Íþrótta- og æskulýðsráð - 95, frá 07.11.2017
Málsnúmer 1711003F
Vakta málsnúmer
Til afgreiðslu;
5. liður sér mál á dagskrá.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 95
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir tilnefningum frá íþróttafélögum vegna kjörs á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar. Félögin eiga að vera búin að skila inn tilnefningum í síðasta lagi 22. nóvember ár hvert.
Íþrótta- og æskulýðsráð kýs íþróttamann ársins á næsta fundi ráðsins.
Íþrótta- og æskulýðsráðs samþykkir að kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 4. janúar 2018 kl. 16:00.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 95
Nú þegar hefur verið auglýst eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð. Umsóknarfrestur er til 26. nóvember. Umsóknir verða teknar fyrir á næsta fundi ráðsins.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 95
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti skýrslu forstöðumanns Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 95
Tekin var fyrir ábending frá Bessa og Orra á Ingvörum varðandi hjólabrettagarð. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir ábendinguna.
Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði sl. vor til umræðu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 hugmyndum um hjólabraut. Í vinnu við fjárhagsáætlun á síðasta fundi ráðsins misfórst að fjalla um þetta mál og óskar því íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að sveitarstjórn kanni hvort hægt verði að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Kostnaður við slíka braut er áætlaður kr. 5.900.000.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Til máls tóku:
Valdís Guðbrandsdóttir.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Guðmundur St. Jónsson.
Fleiri tóku ekki til máls.
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 95
Íþrótta- og æskulýðsráð tók fyrir gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og félagsmiðstöðvar. Gjaldskráin tekur breytingum miðað við neysluverðsvísitölu. Gerðar voru smávægilegar breytingar til að rúna af vísitöluhækkun.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar.