Sveitarstjórn

297. fundur 21. nóvember 2017 kl. 16:15 - 17:16 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Tillaga að álagningu útsvars 2018

Málsnúmer 201711044Vakta málsnúmer

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að álagningu útsvars fyrir árið 2018 en lagt er til að álagningarprósentan verði óbreytt frá árinu 2017 eða 14,52%, sbr. frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta vegna útsvars fyrir árið 2018 verði 14,52%."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að álagningarprósenta útsvars vegna ársins 2018 verði óbreytt frá árinu 2017, hámarksútsvar, eða 14,52%.

2.Sveitarstjórn - 296, frá 07.11.2017.

Málsnúmer 1711002FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021. Síðari umræða.

Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 296. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember s.l. var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn og samþykkt að vísa fjárhagsáætluninni til umræðu í byggðaráði á milli umræðna í sveitarstjórn. Tillögur um breytingar á milli umræðna:

a) Á 844. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað og samþykkt: Á 95. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað: 'Tekin var fyrir ábending frá Bessa og Orra á Ingvörum varðandi hjólabrettagarð. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir ábendinguna. Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði sl. vor til umræðu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 hugmyndum um hjólabraut. Í vinnu við fjárhagsáætlun á síðasta fundi ráðsins misfórst að fjalla um þetta mál og óskar því íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að sveitarstjórn kanni hvort hægt verði að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Kostnaður við slíka braut er áætlaður kr. 5.900.000' Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 13:54. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og leggur til að bætt verði við fjárhagsáætlun 2018 kr. 5.900.000 á deild 32.

b) Beiðni frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um viðbótarlaun á deild 06500 vegna afleysingar í forföllum, sjá meðfylgjandi. Í rafpósti dagsettur þann 10. nóvember 2017 frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa kemur fram beiðni um að gert sé ráð fyrir launum vegna afleysingar í forföllum í allt að 6 mánuði á deild 06500; Íþróttamiðstöð. Samkvæmt útreikningum launafulltrúa þá er áætlaður kostnaður vegna afleysinga kr. 1.726.524.

c) Breytingar á launum í leikskóla v. kjarasamnings. Vegna breytinga á launakjörum starfsmanna í leikskólanum Krílakoti vegna leiðréttinga skv. kjarasamningi þá er áætluð hækkun skv. launaáætlunarkerfi kr. 694.378, deild 04140.

d) Ný Þjóðhagsspá. Tekið fyrir minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 13. nóvember 2017, er varðar endurskoðaða þjóðhagsspá í nóvember 2017. Fram kemur m.a. að áætluð verðbólga ársins 2018 er nú 2,9% en var áður 2,7%.

e) Bílamál sveitarfélagsins. Til umræðu.


b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að viðbótarlaunakostnaði vegna afleysinga í forföllum verði bætt við deild 06500 kr. 1.726.524.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerð verði breyting á launakostnaði leikskólans Krílakots að upphæð kr. 694.378, deild 04140.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að áætlun verðbólgu fyrir árin 2018-2021 verði í samræmi við nýjustu þjóðhagsspá.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir upplýsingum frá sviðsstjórum um þarfagreiningu vegna bílamála sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að halda utan um upplýsingaöflun og greiningu. "

Til máls tók:

Bjarni Th. Bjarnason, sem gerði grein fyrir breytingum á frumvarpi að fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 milli umræðna í sveitarstjórn.


Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta:
2018: Kr. 90.469.000 jákvæð.
2019: Kr. 119.046.000 jákvæð.
2020: Kr. 120.645.000 jákvæð.
2021: Kr. 122.121.000 jákvæð.

Rekstrarniðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður):
2018: Kr. 68.899.000 jákvæð.
2019: Kr. 87.493.000 jákvæð.
2020: Kr. 83.408.000 jákvæð.
2021: Kr. 82.873.000 jákvæð.

Fjárfestingar Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 267.307.000.
2019: Kr. 267.415.000.
2020: Kr. 107.690.000
2021: Kr. 125.270.000

Lántaka Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 169.500.000 vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
2019: Kr. 0
2020: Kr. 0
2021: Kr. 0

Afborgun langtímalána Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 118.175.000
2019: Kr. 100.385.000
2020: Kr. 79.228.000
2021: Kr. 80.468.000.

Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 302.740.000
2019: Kr. 340.920.000
2020: Kr. 346.175.000
2021: Kr. 351.484.000

Einnig tóku til máls:

Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir að fulltrúar J-listans sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2018 og þriggja ára áætlunar 2019-2021 með vísan til fyrri bókana.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum tillögu að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021, Guðmundur St. Jónsson og Valdís Guðbrandsdóttir sitja hjá.

4.Frá 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017; Athugasemd vegna leyfis hesthúsbyggingar við Árskóg - undirskriftarlisi frá íbúum Hauganess

Málsnúmer 201710049Vakta málsnúmer

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Íbúafundur var haldinn í félagsheimilinu Árskógi miðvikudaginn 8. nóvember s.l. vegna óska íbúa á Árskógsströnd sem hafa efasemdir um áform eigenda í Árskógi um byggingu hesthúss. https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/ibuafundur-i-arskogi Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að búið sé því að verða við ósk íbúa um íbúafund og erindinu því svarað."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að búið sé að verða við ósk íbúa á Árskógsströnd um íbúafund og erindið sé því afgreitt.

5.Frá 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017; Tillaga stjórnar um að leggja Fræðslusjóð Dalvíkurbyggðar niður

Málsnúmer 201711050Vakta málsnúmer

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá formanni stjórnar Fræðslusjóðs Dalvíkurbyggðar, dagsettur þann 14. nóvember 2017, þar sem fram kemur eftirfarandi: "Stjórn fræðslusjóðs hefur samþykkt á fundi sínum 10. nóv. 2017 að óska eftir að sjóðurinn verði lagður niður og fé sjóðsins lagt til kaupa á námsgögnum og eða tækjum til fræðslumála í leik- og grunnskólum í Dalvíkurbyggð." Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til sveitarstjórnar. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kalla eftir tillögum frá skólastjórnendum varðandi ráðstöfun sjóðsins og leggja fyrir fræðsluráð. "

Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu stjórnar Fræðslusjóðs Dalvíkurbyggðar sem er svohljóðandi:
"Stjórn fræðslusjóðs hefur samþykkt á fundi sínum 10. nóv. 2017 að óska eftir að sjóðurinn verði lagður niður og fé sjóðsins lagt til kaupa á námsgögnum og eða tækjum til fræðslumála í leik- og grunnskólum í Dalvíkurbyggð."

b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðarráðs um að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kalla eftir tillögum frá skólastjórnendum varðandi ráðstöfun sjóðsins og leggja fyrir fræðsluráð.

6.Frá 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017; Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2017

Málsnúmer 201711051Vakta málsnúmer

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir áætluð framlög frá Jöfnunarsjóði, annars vegar skv. upplýsingum á vef Jöfnunarsjóðs og hins vegar skv. gildandi fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017. Samkvæmt fyrirliggjandi forsendum má gera ráð fyrir að áætluð framlög 2017 í deild 00100 verði um 26,3 m.kr. hærri en áætlun, nettó. Einnig liggur fyrir að gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna liða 02180-0170 og 04240-0190 eða alls tekjur að upphæð kr. 3.720.000 sem falla ekki til.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 25 / 2017 við fjárhagsáætlun 2017 samkvæmt ofangreindu, til hækkunar á handbæru fé. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 25/2017 við fjárhagsáætlun 2017 þannig að áætluð framlög Jöfnunarsjóðs í deild 00100 verði um 26,3 m.kr. hærri en áætlun og að gerðar verði breytingar á liðum 02180-0170 og 04240-0190 eða alls tekjur að upphæð kr. 3.720.000 sem falla ekki til, sbr. ofangreindar forsendur sem fylgja fundarboði. Tekjuaukinn kemur til hækkunar á handbæru fé.

7.Frá 297. fundi umhverfisráðs þann 07.11.2017; Deiliskipulag Hóla og Túnahverfis, Dalvík

Málsnúmer 201710029Vakta málsnúmer

Á 297. fundi umhverfisráðs þann 7.11.2017 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillögu 1 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa framlagða tillögu 1 að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinargerð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Frá 95. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 07.11.2017; Gjaldskrá íþrótta- og æskulýðsmál 2018

Málsnúmer 201711011Vakta málsnúmer

Á 95. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var eftirfarandi bókað:

"Íþrótta- og æskulýðsráð tók fyrir gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og félagsmiðstöðvar. Gjaldskráin tekur breytingum miðað við neysluverðsvísitölu. Gerðar voru smávægilegar breytingar til að rúna af vísitöluhækkun."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ofangreind tillaga að gjaldskrá.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar 2018 og Félagsmiðstöðvar 2018.

9.Tillaga að álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu 2018

Málsnúmer 201711045Vakta málsnúmer

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2018. a) Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára. b) Fyrir liggur tillaga frá umhverfisráði um hækkun á sorphirðugjaldi um 5,6% eða úr kr. 40.192 per íbúð í kr. 42.443 per íbúð. c) Veitu- og hafnaráð hefur ekki fjallað um gjaldskrár vegna vatnsveitu og fráveitu en skv. meðfylgjandi drögum þá liggur fyrir hver breytingin yrði miðað við hækkun á byggingavísitölu nóvember - september, eða 3,19%. Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli áranna 2017 og 2018. b) Byggðaráð frestar umfjöllun um gjaldskrár vatnsveitu og fráveitu þar til endanleg tillaga liggur fyrir. c) Byggðaráð óskar eftir útreikningum og skýringum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á tillögu um hækkun á sorphirðugjaldi sem og áætlun á kostnaði vegna sorphirðu. Byggðaráð óskar eftir að fá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund til að fara yfir ofangreint. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að álagning fasteignaskatts og lóðarleigu vegna ársins 2018 verði eftirfarandi:


Fasteignaskattur A 0,50% af fasteignamati húss og lóðar (var 0,50% árið 2017).
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).

Lóðarleiga
Lóðarleiga íbúðahúsalóða 1,28% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga atvinnulóða 2,90 % af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).

10.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 844, frá 09.11.2017

Málsnúmer 1711005FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
5. liður.
6. liður.
  • 10.1 201710070 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 844
  • 10.2 201709004 Nýting Ungó
    Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum lið, kl. 13:23.

    Á 839. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 13:00. Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 samþykkti byggðaráð eftirfarandi: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Leikfélags Dalvíkur á fund sem og að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. á fund. Byggðaráð óskar eftir að fá áætlun frá Eignasjóði um kostnað vegna endurnýjunar á klósettaðstöðu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingafulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf." Fulltrúar Leikfélags Dalvíkur komu á fund byggðaráðs 14. september s.l. Tekinn fyrir rafpóstur frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsettur þann 1. september 2017, þar sem fram kemur að óskað er eftir að tekið verði tillit til eftirfarandi tillagna vegna fjárhagsáætlunar 2018. Um er að ræða sömu tillögur og árið áður, sbr. málsnr. 201609017. Tillögur frá forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf.; 1. Farið verði í endurnýjun snyrtinga í andyri Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra. Undirrituð lýsa sig tilbúin til þátttöku í kostnaði/vinnu gegn áframhaldandi samningi um afnot af andyri/snyrtingum. 2. Undirrituð hafa áður viðrað hugmyndir um að búa til glugga milli sýningarrýmis Ungo (bíósýningarsals) yfir í setustofu Bakkabræðra á efri hæð kaffihúss Bakkabræðra. Óskað er eftir þvi að farið verði í þessa framkvæmd og eru untirrituð tilbúin til viðræðna um útfærslu og þáttöku í kostnaði. Til umræðu ofangreint. Kristín Aðalheiður, Bjarni, Ingvar, Börkur Þór og Hlynur viku af fundi kl.13:40.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að funda með forsvarmönnum Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf. og ræða meðal annars nýtingu á Ungó og samningamál."

    Sveitarstjóri og sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerðu grein fyrir fundi sínum með forsvarsmönnum Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 844 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leggja fyrir byggðaráð drög að auglýsingu varðandi útleigu á Ungó utan starfstíma Leikfélags Dalvíkur sem og drög að samningi við Leikfélag Dalvíkur og drög að samningi við mögulegan leigutaka að Ungó fyrir utan starfstíma Leikfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 95. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Tekin var fyrir ábending frá Bessa og Orra á Ingvörum varðandi hjólabrettagarð. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir ábendinguna. Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði sl. vor til umræðu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 hugmyndum um hjólabraut. Í vinnu við fjárhagsáætlun á síðasta fundi ráðsins misfórst að fjalla um þetta mál og óskar því íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að sveitarstjórn kanni hvort hægt verði að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Kostnaður við slíka braut er áætlaður kr. 5.900.000"

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur vék af fundi kl. 13:54.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 844 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og leggur til að bætt verði við fjárhagsáætlun 2018 kr. 5.900.000 á deild 32. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 10.4 201504045 Málefni "Gamla skóla"
    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 14:01.

    Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:
    "Á 765. fundi byggðaráðs þann 21. janúar 2016 var fjallað um málefni er varðar sölu og leigu á fasteignum í eigu Dalvíkurbyggðar og tillögur vinnuhóps sem byggðaráð og síðan sveitarstjórn samþykktu. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga vinnuhópsins (vinnugögn) en fyrir liggur að flestar tillögur vinnuhópsins hafa verið framkvæmdar eða þær eru í vinnslu. Með fundarboði fylgdi einnig: Skýrsla vinnuhóps um nýtingu húsnæðis Gamla skóla. Málsnr. 201511067. Skýrsla vinnuhóps um framtíðarnýtingu Ungós. Málsnr. 201506051. Skýrsla vinnuhóps um eflingu og framtíð Árskógarskóla. Málsnr. 201512115. Til umræðu ofangreint. Eftirfarandi er lagt til: a) Hvað varðar "Gamla skóla" þá er ca. 70% húsnæðisins í eigu ríkisins og ca. 30% í eigu Dalvíkurbyggðar. Á fundi framkvæmdarstjórnar 08.05.2017 var rætt um að fá óháðan aðila til að gera viðhaldsáætlun, síðan yrði fasteignasali fenginn til að gera verðmat á eigninni og í framhaldinu þá yrði stefnt að því að óska eftir hugmyndum frá íbúum hvað varðar ráðstöfun á húsnæðinu.a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu hvað varðar "Gamla skóla" að höfðu samráði við ríkið."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi áætlun unnin af AVH dagsett í október 2017, er varðar mat á þörf á viðhaldi og endurbótum á "Gamla skóla".

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 844 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda erindi til ríkisins um húsnæðið í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Þann 18. október s.l. var auglýst til leigu Gæsluvallarhúsið við Svarfaðarbraut á Dalvík. Óskað var eftir tilboði í leiguna og var fresturinn til 1. nóvember s.l.

    Tvö tilboð bárust:
    1. Vignir Þór Hallgrímsson og Margrét Víkingsdóttir, kr. 15.000 á mánuði með hita og rafmagni. Notkun: Vinnustofa.
    2. Dagur Óskarsson, kr. 20.000 - kr. 30.000 á mánuði.Endanleg útfærsla kostnaðar myndi vera samningsatriði m.t.t. hita, rafmagns og aðkallandi viðhalds. Ef til þess kæmi, þá er Dagur enn fremur reiðubúinn að sinna lagfæringum/viðhaldi á húsnæðinu eftir aðstæðum. Notkun: Hönnun og smíði á handgerðum skíðum.

    Til umræðu ofangreint.

    Ingvar vék af fundi kl.14:39.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 844 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að semja við hæstbjóðanda, Dag Óskarsson, um leigu í allt að 12 mánuði með fyrirvara um að starfsemin valdi ekki nágrönnum ónæði. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 14:41.

    Þorsteinn kynnti niðurstöðu úr verðkönnun vegna fyllingu við Austurgarð Dalvíkurhafnar:

    Árni Helgason ehf
    25.400.000
    100,0%

    Steypustöðin Dalvík ehf
    27.600.000
    108,7%

    Dalverk eignarhaldsfélag ehf 31.260.000
    123,1%

    boðið efni frá Ytra-Hvarfi
    Dalverk eignarhaldsfélag ehf 33.760.000
    132,9%


    Kostnaðaráætlun var kr. 28.600.000.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 14:45.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 844 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Árna Helgason ehf, með fyrirvara um umsögn veitu- og hafnaráðs. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2017 vegna janúar - september. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 844 Byggðaráð óskar eftir nánari skýringum stjórnenda á nokkrum deildum í rekstrinum í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 31. október 2017, þar sem kynnt er framvindan í verkefninu Arctic Coast Way. 17 sveitarfélög eru nú tengd verkefninu. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 844 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Dómsmálaráðuneytinu, dagsett þann 30. október 2017, þar sem kynnt er samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um greiðslur til sveitarfélaga vegna starfa undirkjörstjórna og kjörstjórna auk kostnaðar við húsnæði til kjörfunda, kjörkassa og önnur áhöld vegna kosninga til Alþingis þann 28. október s.l.:


    1. Fyrir hvern kjósanda á kjörskrá eins og fjöldi þeirra var í lok kjördags SBR. 27. gr. laga nr. 24/2000 646 krónur.
    2. Fyrir hvern kjörstað sem sveitarstjórn ákvað skv. 1. mgr. 68. gr. laga nr. 24/2000 481.000 krónur.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 844 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 27. október 2017, þar sem kynnt er dagskrá aðalfundar Eyþings sem haldinn verður á Siglóhóteli Siglufirði 10. og 11. nóvember n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 844 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 300 frá 25. október 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 844 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 853 frá 27. otkóber 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 844 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 30. október 2017, þar sem tilkynnt er að hlutdeild Dalvíkurbyggðar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,684% og greiðsla ársins þann 31. október verður þá hlutfall af 50 m.kr. eða kr. 842.000. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 844 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram í sveitarstjórn.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 69, frá 09.11.2017

Málsnúmer 1711008FVakta málsnúmer

  • 11.1 201702027 Fundargerðir 2017
    Fyrir fundinum lá fundargerð 398. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 25. október sl. Í viðhengi með rafpósingum var hluti úr skýrslu Samtaka Iðnaðarins þar sem fjallað er um ástand hafna. Fram kom að skýrsluna í heild má finna á vefsíðu Samtaka iðnaðarins. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 69 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Vegna erfiðleika með dýptkun, en það efni sem upp kom átti að nota til landfyllingar, var ákveðið að fara í verðkönnun á milli verktaka til þess að ljúka þeim verkþætti sem lítur að landfyllingu verkefnisins. Þessi leið var farin með samráði við siglingarsviði Vegagerðar ríkins. Þrjú tilboð bárust, þau voru:

    Árni Helgason ehf
    25.400.000 100,0%
    Steypustöðin Dalvík ehf
    27.600.000 108,7%
    Dalverk eignarhaldsfélag ehf
    31.260.000 123,1%
    Dalverk eignarhaldsfélag ehf
    33.760.000 132,9%
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 69 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að gengið sé að tilboði lægstbjóðanda Árna Helgasonar ehf. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Síðasti liðurinn var skoðunarferð þar sem framkvæmdir ársins voru skoðaðar. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 69 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

12.Umhverfisráð - 297, frá 07.11.2017

Málsnúmer 1711004FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður sér liður á dagskrá.
4. liður.
7. liður.
8. liður, afgreiðsla á byggingaleyfi.
9. liður, afgreiðsla á byggingaleyfi.
  • Til umræðu og afgreiðslu umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar
    Valur Þór Hilmarsson koma inn á fundinn undir þessum lið kl 08:20
    Umhverfisráð - 297 Ráðið þakkar fyrir vel unnin störf og felur umhverfisstjóra að gera þær lagfæringar sem bent var á á fundinum.
    Valur Þór vék af fundi kl. 08:50
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu gjalskrá sorphirðu 2018 og mögulega breytingar á fyrirkomulag hirðingar á endurvinnsluefni.
    Undir þessum lið koma Helgi Pálsson frá Gámaþjónustunni kl. 09:00.
    Umhverfisráð - 297 Ráðið þakkar Helga fyrir greinargóðar upplýsingar og leggur til að losun á endurvinnslutunnu verði aukin á árinu 2018 í 2 losanir í mánuði í stað einnar. Ráðið leggur því til 5,6% hækkun á gjaldskrá sorphirðu 2018 til að mæta þessum aukna kostnaði.
    Ráðið leggur áherslu á að mikilvægt er að kynna þær reglur sem gilda um flokkun í Dalvíkurbyggð og ákveðið var að Helgi kæmi með erindi á fyrirhugaðan íbúafund um flokkun sorps.
    Helgi Pálsson vék af fundi kl. 09:40
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð. Umhverfisráð - 297 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillögu 1 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • 12.4 201711004 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 31. október 2017 óskar Einar Ísfeld Steinarsson eftir lóðinni Skógarhólar 10, Dalvík. Umhverfisráð - 297 Umhverfisráð samþykkir að veita Einari Ísfeld Steinarssyni lóð nr. 10 við Skógarhóla og felur sviðsstjóra að útbúa lóðarleigusamning.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Heiða Hilmarsdóttir.
    Bjarni Th. Bjarnason.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Drög að deiliskipulagi Lokastígsreits lögð fram til umræðu. Umhverfisráð - 297 Umhverfisráð leggur til samkvæmt umræðum á fundinum að tillaga A verði útfærð nánar fyrir næsta fund ráðsins.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Erindi frá Minjastofnun vegna umsókna um verndarsvæði í byggð. Umhverfisráð - 297 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 31. október 2017 óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir byggingarleyfi vegna niðurrifs á geymslu mhl 02 við félagsheimilið Árskógi. Umhverfisráð - 297 Ráðið felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 10.10.2017 óskar Sigurður Jónsson eftir byggingarleyfi að Ölduhæð í landi Skáldalækjar-ytri samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Erindinu frestað á 296. fundi ráðsins.
    Umhverfisráð - 297 Ráðið gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Ráðið lýsir yfir undrun sinni á að þegar sé búið að tengja hýsið veitukerfum sveitarfélagsins áður en umbeðið byggingarleyfi hefur verið veitt.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Heiða Hilmarsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar afgreiðslu á byggingarleyfinu.
  • Með innsendu erindi dags. 10.10.2017 óskar Filippía S. Jónsdóttir eftir byggingarleyfi að Sæbakka í landi Skáldalækjar-ytri samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Erindinu frestað á 296. fundi ráðsins.
    Umhverfisráð - 297 Ráðið felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi, en vísar í umsögn slökkvilisstjóra er varðar brunavarnir.
    "Til að frístundahús með þessu byggingalagi fái lokaúttekt þarf að klæða það að innan með klæðningu í flokki 1 t,d, gips, ellegar skipta út einangrun."
    Ráðið lýsir yfir undrun sinni á að þegar sé búið að tengja hýsið veitukerfum sveitarfélagsins áður en umbeðið byggingarleyfi hefur verið veitt.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Heiða Hilmarsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar afgreiðslu á byggingarleyfinu.
  • Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.

    Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til fullnægjandi gögn lágu fyrir.
    Umhverfisráð - 297 Þar sem minnisblað lögmanns sveitarfélagsins barst meðan á fundi stóð var ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar innsent erindi Hjörleifs Hjartarssonar dags. 3. nóvember 2017 varðandi Friðland Svarfdæla Umhverfisráð - 297 Frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram í sveitarstjórn.

13.Landbúnaðarráð - 114, frá 16.11.2017

Málsnúmer 1711009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
4. liður.
  • Til kynningar fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurdeildar 2017 og innsendur reikningur vegna fjallskila. Landbúnaðarráð - 114 Landbúnaðarráð gerir athugasemdir við niðurröðun dagsverka og felur sviðsstjóra að boða fjallskilastjóra á næsta fund ráðsins.
    Ráðið gerir einnig athugasemdir við innsendan reikning.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar og umræðu gangnaseðill fyrir Dalvíkurdeild 2017. Landbúnaðarráð - 114 Landbúnaðarráð gerir athugasemdir við gangnaseðilinn og felur sviðsstjóra að boða fjallskilastjóra á næsta fund ráðsins.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu endurrit úr fundargerð Fjallskilastjórnar Fjallabyggðar er varðar sauðfjárveikivarnir sem barst sveitarfélaginu dags. 17. október 2017. Landbúnaðarráð - 114 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar vill árétta að umræddur fjárbóndi tilheyrir Dalvíkurdeild, en Vámúli(Ólafsfjarðarmúli) er afréttur Dalvíkurdeildar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að umræddur fjárbóndi sleppi sínu fé í múlann. Engin fjárbóndi í Svarfdæladeild sleppir sínu fé í múlann enda hafa þeir ekki heimild til þess. Ráðið vill benda á að víðar er greiðari leið fyrir fé úr Dalvíkurdeild yfir fjallgarðinn milli Dalvíkurdeildar og Fjallabyggðar. Ráðið vill einnig benda á að Héraðsdýralæknir er yfirmaður hvað varðar sauðfjárveikivarnir en ekki sveitarfélögin.
    Afrit af þessari bókun send fjallskilastjórn Fjallabyggðar og héraðsdýralækni.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 13.4 201710104 Umsókn um búfjárleyfi
    Með innsendu erindi dags. 27. október 2017 óskar Sævaldur Jens Gunnarsson eftir búfjárleyfi fyrir 4 hross. Landbúnaðarráð - 114 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Til umræðu vinna og fyrirkomulag endurnýjunar á fjallgirðingu á Árskógsströnd Landbúnaðarráð - 114 Ráðið felur sviðsstjóra að kynna tillögur að samkomulagi við umræddan landeiganda samkvæmt umræðum á fundinum sem í framhaldinu verður lagt fyrir ráðið á næsta fundi.
    Ráðið felur einnig sviðsstjóra að ganga frá yfirlýsingu samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru sem tekin verður fyrir á næsta fundi til samþykktar.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu innsent erindi dags. 3. nóvember 2017 frá Prima lögmönnum fyrir hönd Freydísar Dönu Sigurðardóttur vegna umsóknar um búfjárleyfi að Árskógi 1, 621 Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð - 114 Á 113. fundi landbúnaðarráðs þann 14. september síðastliðinn var eftirfarandi bókað
    "Landbúnaðarráð sér sér ekki fært að verða við umsókn um búfjárleyfi þar sem umsækjandi uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru í samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð frá 2013.

    Landbúnaðarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn og umhverfisráð að fyrirhuguð staðsetning á hesthúsbyggingu og leigusamningar um land til beitar verði nú þegar tekið til endurskoðunar. Ráðið telur að það land sem þegar hefur verið leigt henti ekki til beitar og hefði ekki komið til úthlutunar ef leitað hefði verið álits landbúnaðarráðs."

    Ráðið getur ekki séð að forsendur til veitingar búfjárleyfis hafi breyst og engin gögn borist ráðinu vegna þessa.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

14.Íþrótta- og æskulýðsráð - 95, frá 07.11.2017

Málsnúmer 1711003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu;
5. liður sér mál á dagskrá.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 95 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir tilnefningum frá íþróttafélögum vegna kjörs á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar. Félögin eiga að vera búin að skila inn tilnefningum í síðasta lagi 22. nóvember ár hvert.

    Íþrótta- og æskulýðsráð kýs íþróttamann ársins á næsta fundi ráðsins.

    Íþrótta- og æskulýðsráðs samþykkir að kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 4. janúar 2018 kl. 16:00.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 95 Nú þegar hefur verið auglýst eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð. Umsóknarfrestur er til 26. nóvember. Umsóknir verða teknar fyrir á næsta fundi ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 95 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti skýrslu forstöðumanns Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 95 Tekin var fyrir ábending frá Bessa og Orra á Ingvörum varðandi hjólabrettagarð. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir ábendinguna.

    Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði sl. vor til umræðu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 hugmyndum um hjólabraut. Í vinnu við fjárhagsáætlun á síðasta fundi ráðsins misfórst að fjalla um þetta mál og óskar því íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að sveitarstjórn kanni hvort hægt verði að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Kostnaður við slíka braut er áætlaður kr. 5.900.000.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
    Valdís Guðbrandsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Guðmundur St. Jónsson.

    Fleiri tóku ekki til máls.

    Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 95 Íþrótta- og æskulýðsráð tók fyrir gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og félagsmiðstöðvar. Gjaldskráin tekur breytingum miðað við neysluverðsvísitölu. Gerðar voru smávægilegar breytingar til að rúna af vísitöluhækkun. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fræðsluráð - 221, frá 08.11.2017

Málsnúmer 1711001FVakta málsnúmer

  • Sviðsstjóri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu fræðslusviðs eftir fyrstu níu mánuði ársins 2017. Fræðsluráð - 221 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 15.2 201711008 Umsögn Árskógarskóla
    Sviðsstjóri fór yfir umsögn sem hann vann f.h. Árskógarskóla vegna beiðni um stækkun lóðar við Árskóg 1 og fyrirhugaðrar byggingar hesthúss. Fræðsluráð - 221 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 15.3 201503209 Námsárangur
    Fundargerðir 41. og 42. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla fylgdu fundarboði. Fræðsluráð - 221 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fræðsluráð - 221 Í lok fundar fóru fundarmenn í kynningarheimsókn í Dalvíkurskóla. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

16.Félagsmálaráð - 212, frá 14.11.2017

Málsnúmer 1711007FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
7. liður.
8. liður.
  • 16.1 201711003 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201711003 Félagsmálaráð - 212 Bókað í trúnaðarmálabók

  • 16.2 201710110 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201710110 Félagsmálaráð - 212 Bókað í trúnaðarmálabók

  • 16.3 201710075 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201710075 Félagsmálaráð - 212 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 16.4 201711033 Trúnaðarmál
    Jóhannes Tryggvi Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl 8:22

    Trúnaðarmál 201711033

    Jóhannes Tryggvi Jónsson kom aftur inná fund kl 8:40
    Félagsmálaráð - 212 Bókað í trúnaðarmálabók

  • 16.5 201711034 Trúnaðarmál
    Eyrún Rafnsdóttir vék af fundi kl 9:15 vegna vanhæfis.

    Trúnaðarmál 201711034

    Eyrún Rafnsdóttir kom inná fund kl 9:40.
    Félagsmálaráð - 212 Bókað í trúnaðarmálabók

  • 16.6 201711032 Jólaaðstoð 2017
    Farið var yfir viðmið er félagsmálaráð setti sér fyrir síðustu jól um jólaaðstoð til einstaklinga sem hafa verið með fastan framfærslustyrk frá Dalvíkurbyggð.
    Félagsmálaráð - 212 Félagsmálaráð samþykkir viðmiðin og leggur til að bætt verði við fastri upphæð fyrir hvert barn yngra en 18 ára.
  • Tekið fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu sem barst í október 2017. Óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir Kvennaathvarið að upphæð 400.000,- Fram kemur í erindi Kvennaathvarfsins að á undanförnum árum hafi aðsókn að dvöl í Kvennaathvarfinu aukist mjög mikið og er nú svo komið að mikil þrengsli eru jafnan í húsinu og mikil þörf orðin á að kaupa eða byggja nýtt hús fyrir starfsemina. Ákveðið hefur verið að láta það hafa forgang að byggja litlar íbúðir, áfangaheimili fyrir dvalarkonur. Átakið á allra vörum gekk vel og söfnuðust nærri 80 milljónir í þetta verkefni. Vegna aukinnar aðsóknar í athvarfinu hefur þurft að fjölga starfsfólki og reynt hefur verið að auka fjölbreytni í þjónustu. Markmið Kvennaathvarfsins er að veita skjól fyrir konur og börn þeirra, bjóða upp á stuðningsviðtöl og ráðinn hefur verið lögfræðingur til aðstoðar við konurnar til að ráða sínum málum. Félagsmálaráð - 212 Félagsmálaráð hafnar erindinu samhljóða. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs.
  • Tekið var fyrir erindi frá Stígamótum dags. 15.10 2017 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk til félagsins. Félagsmálaráð - 212 Félagsmálaráð hafnar erindinu með öllum greiddum atkvæðum. Með þeim rökum að Stígamót veitir ekki þjónustu í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs, en Dalvíkurbyggð hefur styrkt í gegnum árin, Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
  • 16.9 201604057 Forvarnir
    Farið var yfir tillögur frá vinnuhópi sem í sitja fulltrúi félagsþjónustu, fræðslusviðs, heilsugæslu og grunnskólans á Dalvík um forvarnarfræðslu fyrir síðustu mánuði ársins 2017 og ársins 2018. Lagt er til að fá fræðslu fyrir unglinga og foreldra þeirra; um rafsígarettur, mikilvægi þess að setja börnum mörk, sjálfsstyrkingu fyrir stelpur og stráka, sjálfsvirðingu. Félagsmálastjóri ætlaði að vera í samvinnu við leikskólana um forvarnarfræðslu í leikskólum og búið er að óska eftir fundi með stjórn félags eldri borgara um forvarnir í þeirra hópi.
    Einnig var farið yfir forvarnaráætlun Dalvíkurbyggðar og rætt um fund með samstarfsaðilum.
    Félagsmálaráð - 212 Félagsmálaráð samþykkir hugmyndir vinnuhópsins um forvarnir fyrir árið 2017-2018 og fagnar þessari samvinnu sviðanna. Félagsmálaráð leggur til að formönnum félaga í Dalvíkurbyggð verði sent bréf í stað þess að boða til fundar þar sem minnt er á mikilvægi forvarna hjá félögunum og að félögin geti sent inn hugmyndir af forvarnarverkefnum fyrir íbúa sveitarfélagsins sem og senda félagsmálaráði upplýsingar um þau forvarnarverkefni sem unnið hefur verið að innan hvers félags. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Farið yfir reglur um ferðaþjónustu fatlaðra. Félagsmálaráð - 212 Frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

17.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845, frá 16.11.2017

Málsnúmer 1711010FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður sér liður á dagskrá.
3. liður sér liður á dagskrá.
5. liður sér liður á dagskrá.
6. liður sér liður á dagskrá.
7. liður sér liður á dagskrá.
  • Á 296. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember s.l. var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn og samþykkt að vísa fjárhagsáætluninni til umræðu í byggðaráði á milli umræðna í sveitarstjórn.

    Tillögur um breytingar á milli umræðna:

    a) Á 844. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað og samþykkt:

    Á 95. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:

    'Tekin var fyrir ábending frá Bessa og Orra á Ingvörum varðandi hjólabrettagarð. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir ábendinguna. Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði sl. vor til umræðu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 hugmyndum um hjólabraut. Í vinnu við fjárhagsáætlun á síðasta fundi ráðsins misfórst að fjalla um þetta mál og óskar því íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að sveitarstjórn kanni hvort hægt verði að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Kostnaður við slíka braut er áætlaður kr. 5.900.000'

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur vék af fundi kl. 13:54.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og leggur til að bætt verði við fjárhagsáætlun 2018 kr. 5.900.000 á deild 32.

    b) Beiðni frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um viðbótarlaun á deild 06500 vegna afleysingar í forföllum, sjá meðfylgjandi.

    Í rafpósti dagsettur þann 10. nóvember 2017 frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa kemur fram beiðni um að gert sé ráð fyrir launum vegna afleysingar í forföllum í allt að 6 mánuði á deild 06500; Íþróttamiðstöð. Samkvæmt útreikningum launafulltrúa þá er áætlaður kostnaður vegna afleysinga kr. 1.726.524.

    c) Breytingar á launum í leikskóla v. kjarasamnings.

    Vegna breytinga á launakjörum starfsmanna í leikskólanum Krílakoti vegna leiðréttinga skv. kjarasamningi þá er áætluð hækkun skv. launaáætlunarkerfi kr. 694.378, deild 04140.

    d) Ný Þjóðhagsspá.

    Tekið fyrir minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 13. nóvember 2017, er varðar endurskoðaða þjóðhagsspá í nóvember 2017. Fram kemur m.a. að áætluð verðbólga ársins 2018 er nú 2,9% en var áður 2,7%.

    e) Bílamál sveitarfélagsins.

    Til umræðu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að viðbótarlaunakostnaði vegna afleysinga í forföllum verði bætt við deild 06500 kr. 1.726.524.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerð verði breyting á launakostnaði leikskólans Krílakots að upphæð kr. 694.378, deild 04140.
    d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að áætlun verðbólgu fyrir árin 2018-2021 verði í samræmi við nýjustu þjóðhagsspá.
    e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir upplýsingum frá sviðsstjórum um þarfagreiningu vegna bílamála sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að halda utan um upplýsingaöflun og greiningu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að álagningu útsvars fyrir árið 2018 en lagt er til að álagningarprósentan verði óbreytt frá árinu 2017 eða 14,52%, sbr. frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta vegna útsvars fyrir árið 2018 verði 14,52%. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2018.

    a) Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára.

    b) Fyrir liggur tillaga frá umhverfisráði um hækkun á sorphirðugjaldi um 5,6% eða úr kr. 40.192 per íbúð í kr. 42.443 per íbúð.

    c) Veitu- og hafnaráð hefur ekki fjallað um gjaldskrár vegna vatnsveitu og fráveitu en skv. meðfylgjandi drögum þá liggur fyrir hver breytingin yrði miðað við hækkun á byggingavísitölu nóvember - september, eða 3,19%.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli áranna 2017 og 2018.

    b) Byggðaráð frestar umfjöllun um gjaldskrár vatnsveitu og fráveitu þar til endanleg tillaga liggur fyrir.

    c) Byggðaráð óskar eftir útreikningum og skýringum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á tillögu um hækkun á sorphirðugjaldi sem og áætlun á kostnaði vegna sorphirðu. Byggðaráð óskar eftir að fá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund til að fara yfir ofangreint.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 844. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2017 vegna janúar - september.
    Byggðaráð óskar eftir nánari skýringum stjórnenda á nokkrum deildum í rekstrinum í samræmi við umræður á fundinum."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu skýringar stjórnenda eftir því sem við á.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir áætluð framlög frá Jöfnunarsjóði, annars vegar skv. upplýsingum á vef Jöfnunarsjóðs og hins vegar skv. gildandi fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017.

    Samkvæmt fyrirliggjandi forsendum má gera ráð fyrir að áætluð framlög 2017 í deild 00100 verði um 26,3 m.kr. hærri en áætlun, nettó.
    Einnig liggur fyrir að gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna liða 02180-0170 og 04240-0190 eða alls tekjur að upphæð kr. 3.720.000 sem falla ekki til.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 25 / 2017 við fjárhagsáætlun 2017 samkvæmt ofangreindu, til hækkunar á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá formanni stjórnar Fræðslusjóðs Dalvíkurbyggðar, dagsettur þann 14. nóvember 2017, þar sem fram kemur eftirfarandi:

    "Stjórn fræðslusjóðs hefur samþykkt á fundi sínum 10. nóv. 2017 að óska eftir að sjóðurinn verði lagður niður og fé sjóðsins lagt til kaupa á námsgögnum og eða tækjum til fræðslumála í leik- og grunnskólum í Dalvíkurbyggð."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til sveitarstjórnar. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kalla eftir tillögum frá skólastjórnendum varðandi ráðstöfun sjóðsins og leggja fyrir fræðsluráð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 841. fundi byggðaráðs þann 19. október 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Tekinn fyrir undirskriftarlisti frá íbúum á Árskógsströnd, dagsettur þann 18. september 2017 þar sem segir: "Erindi til sveitarstjórnar; Við undirritaðir íbúar á Árskógsströnd viljum að fyrirhugað leyfi á hesthúsabyggingu og landleigu á móunum við Árskóg verði tafarlaust stöðvuð. Við áteljum þau vinnubrögð sem sveitarstjórn hefur viðhaft í þessu máli." Undirskriftir eru alls 99, gildar undirskriftir eru 95. Um er að ræða um 7,1% kosningabærra manna í Dalvíkurbyggð. Í gildandi Lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar segir í b) lið, 2 m.gr.: "10% af þeim sem kosningarétt hafa í Dalvíkurbyggð geta kallað eftir íbúafundi og skal hann þá haldinn svo fljótt sem unnt er. Ef minnst 25% af þeim sem kosningarétt eiga í Dalvíkurbyggð óska almennrar atkvæðagreiðslu er farið með slíka ósk skv. 107. og 108. gr. laga nr. 138/2011." Til umræðu ofangreint.
    Málið er enn í ferli og því ekki tímabært að taka ákvörðun um íbúafund."

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Íbúafundur var haldinn í félagsheimilinu Árskógi miðvikudaginn 8. nóvember s.l. vegna óska íbúa á Árskógsströnd sem hafa efasemdir um áform eigenda í Árskógi um byggingu hesthúss.

    https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/ibuafundur-i-arskogi

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að búið sé því að verða við ósk íbúa um íbúafund og erindinu því svarað.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 842. fundi byggðaráðs þann 26. október s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðröður Ágústsson og Freydís Dana Sigurðardóttir, eigendur að Árskógi lóð 1, Pétur Einarsson f.h. eiganda að Árskógi lóð 1, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs sem staðgengill sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00. Forsvarsmenn Íbúasamtakana á Hauganesi voru einnig boðaðir en enginn hafði tök á að mæta á fundinn. Á 841. fundi byggðaráðs þann 19.10.2017 var m.a. eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir frá eftirtöldum: Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir hönd Árskógarskóla, dagsett þann 15. október 2017. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsett þann 16. október 2017. Íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 15. október 2017. Íþróttafélaginu Reyni, ódagsett en móttekin þann 13.10.2017. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, dagsett þann 11. október 2017. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, dagsett þann 16. október 2017, þar sem kynnt er ný tillaga að lausn fyrir hönd eiganda að Árskógi lóð 1 og umbjóðenda hans, eins og fram kemur í bréfinu. Börkur vék af fundi kl. 14:38. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða forsvarsmenn íbúasamtakanna á Hauganesi og eigendur að Árskógi lóð 1 á fund byggðaráðs til að ræða ofangreint." Til umræðu ofangreint. Guðröður, Freydís Dana og Pétur viku af fundi kl. 13:52. Þorsteinn vék af fundi kl. 14:05.
    a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eigendur að Árskógi lóð 1 fái afrit af ofangreindum umsögnum. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að eiga fund með lögmanni eigenda Árskógs lóðar 1, Pétri Einarssyni, um þær tillögur sem fram hafa komið að lausn. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að íbúafundur sem óskað hefur verið eftir verði haldinn fimmtudaginn 9. nóvember n.k. en boða þarf til fundarins ekki síðar en 10 dögum fyrir fund. Byggðaráð felur upplýsingafulltrúa að útbúa drög að fundarboði og finna fundarstjóra í samráði við sveitarstjóra."

    Á 296. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember 2017 var samþykkt að íbúafundurinn færi fram miðvikudaginn 8. nóvember s.l.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Eigendur að Árskógi lóð 1 hafa fengið afhent afrit af þeim umsögnum sem bárust, sbr. a) liður hér að ofan.
    Sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs hafa átt fundi með Pétri Einarssyni, lögmanni eiganda að Árskógi lóð 1 um tillögu að lausn, sbr. b) liður hér að ofan. Íbúafundurinn sem um ræðir í c) lið hér að ofan fór fram miðvikudaginn 8. nóvember s.l.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 294. fundi sveitarstjórnar þann 19. september var eftirfarandi bókað:

    "Á 293. fundi umhverfisráðs þann 1. september 2017 var eftirfarandi bókað: "Lögð fram skipulagslýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum. Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum. Samþykkt með fimm atkvæðum" Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu: "Lagt er til að fresta ákvörðun um breytingu á aðalskipulagi við Árskógarskóla þangað til frekari gögn um málið liggja fyrir." Einnig tók til máls: Guðmundur St. Jónsson. Fleiri tóku ekki til máls.
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 3. nóvember 2017, en móttekið þann 15. nóvember 2017, þar sem fram kemur fyrir hönd Freydísar Dönu Sigurðardóttur að krafist er þess að gengið verði frá umsókn um lóðarstækkun að Árskógi lóð 1, og umbjóðanda Prima lögmanna send staðfesting þess efnis.

    Á 293. fundi umhverfisráðs þann 1. september s.l. var eftirfarandi bókað, málsnr. 201708087:
    "Með innsendu erindi dags. 23. ágúst 2017 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir stækkun á lóð við íbúðarhúsið við Árskóg samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Umhverfisráð samþykkir umsókn um stækkun á lóðinni Árskógur lóð 1 og felur sviðsstjóra að gera nýjan lóðarleigusamning.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Karl Ingi Atlason situr hjá."

    Á 294. fundi sveitarstjórnar þann 19. september s.l. var eftirfarndi bókað og samþykkt:

    "Til máls tók:

    Bjarni Th. Bjarnason sem leggur til eftirfarandi tillögu:
    'Lagt er til að fresta ákvörðun um stækkun lóðar sem er tilkomin vegna fyrirhugaðrar byggingar hesthúss. Óskað er eftir umsögnum frá Árskógarskóla, íbúasamtökum á Hauganesi, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og hugsanlega fleirum. Sviðsstjóra umhverfis- og tæknimála er falið að óska eftir umsögnum.'

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisvið að ganga frá tillögu að svarbréfi við ofangreindu erindi í samráði við bæjarlögmann og í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir byggðaráð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 9. nóvember 2017, þar sem vakin er athygli á breytingu sem gerð var á 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs; "Sveitarstjórn skal senda Umhverfisstofnun upplýsingar um útgáfu og veigamiklar endurskoðanir á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á því form sem stofnunin leggur til." Megintilgangur lagabreytingarinnar er að tryggja að Ísland uppfylli skyldur sínar gagnvart EES- samningnum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 13. nóvember 2017, þar sem ályktun aðalfundar Eyþings 2017 er kynnt. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 17:16.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs