Menningarráð

65. fundur 07. desember 2017 kl. 08:15 - 10:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Gagnagátt - Menningarráð

Málsnúmer 201406067Vakta málsnúmer

Yfirferð á menningarstefnu Dalvíkurbyggðar og vinnureglum vegna úthlutunar styrkja til menningarmála.
Málinu frestað til næsta fundar.

2.Leikfélag Dalvíkur, samningur

Málsnúmer 201502057Vakta málsnúmer

Samningur milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur og styrkveiting vegna leiksýningar árið 2017.
Menningarráð samþykkir fyrirliggjandi samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur og styrkveitingu vegna jólasýningar 2017. Styrkurinn tekinn af lykli 05810.

3.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Stöðuyfirlit á málaflokk 05 frá 1. janúar til 4. desember 2017.
Lagt fram til kynningar.

4.Heimildasafn vegna gerðar myndarinnar Brotið

Málsnúmer 201712043Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Hauki Sigvaldasyni þar sem meðal annars kom fram:

"Nú stöndum við frammi fyrir því að gera eitthvað við allt það efni sem við höfum tekið upp og komist yfir eftir öðrum leiðum. Þess má geta að nokkrir viðmælendur eru horfnir á braut en léðu okkur þó sögu sína. Ég hef frá fyrstu stundu hugsað mér að þetta efni ætti heima á Dalvík í aðgengilegu formi fyrir þann eða þá sem hafa gagn og gaman af grúski"
Menningarráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs ásamt forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafn að ganga frá kaupum á heimildasafni sem Haukur Sigvaldason aflaði við gerð myndarinnar Brotið og var ekki nýtt við gerð myndarinnar. Ráðið telur að efnið muni nýtast við skráningu sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar. Tekið út af málflokki 05810.


5.Gjaldskrár 2018 á málaflokk 05

Málsnúmer 201712017Vakta málsnúmer

Gjaldskrár á málaflokk 05 fyrir árið 2018.
Fyrirliggjandi gjaldskrár fyrir 2018 samþykktar með þremur greiddum atkvæðum.

6.90 ára afmælissýning á málverkasafni JSBrimars

Málsnúmer 201712012Vakta málsnúmer

Fyrirspurn til Menningarhússins Bergs ses. um uppsetningu á málverkasafni JS Brimars í eigu sveitarfélagsins í tilefni 90 ára afmælis listmálarans þann 13. júní 2018.

Menningarhúsið Berg er fullbókað frá maí til og með september 2018 og því ekki hægt að koma við sýningu á verkum JS Brimars í kringum afmælisdag hans þann 13. júní 2018.
Menningarráð leggur til að skoðað verði með að haldin verði rúllandi sýning í stigahúsi Ráðhússins á verkum JS Brimars í eigu Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsvið er falið að hafa samband við alla sem málið varðar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs