Á 57. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 10. júní 2014 var eftirfarandi bókað:
Dagur Atlason óskar eftir stuðning vegna þátttöku hans í leiklistarverkefninu Fenris 2014. Fenris er norrænt unglingaleikhús en fyrsta Fenris-verkefnið var sýnt árið 1985. Alls taka um 80 - 100 ungmenni þátt í Fenris-verkefninu, en auk Íslands koma þeir frá Færeyjum, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Sýning verður sett upp í júlí mánuði og farið verður í leikför um Norðurlöndin. Vinna við slíkt er mikil og krefst mikils og vandaðs undirbúnings. Þátttakendur frá Akureyri eiga þess kost að sækja um skapandi sumarstarf hjá Akureyrarbæ og fá laun á meðan þau eru í ferðinni. Er áætlað að ferðin taki 4 vikur. Óskar Dagur eftir samskonar stuðningi, eða ígildi launa á meðan að leiklistarferðin stendur yfir.
Íþrótta- og æskulýðsráð finnst verkefnið afar áhugavert en telur það ekki falla að reglum afreks- og styrktarsjóðs ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsráð vísar því erindinu aftur til byggðaráðs með von um jákvæð viðbrögð.
Íþrótta- og æskulýðsráð finnst verkefnið afar áhugavert en telur það ekki falla að reglum afreks- og styrktarsjóðs ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsráð vísar því erindinu aftur til byggðaráðs með von um jákvæð viðbrögð.