Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09.40 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett þann 16. mars 2018, þar sem vísað er til bréfs Dalvíkurbyggðar og afrit af bréfi stjórnar varðandi niðurlagningu á sjálfseignarstofnuninni, Fræðslusjóði Dalvíkurbyggðar nr. 1693 á sjóðaskrá. Með vísan til 2.mgr. 6.gr. laga nr. 19/1988 og umsagnar Ríkisendurskoðunar hefur embættið ákveðið að leggja ofangreindan sjóð niður. Uppgjör á ráðstöfun sjóðsins óskast sent Ríkisendurskoðun þegar það liggur fyrir.
Með fundarboði fylgi einnig bókun fræðsluráðs frá 223. fundi þann 14. febrúar 2018 þar sem fram kemur að á fundi skólastjóra Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakots með sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þann 17. janúar 2018 var gerð tillaga að ráðstöfun fjármuna úr Fræðslusjóði Dalvíkurbyggðar nú þegar hann verður lagður niður. Með tilliti til nemendafjölda er lagt að Dalvíkurskóli fái kr. 1.000.000, Krílakot kr. 500.000 og Árskógarskóli kr. 200.000 til kaupa á nýjum kennslugögnum.
Fræðsluráð samþykkir tillöguna með 5 atkvæðum.
Til umræðu ofangreint.