.02.2018

Málsnúmer 1802004FVakta málsnúmer

  • Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 17.01.2018 var meðal annars bóka:

    ,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að leggja það til við sveitarstjórn að reglur til frumkvöðla og fyrirtækja, og þar af leiðandi styrkir samkvæmt þeim reglum, verði lagðar niður.

    Í endurskoðunarferli þessara reglna hefur ráðið aflað sér upplýsinga og gagna sem hafa varpað ljósi á ýmsa annmarka varðandi framkvæmd núgildandi reglna og því hefur ráðið komist að áðurnefndri niðurstöðu."


    Á 853. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 25.01.2018 var meðal annars bókað:

    ,,Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að reglurnar verði lagðar niður í núverandi mynd og að upplýsingafulltrúa sé falið að móta tillögur að stuðningi við frumkvöðla í Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundinum."

    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 31 Freyr Antonsson, formaður, leggur fram eftirfarandi tillögu:
    Atvinnumála- og kynningarráð óskar eftir því að ráðið komi að og móti tillögur í samvinnu við byggðaráð um stuðning við frumkvöðla í Dalvíkurbyggð.

    Ofangreind tillaga var borin upp til afgreiðslu og felld með þremur atkvæðum. Freyr greiðir atkvæði með tillögunni og Jón Steingrímur situr hjá þar sem hann var ekki viðstaddur síðasta fund og tók ekki þátt í þeim umræðum og telur sig því ekki nægilega upplýstan um málið.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 23.2 201709015 Fyrirtækjaþing 2018
    Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 17.01.2018 var meðal annars bókað:

    ,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að umfjöllunarefni á fyrirtækjaþingi verði markaðssetning.

    Ráðið stefnir að því að fyrirtækjaþingið verði haldið miðvikudaginn 28. febrúar kl. 13:00.

    Upplýsingafulltrúa er falið að vinna að dagskrá og leggja fyrir ráðið á næsta fundi þess."

    Upplýsingafulltrúi kynnti hugmynd að dagskrá þingsins.

    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 31 Atvinnumála- og kynningarráð líst vel á þær tillögur sem hafa komið fram og felur upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Síðastliðin 2 ár hefur verið unnið að gerð atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð en meðal annars hefur verið fjallað um hana í atvinnumála- og kynningarráði, umhverfisráði og veitu- og hafnaráði.

    Upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu málsins.

    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 31 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:

    Gerð atvinnumálastefnu komst á dagskrá í maí 2014, fyrst í atvinnumálanefnd og síðan í atvinnumála- og kynningarráði. Í nóvember 2015 komu upp hugmyndir um að Dalvíkurbyggð myndi setja sér auðlindastefnu og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að sameina þessar tvær stefnur og móta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.

    Á 759. fundi sínum þann 19. nóvember 2015 samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur fagsvið og fagráð. Byggðaráð lagði einnig til að starfsmenn ráðanna, ásamt sveitarstjóra, myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum. Þessi tilhögun var svo samþykkt á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2015.

    Atvinnuhluti stefnunnar er á lokastigum og áætlað er að ljúka honum í lok apríl 2018. Vinna við auðlindahluta stefnunnar er stutt á veg kominn og því óskar atvinnumála- og kynningarráð eftir því að veitu- og hafnaráð og umhverfisráð taki málið upp og taki afstöðu til þess hvort, og þá með hvað hætti, þau vilji koma að málinu.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfðardalshreppi og Dalvíkurbæ. Atvinnumála- og kynningarráð - 31 Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir tölvupóstur, sendur 24. janúar 2018, frá Snæþóri Arnþórssyni fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur. Í bréfinu óskar Skíðafélagið eftir aðkomu sveitarfélagsins að sameiginlegum markaðspakka til þess að auglýsa sveitarfélgið. Óskar Skíðafélagið eftir því að sveitarfélagið hafi frumkvæði að sameiginlegu átaki allra ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu með því að ráða markaðsstofu að verkefninu.

    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 31 Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Snæþóri fyrir innsent erindi.
    Nú þegar er Dalvíkurbyggð þátttakandi í ýmsum verkefnum er snúa að markaðssetningu svo sem Markaðsstofu Norðurlands og vefnum visittrollaskagi.is. Eins hefur sveitarfélagið tekið þátt í sameiginlegum auglýsingum með ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu. Þá greiðir sveitarfélagið fyrir auglýsingar í ýmsum ferðaþjónustubæklingum svo sem Á ferð um Ísland, Vegahandbókinni og Áningu.

