Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer
Á 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017 var eftirfarandi bókað:
"Á 296. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember s.l. var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn og samþykkt að vísa fjárhagsáætluninni til umræðu í byggðaráði á milli umræðna í sveitarstjórn. Tillögur um breytingar á milli umræðna:
a) Á 844. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað og samþykkt: Á 95. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað: 'Tekin var fyrir ábending frá Bessa og Orra á Ingvörum varðandi hjólabrettagarð. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir ábendinguna. Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði sl. vor til umræðu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 hugmyndum um hjólabraut. Í vinnu við fjárhagsáætlun á síðasta fundi ráðsins misfórst að fjalla um þetta mál og óskar því íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að sveitarstjórn kanni hvort hægt verði að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Kostnaður við slíka braut er áætlaður kr. 5.900.000' Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 13:54. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og leggur til að bætt verði við fjárhagsáætlun 2018 kr. 5.900.000 á deild 32.
b) Beiðni frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um viðbótarlaun á deild 06500 vegna afleysingar í forföllum, sjá meðfylgjandi. Í rafpósti dagsettur þann 10. nóvember 2017 frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa kemur fram beiðni um að gert sé ráð fyrir launum vegna afleysingar í forföllum í allt að 6 mánuði á deild 06500; Íþróttamiðstöð. Samkvæmt útreikningum launafulltrúa þá er áætlaður kostnaður vegna afleysinga kr. 1.726.524.
c) Breytingar á launum í leikskóla v. kjarasamnings. Vegna breytinga á launakjörum starfsmanna í leikskólanum Krílakoti vegna leiðréttinga skv. kjarasamningi þá er áætluð hækkun skv. launaáætlunarkerfi kr. 694.378, deild 04140.
d) Ný Þjóðhagsspá. Tekið fyrir minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 13. nóvember 2017, er varðar endurskoðaða þjóðhagsspá í nóvember 2017. Fram kemur m.a. að áætluð verðbólga ársins 2018 er nú 2,9% en var áður 2,7%.
e) Bílamál sveitarfélagsins. Til umræðu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að viðbótarlaunakostnaði vegna afleysinga í forföllum verði bætt við deild 06500 kr. 1.726.524.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerð verði breyting á launakostnaði leikskólans Krílakots að upphæð kr. 694.378, deild 04140.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að áætlun verðbólgu fyrir árin 2018-2021 verði í samræmi við nýjustu þjóðhagsspá.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir upplýsingum frá sviðsstjórum um þarfagreiningu vegna bílamála sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að halda utan um upplýsingaöflun og greiningu. "
Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason, sem gerði grein fyrir breytingum á frumvarpi að fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 milli umræðna í sveitarstjórn.
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta:
2018: Kr. 90.469.000 jákvæð.
2019: Kr. 119.046.000 jákvæð.
2020: Kr. 120.645.000 jákvæð.
2021: Kr. 122.121.000 jákvæð.
Rekstrarniðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður):
2018: Kr. 68.899.000 jákvæð.
2019: Kr. 87.493.000 jákvæð.
2020: Kr. 83.408.000 jákvæð.
2021: Kr. 82.873.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 267.307.000.
2019: Kr. 267.415.000.
2020: Kr. 107.690.000
2021: Kr. 125.270.000
Lántaka Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 169.500.000 vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
2019: Kr. 0
2020: Kr. 0
2021: Kr. 0
Afborgun langtímalána Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 118.175.000
2019: Kr. 100.385.000
2020: Kr. 79.228.000
2021: Kr. 80.468.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 302.740.000
2019: Kr. 340.920.000
2020: Kr. 346.175.000
2021: Kr. 351.484.000
Einnig tóku til máls:
Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir að fulltrúar J-listans sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2018 og þriggja ára áætlunar 2019-2021 með vísan til fyrri bókana.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Fleiri tóku ekki til máls.