Á 301. fundi umhverfisráðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 30. nóvember 2017 með athugasemdafresti til 12. janúar 2018. Athugasemdir bárust frá fjórum aðilum á auglýsingatíma, þar af var ein þeirra í formi undirskriftalista frá íbúum Túnahverfisins. Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
Umhverfisráð samþykkir deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og ásamt húsakönnun og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.