    Framundan er vinna við gerð kynningarmyndbands um sveitarfélagið, í samstarfi við fjölmarga aðila, sem og að 28. febrúar næstkomandi verður haldið fyrirtækjaþing um markaðssetningu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Í starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir því að gera kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð.

    Til umræðu.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 31 Upplýsingafulltrúa er falið að útfæra nánar grunn fyrir kynningarmyndbandið ásamt því að leita tilboða hjá auglýsingastofum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

24.Atvinnumála- og kynningarráð - 30, frá 17.01.2018

Málsnúmer 1801009FVakta málsnúmer

  • Undir þessum lið mætti á fundinn Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður Dalvíkurbyggðar.

    Á 26. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað:
    ,,Í reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki kemur fram að endurskoða skuli reglurnar á fjögurra ára fresti og var það gert af atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar síðast í janúar 2012.

    Með fundarboði fylgdu fyrstu drög upplýsingafulltrúa að breytingum á reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki. Þær hafa einnig verið sendar Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar til yfirferðar.

    Unnið að breytingum og upplýsingafulltrúa falið að uppfæra reglurnar miðað við þær breytingar sem voru gerðar á fundinum ásamt því að fá umsögn lögfræðings."
    "

    Ásgeir Örn yfirgefur fundinn kl. 13:37.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 30 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að leggja það til við sveitarstjórn að reglur til frumkvöðla og fyrirtækja, og þar af leiðandi styrkir samkvæmt þeim reglum, verði lagðar niður.

    Í endurskoðunarferli þessara reglna hefur ráðið aflað sér upplýsinga og gagna sem hafa varpað ljósi á ýmsa annmarka varðandi framkvæmd núgildandi reglna og því hefur ráðið komist að áðurnefndri niðurstöðu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bára Höskuldsdóttir víkur af fundi kl. 14:07 vegna vanhæfis.

    Á 25. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:

    ,,Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Agnesar Önnu Sigurðardóttur, fyrir hönd Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 og Dalvíkurbyggðar, móttekin þann 5. september 2016.
    Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í umsóknina en frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.'


    Á 28. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:

    ,,Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu fram að næsta fundi."
    Atvinnumála- og kynningarráð - 30 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að ganga frá samningi við Bjórböðin ehf.

    Heildarupphæð þriggja ára samnings er kr. 7.755.971.

    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögunum og afgreiðslunni til byggðaráðs.

    Bára Höskuldsdóttir kemur aftur inn á fund kl. 14:18.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 24.3 201709017 Atvinnulífskönnun 2017
    Á 26. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:

    ,,Í nóvember 2015 lagði atvinnumála- og kynningarráð fyrir atvinnulífskönnun á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu. Niðurstöður hennar eru hluti af atvinnu- og auðlindastefnu sem nú er verið að vinna fyrir sveitarfélagið.

    Upplýsingafulltrúi lagði til að ráðist verði í álíka könnun aftur núna í nóvember 2017 og að sambærilegt form verði notað og í fyrri könnun til að fá samanburð.

    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að gerð verði atvinnulífskönnun á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu í nóvember 2017."

    Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 15. nóvember til 10. desember 2017.

    Fyrirtæki var í þessari könnun skilgreint þannig: Allir sem eru með starfsmenn á launaskrá eða eru starfsmenn hjá eigin fyrirtæki. Þannig voru til dæmis þau íþróttafélög sem eru með þjálfara á launum með í könnuninni.

    Sendur var kynningarpóstur um könnunina þar sem fram komu upplýsingar um tilgang og markmið hennar, fjölda spurninga og svo framvegis. Ítrekun var send út þrisvar á tímabilinu.

    Spurningalistinn var sendur á 149 fyrirtæki í sveitarfélaginu.
    Svör bárust frá 80 fyrirtækjum.
    Svarhlutfall er 54%.

    Heildarfjöldi spurninga í könnuninni er 32 eins og árið 2015.

    Valdemar Þór Viðarsson víkur af fundi vegna annarra starfa kl. 14:26.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 30 Upplýsingafulltrúi fer yfir niðurstöður atvinnulífskönnunar 2017.

    Atvinnumála- og kynningarráð þakkar fyrirtækjum fyrir góða þátttöku í könnuninni. Niðurstöður hennar verða birtar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar þegar skýrsla hefur verið unnin.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 24.4 201709015 Fyrirtækjaþing 2018
    Á 28. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var bókað:

    ,,Á síðasta fundi atvinnumála- og kynningarráðs var samþykkt að næsta fyrirtækjaþing ráðsins yrði haldið í febrúar 2018.

    Ráðið heldur áfram að ræða um möguleg umræðuefni þingsins. "
    Atvinnumála- og kynningarráð - 30 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að umfjöllunarefni á fyrirtækjaþingi verði markaðssetning.

    Ráðið stefnir að því að fyrirtækjaþingið verði haldið miðvikudaginn 28. febrúar kl. 13:00.

    Upplýsingafulltrúa er falið að vinna að dagskrá og leggja fyrir ráðið á næsta fundi þess.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.


    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

25.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 856, frá 15.02.2018.

Málsnúmer 1802011FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður d) sér liður á dagskrá.
Sveitarstjórn var búin að veita heimild til fullnaðarafgreiðslu v. liði a - c.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

    Á 301. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Til umræðu endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Dalvíkurbyggð.
    Umhverfisráð leggur til breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Svarfaðar- og Skíðadal sem auglýstar verða á heimasíðu sveitarfélagsins. Samþykkt með fimm atkvæðum."

    Breytingartillögunar varða þjóðveginn í Svarfaðardal en þar er Vegagerðin veghaldari. Ekki er gert ráð fyrir þessari auknu þjónustu og tilfallandi kostnaði í starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs fyrir árið 2018. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018 er gert ráð fyrir kr. 19.550.000 í snjómokstur og hálkueyðingu. Áætlað er að nú þegar sé búið að ráðstafa 10 m.kr. af þeirri upphæð.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur vék af fundi kl. 13:45.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 856 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umhverfisráðs til umfjöllunar að nýju. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Til upplýsingar: a) Sveitarfélagið hefur fengið sent gögn sem eru forsendur að uppgjörinu. b) Hlutdeild Dalvikurbyggðar í uppgjöri vegna Hafnasamlag Eyjafjarðar, er 63,49% eða kr. 506.081. c) Sótt hefur verið um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga." Upplýst var á fundinum að Lánasjóður sveitarfélaga hefur boðið skammtímalán til að brúa bilið til að hægt sé að standa skil á greiðslum í síðasta lagi 15. febrúar n.k. þar til langtímafjármögnun liggur fyrir. Dalvíkurbyggð ætlar að þiggja boð sjóðsins um brúarlán.
    Lagt fram til kynningar."

    a) Tekið fyrir endanlegt samkomulag á milli Brúar og Dalvíkurbyggðar um uppgjör á framlögum í Jafnvægissjóð, Lífeyrisaukasjóð og Varúðarsjóð, alls kr. 274.363.526.
    b) Tekið fyrir samkomulag á milli Brúar og Hafnasamlags Eyjfarðar bs. um uppgör á framlagi í Jafnvægissjóð, kr. 797.103. Fyrir liggur að sveitarfélögin Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og Hafnasamlag Norðurlands skipta með sér greiðslu í samræmi við skilabréf skilanefndar HSE frá 2. maí 2007.

    Dalvíkurbyggð greiðir 63,49%, Hafnasamlag Norðurlands 26,74% og Fjallabyggð 9,78%.

    c) Tekinn fyrir lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga nr. 1802_13 um lántöku að upphæð kr. 214.500.000 til 15 ára. Um er að ræða verðtryggt lán með breytilegum vöxtum, nú 2,65%. Um er að ræða lántöku vegna uppgjörs við Brú, samanber ofangreint. Í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 er gert ráð fyrir lántöku Aðalsjóðs að upphæð kr. 169.500.000 en skv. upplýsingum við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir að uppgjörsfjárhæðin við Brú yrði lægri.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 856 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint samkomulag á milli Brúar og Dalvíkurbygðgar um uppgjör á framlögum og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint samkomulag á milli Brúar og Hafnasamlags Eyjafjarðar um uppgjör á framlagi í Jafnvægissjóð og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.

    Byggðaráð með fullnaðarumboð frá sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir hér með samhljóða með 3 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 214.500.000 kr. til 15 ára, í samræmi við lánasamning nr. 1802_13 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið vegna uppgjörs við lífeyrissjóðinn Brú.
    Jafnframt er Bjarna Th. Bjarnasyni, sveitarstjóra, kt. 200864-4419 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalvíkurbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
    d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka 3/2018 við fjárhagsáætlun 2018 þar sem heimild Aðalsjóðs til lántöku er hækkuð úr kr. 169.500.000 í kr. 214.500.000, eða um kr. 45.000.000.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
    2. liður d) er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, bréf dagsett þann 8. febrúar 2018, þar sem fram kemur að skipaður hefur verið starfshópur til að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli með áherslu á þrífösun rafmagns. Leitað er til sveitarstjórna í landinu og þær beðnar um að veita upplýsingar um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi. Óskað er eftir að svar berist eigi síðar en 1. apríl 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 856 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs til úrvinnslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsett en móttekið í rafpóstu þann 12. febrúar 2012, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur" - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 856 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs og fræðsluráðs til umsagnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál. Óskað er eftir umsögn eigi síðar en 2. mars n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 856 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð fór ásamt sveitarstjóra, sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í heimsókn á skíðasvæðið í boði stjórnar Skíðafélags Dalvíkur, kl. 14:30.

    Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 4. október 2017, þar sem fram kemur að stjórn Skíðafélags Dalvíkur ákvað á fundi sínum þann 3. október s.l. að bjóða byggðaráði Dalvíkurbyggðar, íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs í heimsókn á skíðasvæðið.
    Byggðaráð þakkar gott boð og lætur stjórn Skíðafélags Dalvíkur vita sem fyrst hvaða dagur og tími muni henta."

    Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 15:30.

    Hlynur Sigursveinsson vék af fundi kl. 15:50.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 856 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er hún því lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

26.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855, frá 08.02.2018

Málsnúmer 1802006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
6. liður a)
6. liður b) sér liður á dagskrá.
10. liður.
  • 26.1 201705060 Leigusamningur Rimar
    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

    Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að leigusamningi um leigu á félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti ofangreind drög. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs komi með samningsdrögin aftur fyrir byggðaráð þegar búið er að skoða þær ábendingar sem fram komu á fundinum." Hlynur fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á samningsdrögunum á milli funda.
    Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir með fyrirvara um að frekari breytingar verði gerðar á drögunum."

    Hlynur gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar ofangreindan leigusamning á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar, dagsettur þann 1. júní 2017. Samningstíminn er til 1. september 2027.

    Hlynur vék af fundi kl. 13:24.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:25.

    Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
    "b) Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar, ráðning í starf í stað yfirhafnavarðar. Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:27. Fyrir liggur að yfirhafnavörður mun láta af störfum í enda febrúar 2018. Til umræðu ráðning starfsmanns Hafnasjóðs Dalvíkurbyggð í stað yfirhafnavarðar. Þorsteinn gerði grein fyrir í hvaða farvegi málið er. Þorsteinn vék af fundi kl. 13:55.
    Lagt fram til kynningar."

    Á 71. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Starfsmannamál.
    201801046

    Breytingar eru fyrirsjáanlegar á hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar, Gunnþór E. Sveinbjörnsson, yfirhafnavörður, mun láta af störfum 1. mars n.k. vegna aldurs því er brýnt að skoða starfmannamál Hafnasjóðs. Á síðasta fundi ráðsins ræddi sviðsstjóri þessi mál og fól ráðið honum að koma með tillögu næsta fund ráðsins.
    Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að fá á næsta fund ráðsins tillögu að starfslýsingum og skipurit starfsmanna Hafnasjóðs."

    Þorsteinn gerði grein fyrir í hvaða farvegi ofangreint mál er.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 13:45.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:45.

    Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir framvindu málsins milli funda byggðaráðs.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram."

