Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853, frá 25.01.2018.

Málsnúmer 1801011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Til afgreiðslu:
4. liður
5. liður.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

    Á 850. fundi byggðaráðs var m.a. eftirfarandi samþykkt og bókað:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum og fá svör og upplýsingar frá Leikfélagi Dalvíkur og forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsettur þann 19. janúar 2018, þar sem fram kemur fyrirtækið býður kr. 30.000 á mánuði í leigu vegna Ungó og er tilbúið að endurskoða þá upphæð eftir fyrsta sumarið, ef um framhald verður að ræða, þegar reynsla er komin á þetta verkefni.

    Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir fundi sínum með forsvarsmönnum Leikfélags Dalvíkur þar sem fram kom að félagið er ekki tilbúið að gefa eftir októbermánuð.

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur vék af fundi kl. 13:30.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að gera samkomulag við Gísla, Eirík og Helga ehf. þar sem leiguverðið á mánuði verði kr. 30.000 fyrir utan rafmagn og hita. Byggðaráð undirstrikar að um tilraun er að ræða árið 2018.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að forsenda samnings við Gísla, Eirík og Helga ehf. er að fyrir liggi skriflegt samkomulag á milli Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf. um möguleg afnot af búnaði og eignum leikfélagsins.
    Drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Gísla, Eiríks og Helga ehf. komi síðan fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 299. fundi sveitarstjórnar þann 16. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir rafpóstur frá Brú lífeyrissjóði, dagsettur þann 4. janúar 2018, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að uppgjöri fyrir sveitarfélagið vegna breytinga á A-deildinni. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggðar fari yfir drögin og komi með ábendingar og athugasemdir. Samkvæmt uppgjörsdrögunum þarf Dalvíkurbyggð að greiða um 62,9 m.kr. í jafnvægissjóð, um 190,9 m.kr. í lífeyrisaukasjóð, og um 20,5 m.kr í varúðarsjóð, eða alls um 274 m.kr. Greiðslur eiga að berast eigi síðar en 31. janúar 2018. Einnig liggja fyrir drög að uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar, sem slitið var árið 2007. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð lýsir furðu sinni á skömmum afgreiðslufresti Brúar lífeyrissjóðs en uppgjörinu og stjórnsýslulegri meðferð skal vera lokið eigi síðar en 31. janúar 2018." Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu: „Sveitarstjórn felur byggðaráði heimild til fullnaðarafgreiðslu á uppgjöri sveitarfélagsins við Brú lífeyrissjóð og uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar við Brú lífeyrissjóð. Jafnframt felur sveitarstjórn byggðaráði heimild til fullnaðarafgreiðslu vegna lántöku allt að 214.500.000,- til að mæta þessu uppgjöri fyrir 15. febrúar 2018.“
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar."

    Til upplýsingar:
    a) Sveitarfélagið hefur fengið sent gögn sem eru forsendur að uppgjörinu.
    b) Hlutdeild Dalvikurbyggðar í uppgjöri vegna Hafnasamlag Eyjafjarðar, er 63,49% eða kr. 506.081.
    c) Sótt hefur verið um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00.

    Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 17. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Bára Höskuldsdóttir víkur af fundi kl. 14:07 vegna vanhæfis. Á 25. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað: ,,Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Agnesar Önnu Sigurðardóttur, fyrir hönd Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 og Dalvíkurbyggðar, móttekin þann 5. september 2016. Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í umsóknina en frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.' Á 28. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað: ,,Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu fram að næsta fundi."
    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að ganga frá samningi við Bjórböðin ehf. Heildarupphæð þriggja ára samnings er kr. 7.755.971. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögunum og afgreiðslunni til byggðaráðs. Bára Höskuldsdóttir kemur aftur inn á fund kl. 14:18."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs og felur upplýsingafulltrúa að ganga frá samningsdrögum og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 17. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið mætti á fundinn Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður Dalvíkurbyggðar. Á 26. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Í reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki kemur fram að endurskoða skuli reglurnar á fjögurra ára fresti og var það gert af atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar síðast í janúar 2012. Með fundarboði fylgdu fyrstu drög upplýsingafulltrúa að breytingum á reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki. Þær hafa einnig verið sendar Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar til yfirferðar. Unnið að breytingum og upplýsingafulltrúa falið að uppfæra reglurnar miðað við þær breytingar sem voru gerðar á fundinum ásamt því að fá umsögn lögfræðings." " Ásgeir Örn yfirgefur fundinn kl. 13:37.
    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að leggja það til við sveitarstjórn að reglur til frumkvöðla og fyrirtækja, og þar af leiðandi styrkir samkvæmt þeim reglum, verði lagðar niður. Í endurskoðunarferli þessara reglna hefur ráðið aflað sér upplýsinga og gagna sem hafa varpað ljósi á ýmsa annmarka varðandi framkvæmd núgildandi reglna og því hefur ráðið komist að áðurnefndri niðurstöðu."

    Til umræðu ofangreint.

    Margrét vék af fundi kl. 14:31.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að reglurnar verði lagðar niður í núverandi mynd og að upplýsingafulltrúa sé falið að móta tillögur að stuðningi við frumkvöðla í Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekin fyrir árskorun Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 22. janúar 2018, vegna uppbyggingar á Akureyrarflugvelli til millilandaflugs.

    Þar segir m.a.:
    "Markaðsstofa Norðurlands skorar á stjórnvöld að tryggja strax fjármagn til þess að kaupa og setja upp ILS aðflugsbúnað fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli. Jafnframt að gerð verði áætlun, og hún fjármögnuð, um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli til framtíðar svo hann geti þjónað hlutverki sínu sem varaflugvöllur og millilandaflugvöllur Norðurlands. Það felur m.a. í sér stækkun flugstöðvarinnar, stækkun flughlaðsins og að tryggja að flugvöllurinn sé sem best tækjum búinn."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda áskorun Markaðsstofu Norðurlands. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda áskorun Markaðsstofu Norðurlands.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 16. janúar 2018, þar sem Sambandið hvetur íslenskar sveitarstjórnir og þá sem bera ábyrgð á og hafa umsjón með innkaupamálum sveitarfélaga til að kynna sér skýrslu Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsisn á haustfundi 2017 sem varpar ljósi á þær hliðar innkaupamála sem krefjast sérstakrar árverkni gagnvart spillingu og misnotkun og bendir á úrræði til að sporna við slíku framferði. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. desember 2017 þar sem fram kemur að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir landsins til að ræða leiðir gegn kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum og á vinnustöðum sveitarfélaga. Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, fjallaði á stjórnarfundi þess um frumkvæði stjórnmálakvenna „Í skugga valdsins“ og mikilvægi þess að sveitarfélög láti sig málið varða.Var á stjórnarfundinum einnig bent á nauðsyn þess, að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda sé slík hegðun ólíðandi með öllu.

    Dalvíkurbyggð er nú þegar með aðgerðaráætlun vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni, og er hún hluti af Mannauðsstefnu Dalvikurbyggðar, en markmið áætlunarinnar er að vinna á móti einelti, kynferðislegri áreitni og annarri ótilhlýðlegri háttsemi á vinnustað.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 853 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela teymi Dalvíkurbyggðar gegn einelti og kynferðislegu áreitni að yfirfara aðgerðaráætlun sveitarfélagsins með tilvísan í ofangreinda hvatningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélga.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.