Málsnúmer 201609031Vakta málsnúmer
Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
" Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að ganga frá samningi við Bjórböðin ehf. Heildarupphæð þriggja ára samnings er kr. 7.755.971. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögunum og afgreiðslunni til byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs og felur upplýsingafulltrúa að ganga frá samningsdrögum og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög til umfjöllunar og afgreiðslu á milli Dalvíkurbyggðar og Bjórböðin ehf. sem er hvatasamningur til 3ja ára og heildar styrkfjárhæðin er kr. 7.755.971, fyrst kr. 4.123.600 árið 2018.
Niðurstaða a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki 2/2018, að upphæð kr. 4.123.600 á deild 13810, lykill 9145. Viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.
Enginn tók til máls.