    Tekið fyrir erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 5. febrúar 2017, fyrir hönd Guðraðar Ágústsonar og Freydísar Dönu Sigurðardóttur þar sem fram koma tillögur þeirra í tengslum við ef hesthús verði reist á annarri lóð en þau upprunalegu ætluðu.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur vék af fundi kl. 13:59.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Samkvæmt 130. gr sveitarstjórnarlaga, XIV. kafla. þá segir eftirfarandi um Málstefnu:
    "Sveitarstjórn mótar sveitarfélaginu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt táknmál. Þar skal koma fram að öll gögn liggi fyrir á íslensku svo sem kostur er og gerð grein fyrir heimilum undantekningum á þeirri reglu. Þar skulu settar reglur um notkun íslensks táknmáls og íslensks punktaleturs í gögnum og starfsemi sveitarfélagsins. Enn fremur skal koma fram hvaða gögn liggja að jafnaði fyrir í erlendum málbúningi og hvaða tungumál þar er um að ræða. Þá skal þar setja reglur um rétt íbúa af erlendum uppruna til samskipta við stofnanir sveitarfélagsins á annarri tungu en íslensku.
    Mál það sem er notað í starfsemi sveitarfélags eða á vegum þess skal vera vandað, einfalt og skýrt. "

    Til umræðu skipun vinnuhóps við gerð málstefnu fyrir Dalvíkurbyggð.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningum í 3 manna vinnuhóp sem hér segir:
    1 frá grunnskóla
    1 frá leikskóla
    1 frá félagsmálasviði
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
    "Til upplýsingar: a) Sveitarfélagið hefur fengið sent gögn sem eru forsendur að uppgjörinu. b) Hlutdeild Dalvikurbyggðar í uppgjöri vegna Hafnasamlag Eyjafjarðar, er 63,49% eða kr. 506.081. c) Sótt hefur verið um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga."

    Upplýst var á fundinum að Lánasjóður sveitarfélaga hefur boðið skammtímalán til að brúa bilið til að hægt sé að standa skil á greiðslum í síðasta lagi 15. febrúar n.k. þar til langtímafjármögnun liggur fyrir. Dalvíkurbyggð ætlar að þiggja boð sjóðsins um brúarlán.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:

    "Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að ganga frá samningi við Bjórböðin ehf. Heildarupphæð þriggja ára samnings er kr. 7.755.971. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögunum og afgreiðslunni til byggðaráðs.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs og felur upplýsingafulltrúa að ganga frá samningsdrögum og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög til umfjöllunar og afgreiðslu á milli Dalvíkurbyggðar og Bjórböðin ehf. sem er hvatasamningur til 3ja ára og heildar styrkfjárhæðin er kr. 7.755.971, fyrst kr. 4.123.600 árið 2018.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki 2/2018, að upphæð kr. 4.123.600 á deild 13810, lykill 9145. Viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.

    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Bjórböðin ehf um hvatagreiðslur. Liður b) er sér liður á dagskrá.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðulista bókhalds í samburði við gildandi fjárhagsáætlun 2017, janúar - desember. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun, dagsett þann 24. janúar 2018 en móttekið 29. janúar 2018, þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um meðfylgjandi tillögu að matsáætlun framkvæmdar AkvaFuture um 20.000 tonna laxeldi í lokuðum eldiskvíum í Eyjafirði. Óskað er eftir umsögn fyrir 12. febrúar n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 2. febrúar 2018 frá nefndasviði Alþings þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærsla (borgaralaun), 9. mál.
    Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 2. mars n.k.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir dreifibréf frá Ragnari Þ. Þóroddsyni, ódagsett en móttekið þann 5. febrúar 2018, þar sem gefinn er sá kostur að nafn og lógó fyrirtækis/stofnunar/sveitarfélags verði ritað á "Tablula Gratulatioria" blaðsíðu í bók um Brimar "Demanta Dalvíkur" sem kemur út um mitt árið 2018 til heiðurs hans arfleiðar. Gert er ráð fyrir að lágmarki kr. 50.000 sem endurgjald. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlag að upphæð kr. 100.000, vísað á lið 21010-4915. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnst ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnst afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

27.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 854, frá 01.02.2018

Málsnúmer 1801014FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
4. liður
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 19. jan,úar 2018 þar sem fram kemur að þann 1. mars n.k. mun Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra breyta verklagi sínu við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi, en þær breytingar varða nánar til tekið samskipti leyfisveitanda við umsagnaraðila. Eldra verklag verður lagt niður og umsóknir um rekstrarleyfi afgreiddar að liðnum 45 daga frestinum, óháð því hvort umsögnum hefur verið skilað eður ei, nema að umsagnaraðilar óski sérstaklega eftir fresti við leyfisveitanda, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Leyfisveitandi mun því framvegis ekki ganga á eftir svörum umsagnaraðila, eins og gert hefur verið, heldur afgreiða umsóknina á grundvelli fyrirliggjandi gagna og í samræmi við sett lög.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 854 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2018, þar sem ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að og sem starfað er eftir í dag, sem og afritum af umræddum samningum. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti. Er þess óskað að uppýsingarnar berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. mars nk. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 854 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og úrvinnslu í framkvæmdastjórn. Málið kæmi síðan aftur fyrir byggðaráð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 806. fundi byggðaráðs þann 21. desember 2016 var eftirfarandi bókað:

    "Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 6. desember, þar sem m.a. kemur fram að starfshópur um skoðun á skráningum upplýsinga um nemendur grunnskóla í rafræn upplýsingakerfi hefur lokið störfum en hópurinn var stofnaður hinn 3. nóvember 2015 í kjölfar álits Persónuverndar í máli nr. 2015/1203. Sveitarfélög eru hvött til að hefjast þegar handa við að aðlaga framkvæmd við skráningu og meðferð persónuupplýsinga í grunnskólum i samræmi við tillögur starfshópsins. Einnig kemur fram að á árinu 2018 er áætlað að ný persónuverndarlöggjöf taki gildi á Íslandi þegar ný reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd leysir af hólmi núgildandi löggöf. Þar sem sveitarfélög vinna með persónuupplýsingar hvetur Sambandið öll sveitarfélög til þess að hefja undirbúning vegna gildistöku laganna nú þegar. M.a er gert ráð fyrir að allar opinberar stofnanir hafi sérstakan persónuverndarfulltrúa.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til fræðsluráðs og UT-teymis."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi ofangreint verkefni, skref fyrir skref.

    Upplýst var á fundinum í hvaða farvegi vinnu Dalvíkurbyggðar er hvað varðar undirbúning fyrir nýja persónuverndarlöggjöf.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 854 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 94. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var samþykkt tillaga með 4 atkvæðum af 5 að gert verði ráð fyrir uppbyggingu á gervigrasvelli á íþróttasvæði UMFS í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára.

    Í samþykktri fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 er gert ráð fyrir á málaflokki 32 framlagi Dalvíkurbyggðar í uppbyggingu á heilum gervigrasvelli, alls 170 m.kr. - 40 m.kr. árið 2018 og 130 m.kr. árið 2019.

    Þann 24. janúar s.l. var fundur með forsvarmönnum UMFS, Kristjáni Ólafssyni og Birni Friðþjófssyni, en fundinn sátu sveitarstjóri og sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs, veitu- og hafnasviðs, fjármála- og stjórnsýslusviðs og fræðslu- og menningarsviðs. Ákveðið var að leggja til myndun stýrihóps um verkefnið.

    Eftirfarandi tillaga er um fulltrúa Dalvíkurbyggðar í hópnum:
    Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
    Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
    Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.

    Eftirfarandi tillaga hefur borist frá stjórn UMFS um fulltrúa félagsins í hópnum:
    Kristján Ólafsson
    Björn Friðþjófsson
    Jónína Guðrún Jónsdótir

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 854 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að fulltrúum í stýrishópinn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um fulltrúa Dalvíkurbyggðar í stýrihópnum.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 13:25.

    Til umræðu skipulag og framkvæmd á fyrirliggjandi framkvæmdum og viðhaldsverkefnum Eignasjóðs samkvæmt samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun 2018.

    Viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2018 nemur alls kr. 45.747.000.
    Framkvæmdir og fjárfestingar Eignasjóðs 2018 á vegum umhverfis- og tæknisviðs og stjórnar Eignasjóðs, sem er byggðaráð, nemur alls kr. 134.200.000. Einnig er gert ráð fyrir á áætlun kr. 3.157.000 í ýmis skilti og merkingar á árinu 2018.

    Börkur og Ingvar viku af fundi kl. 13.57.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 854 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 841. fundi byggðaráðs þann 19. október 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fundi byggðaráðs Kolbrún Pálsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir og Þorgerður Sveinbjarnardóttir frá Félagi eldri borgara, kl. 13:00. Samkvæmt samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Félags eldri borgara, frá 23. mars 2017, þá var stofnaður samráðsvettgangur þar sem gert er ráð fyrir a.m.k. 2 fundum á ári með byggðaráði og sviðsstjóra félagsmálasviðs. Tilgangurinn með samráðsvettvangi er að fulltrúar Félags eldri borgara og kjörnir fulltrúar ræði milliliðalaust um hagsmunamál eldri borgara. Fyrri fundur ársins fór fram 30. mars 2017. Farið yfir punkta frá eldri borgurum um áherslur og ábendingar. Ákveðið að byggðarráð fari á fund eldri borgara í janúar. Kolbrún, Elín Rósa og Þorgerður viku af fundi kl. 13:43.
    Lagt fram til kynningar."

    Kl. 14:00 fór byggðaráð í heimsókn til Félags eldri borgara í Mímisbrunn ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 854 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

28.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853, frá 25.01.2018.

Málsnúmer 1801011FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
4. liður
5. liður.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

    Á 850. fundi byggðaráðs var m.a. eftirfarandi samþykkt og bókað:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum og fá svör og upplýsingar frá Leikfélagi Dalvíkur og forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsettur þann 19. janúar 2018, þar sem fram kemur fyrirtækið býður kr. 30.000 á mánuði í leigu vegna Ungó og er tilbúið að endurskoða þá upphæð eftir fyrsta sumarið, ef um framhald verður að ræða, þegar reynsla er komin á þetta verkefni.

    Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir fundi sínum með forsvarsmönnum Leikfélags Dalvíkur þar sem fram kom að félagið er ekki tilbúið að gefa eftir októbermánuð.

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur vék af fundi kl. 13:30.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að gera samkomulag við Gísla, Eirík og Helga ehf. þar sem leiguverðið á mánuði verði kr. 30.000 fyrir utan rafmagn og hita. Byggðaráð undirstrikar að um tilraun er að ræða árið 2018.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að forsenda samnings við Gísla, Eirík og Helga ehf. er að fyrir liggi skriflegt samkomulag á milli Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf. um möguleg afnot af búnaði og eignum leikfélagsins.
    Drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Gísla, Eiríks og Helga ehf. komi síðan fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 299. fundi sveitarstjórnar þann 16. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir rafpóstur frá Brú lífeyrissjóði, dagsettur þann 4. janúar 2018, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að uppgjöri fyrir sveitarfélagið vegna breytinga á A-deildinni. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggðar fari yfir drögin og komi með ábendingar og athugasemdir. Samkvæmt uppgjörsdrögunum þarf Dalvíkurbyggð að greiða um 62,9 m.kr. í jafnvægissjóð, um 190,9 m.kr. í lífeyrisaukasjóð, og um 20,5 m.kr í varúðarsjóð, eða alls um 274 m.kr. Greiðslur eiga að berast eigi síðar en 31. janúar 2018. Einnig liggja fyrir drög að uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar, sem slitið var árið 2007. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð lýsir furðu sinni á skömmum afgreiðslufresti Brúar lífeyrissjóðs en uppgjörinu og stjórnsýslulegri meðferð skal vera lokið eigi síðar en 31. janúar 2018." Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu: „Sveitarstjórn felur byggðaráði heimild til fullnaðarafgreiðslu á uppgjöri sveitarfélagsins við Brú lífeyrissjóð og uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar við Brú lífeyrissjóð. Jafnframt felur sveitarstjórn byggðaráði heimild til fullnaðarafgreiðslu vegna lántöku allt að 214.500.000,- til að mæta þessu uppgjöri fyrir 15. febrúar 2018.“
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar."

    Til upplýsingar:
    a) Sveitarfélagið hefur fengið sent gögn sem eru forsendur að uppgjörinu.
    b) Hlutdeild Dalvikurbyggðar í uppgjöri vegna Hafnasamlag Eyjafjarðar, er 63,49% eða kr. 506.081.
    c) Sótt hefur verið um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00.

    Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 17. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Bára Höskuldsdóttir víkur af fundi kl. 14:07 vegna vanhæfis. Á 25. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað: ,,Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Agnesar Önnu Sigurðardóttur, fyrir hönd Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 og Dalvíkurbyggðar, móttekin þann 5. september 2016. Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í umsóknina en frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.' Á 28. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað: ,,Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu fram að næsta fundi."
    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að ganga frá samningi við Bjórböðin ehf. Heildarupphæð þriggja ára samnings er kr. 7.755.971. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögunum og afgreiðslunni til byggðaráðs. Bára Höskuldsdóttir kemur aftur inn á fund kl. 14:18."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs og felur upplýsingafulltrúa að ganga frá samningsdrögum og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 17. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið mætti á fundinn Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður Dalvíkurbyggðar. Á 26. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Í reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki kemur fram að endurskoða skuli reglurnar á fjögurra ára fresti og var það gert af atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar síðast í janúar 2012. Með fundarboði fylgdu fyrstu drög upplýsingafulltrúa að breytingum á reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki. Þær hafa einnig verið sendar Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar til yfirferðar. Unnið að breytingum og upplýsingafulltrúa falið að uppfæra reglurnar miðað við þær breytingar sem voru gerðar á fundinum ásamt því að fá umsögn lögfræðings." " Ásgeir Örn yfirgefur fundinn kl. 13:37.
    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að leggja það til við sveitarstjórn að reglur til frumkvöðla og fyrirtækja, og þar af leiðandi styrkir samkvæmt þeim reglum, verði lagðar niður. Í endurskoðunarferli þessara reglna hefur ráðið aflað sér upplýsinga og gagna sem hafa varpað ljósi á ýmsa annmarka varðandi framkvæmd núgildandi reglna og því hefur ráðið komist að áðurnefndri niðurstöðu."

    Til umræðu ofangreint.

    Margrét vék af fundi kl. 14:31.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að reglurnar verði lagðar niður í núverandi mynd og að upplýsingafulltrúa sé falið að móta tillögur að stuðningi við frumkvöðla í Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekin fyrir árskorun Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 22. janúar 2018, vegna uppbyggingar á Akureyrarflugvelli til millilandaflugs.

    Þar segir m.a.:
    "Markaðsstofa Norðurlands skorar á stjórnvöld að tryggja strax fjármagn til þess að kaupa og setja upp ILS aðflugsbúnað fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli. Jafnframt að gerð verði áætlun, og hún fjármögnuð, um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli til framtíðar svo hann geti þjónað hlutverki sínu sem varaflugvöllur og millilandaflugvöllur Norðurlands. Það felur m.a. í sér stækkun flugstöðvarinnar, stækkun flughlaðsins og að tryggja að flugvöllurinn sé sem best tækjum búinn."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda áskorun Markaðsstofu Norðurlands. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda áskorun Markaðsstofu Norðurlands.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 16. janúar 2018, þar sem Sambandið hvetur íslenskar sveitarstjórnir og þá sem bera ábyrgð á og hafa umsjón með innkaupamálum sveitarfélaga til að kynna sér skýrslu Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsisn á haustfundi 2017 sem varpar ljósi á þær hliðar innkaupamála sem krefjast sérstakrar árverkni gagnvart spillingu og misnotkun og bendir á úrræði til að sporna við slíku framferði. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. desember 2017 þar sem fram kemur að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir landsins til að ræða leiðir gegn kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum og á vinnustöðum sveitarfélaga. Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, fjallaði á stjórnarfundi þess um frumkvæði stjórnmálakvenna „Í skugga valdsins“ og mikilvægi þess að sveitarfélög láti sig málið varða.Var á stjórnarfundinum einnig bent á nauðsyn þess, að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda sé slík hegðun ólíðandi með öllu.

    Dalvíkurbyggð er nú þegar með aðgerðaráætlun vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni, og er hún hluti af Mannauðsstefnu Dalvikurbyggðar, en markmið áætlunarinnar er að vinna á móti einelti, kynferðislegri áreitni og annarri ótilhlýðlegri háttsemi á vinnustað.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela teymi Dalvíkurbyggðar gegn einelti og kynferðislegu áreitni að yfirfara aðgerðaráætlun sveitarfélagsins með tilvísan í ofangreinda hvatningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélga.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 17:23.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs