Gagnagátt - Menningarráð

Málsnúmer 201406067

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 45. fundur - 03.07.2014

Undir þessum lið sat Guðrún Anna Óskarsdóttir varafulltrúi einnig fundinn.
Farið var yfir gögn sem eru undir gagnagáttinni, s.s. lög, gildi fræðslu- og menningarsviðs, siðareglur, reglugerðir og samþykktir, starfsáætlun og erindisbréf. Þessi gögn munu áfram vera aðgengileg kjörnum fulltrúum á gagnagáttinni.
Einnig var farið yfir ritun fundargerða, hæfi og vanhæfi, fjárhagsáætlanaferli og fleira sem snýr að störfum nefndamanna.

Menningarráð - 65. fundur - 07.12.2017

Yfirferð á menningarstefnu Dalvíkurbyggðar og vinnureglum vegna úthlutunar styrkja til menningarmála.
Málinu frestað til næsta fundar.

Menningarráð - 66. fundur - 01.02.2018

Endurskoðun menningarstefnu Dalvíkurbyggðar.
Samkvæmt gildandi Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar skal hún endurskoðuð og yfirfarin af menninngarráði á hverju kjörtímabili. Menningarráð samþykkir Menningarstefnuna með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar menningarstefnu Dalvíkurbyggðar til staðfestingar í sveitarstjórn.


Kristján Hjartarson vék af fundi kl. 08:57

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Á 66. fundi menningarráðs þann 1. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Endurskoðun menningarstefnu Dalvíkurbyggðar.
Samkvæmt gildandi Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar skal hún endurskoðuð og yfirfarin af menninngarráði á hverju kjörtímabili. Menningarráð samþykkir Menningarstefnuna með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar menningarstefnu Dalvíkurbyggðar til staðfestingar í sveitarstjórn. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingar á Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar í samræmi við ofangreindar tillögur menningarráðs.