Menningarráð

45. fundur 03. júlí 2014 kl. 08:00 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Haukur Snorrason Varamaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Gagnagátt - Menningarráð

Málsnúmer 201406067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Guðrún Anna Óskarsdóttir varafulltrúi einnig fundinn.
Farið var yfir gögn sem eru undir gagnagáttinni, s.s. lög, gildi fræðslu- og menningarsviðs, siðareglur, reglugerðir og samþykktir, starfsáætlun og erindisbréf. Þessi gögn munu áfram vera aðgengileg kjörnum fulltrúum á gagnagáttinni.
Einnig var farið yfir ritun fundargerða, hæfi og vanhæfi, fjárhagsáætlanaferli og fleira sem snýr að störfum nefndamanna.

2.Erindisbréf menningarráðs

Málsnúmer 201406096Vakta málsnúmer

Farið var yfir erindisbréf menningarráðs.
Menningarráð samþykkir bréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Kosning ritara menningarráðs

Málsnúmer 201406098Vakta málsnúmer

Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs var kjörinn ritari menningarráðs með öllum greiddum atkvæðum.

4.Fundartími ráðsins

Málsnúmer 201406097Vakta málsnúmer

Menningaráð hefur fundað 6-8 skipti á ári. Ákveðið var að miða við að fundir ráðsins verði haldnir á þriðjudögum klukkan 8:15.

5.Styrkbeiðni vegna þátttöku í Fenris 2014

Málsnúmer 201405152Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf frá Degi Atlasyni, dagsett 20. maí 2014 , en áður hafði erindinu verið vísað úr byggðaráði til íþrótta- og æskulýðsráðs sem vísaði því aftur til byggðaráðs og byggðaráð nú til Menningarráðs. Þar óskar hann eftir styrk vegna verkefnis sem heitir Fenris 2014 með Leikhópnum Sögu á Akureyri. Felst verkefnið m.a. í sýningarferð um Ísland, Danmörku og til Færeyja.

Menningarráð telur umsóknina afar spennandi en telur hana falla illa að reglum sjóðsins og vísar henni því aftur til byggðaráðs með ósk um jákvæð viðbrögð.
Menningarráð gerir í framhaldi af því tillögu til byggðaráðs um að settur verði liður inn í fjárhagsáætlun fyrir skapandi sumarstarf fyrir ungt fólk. Slíkt gæti verið góð viðbót við menningarflóru sveitarfélagsins og fyrir ungt listafólk.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Haukur Snorrason Varamaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs