Byggðaráð

701. fundur 26. júní 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Hlutverk byggðarráðs og upplýsingamappa í gagnagátt.

Málsnúmer 201406108Vakta málsnúmer

Tekið til umfjöllunar hlutverk byggðarráðs samkvæmt sveitarstjórnarlögum og Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013 með síðari breytingum, 31. gr. og 46. gr.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti upplýsingamöppu fyrir kjörna fulltrúa, eftir stjórnum og ráðum, sem er í rafrænni gagnagátt inn á fundargátt fyrir kjörna fulltrúa.
Lagt fram.

2.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Nýsköpunarráðstefna og og verðlaun fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2015.

Málsnúmer 201406032Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 6. júní 2014, þar sem kynnt er nýsköpunarráðstefna og afhending verðlauna fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2015, 23. janúar 2015 á Grand Hótel Reykjavík. Skilafrestur á verkefnum er til 1. nóvember 2014. Nánari upplýsingar verða sendar með bréfi til forstöðumanna stofnana og sveitarfélaga í september n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að taka ofangreint til umfjöllunar.

3.Frá innanríkisráðuneytinu; Skil á viðaukum við fjárhagsáætlun sveitarfélaga til innanríkisráðuneytisins.

Málsnúmer 201401111Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, bréf dagsett þann 18. júní 2014, þar sem áréttað er að óheimilt er að víkja frá fjárhagsáætlun nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina þar sem útfærð er ákvörðun um það hvernig þeim útgjöldum eða tekjulækkun sem gert er ráð fyrir verði mætt. Það eru tilmæli ráðuneytisins að sveitarstjórnir yfirfari verklag við gerð viðauka með hliðsjón af ofangreindum upplýsingum.

Meðfylgjandi bréfi þessu er að finna leiðbeinandi framsetningu um yfirlit viðauka fyrir viðkomandi málaflokka (rekstur og fjárfesting) ásamt afriti af viðaukum 2.9 og 2.10 auglýsingar nr. 790/2001.
Ofangreint rætt og lagt fram til kynningar.

4.Frá innanríkisráðuneytinu; Fjármálastjórn sveitarfélaga.

Málsnúmer 201406086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, bréf dagsett þann 12. júní 2014, þar sem vísað er til bréfs sem EFS sendi til allra sveitarfélaga landsins í október 2013 þar sem meðal annars var óskað eftir upplýsingum um með hvaða hætti sveitarstjórn og sveitarstjóri stýra og hafa eftirlit með fjármálum sveitarfélagsins frá mánuði til mánaðar eða með öðrum reglubundnum hætti.

Í framhaldi af svörum sveitarfélaga hefur EFS yfirfarið og tekið saman upplýsingar um megin þætti í fjármálastjórn sveitarfélaga sem farið er yfir í bréfi EFS.

Það er vilji EFS að í kjölfar bréfsins skapist umræður í sveitarstjórn um tilhögun viðkomandi sveitarstjórnar á fjármálastjórninni og leiðum til endurskoðunar á verklagi við fjármálastjórn m.a. með því að sveitarstjórnir kynni sér hvenrig aðrir haga sínu eftirliti.
Ofangreint rætt og lagt fram til kynningar.

5.Golfklúbburinn Hamar; Bakkavarnir við golfvöll 2014.

Málsnúmer 201406113Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:01 vegna vanhæfis.

Sveitarstjóri, ásamt sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, formanni byggðaráðs og fulltrúum golfklúbbsins fóru þann 23.júní og skoðuðu flóð Svarfaðardalsár við golfvöll. Ákveðið var að kanna sem fyrst kostnað við að bjarga vellinum frá skemmdum. Komið hefur fram að Steypustöðin (sem hafði umsjón með svipaðri aðgerð í fyrra) telur sig geta komist fyrir hættu á frekari flóðum fyrir um 1,5 milljónir.

Sveitarstjóri leggur til við byggðaráð að ákveða styrkveitingu til golfklúbbsins að upphæð 1,5 milljónir til að standa straum að björgun vallarins vegna flóðanna.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2014 allt að upphæð kr. 1.500.000 á deild 06-80; kannað verði með svigrúm innan fjárhagsáætlun ársins til að mæta þessum viðauka.

Guðmundur kom að nýju inn á fundinn kl.10:21.

6.Frá 57. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs; Erindi frá Degi Atlasyni; Styrkbeiðni vegna þátttöku í Fenris 2014.

Málsnúmer 201405152Vakta málsnúmer

Á 57. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 10. júní 2014 var eftirfarandi bókað:
Dagur Atlason óskar eftir stuðning vegna þátttöku hans í leiklistarverkefninu Fenris 2014. Fenris er norrænt unglingaleikhús en fyrsta Fenris-verkefnið var sýnt árið 1985. Alls taka um 80 - 100 ungmenni þátt í Fenris-verkefninu, en auk Íslands koma þeir frá Færeyjum, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Sýning verður sett upp í júlí mánuði og farið verður í leikför um Norðurlöndin. Vinna við slíkt er mikil og krefst mikils og vandaðs undirbúnings. Þátttakendur frá Akureyri eiga þess kost að sækja um skapandi sumarstarf hjá Akureyrarbæ og fá laun á meðan þau eru í ferðinni. Er áætlað að ferðin taki 4 vikur. Óskar Dagur eftir samskonar stuðningi, eða ígildi launa á meðan að leiklistarferðin stendur yfir.

Íþrótta- og æskulýðsráð finnst verkefnið afar áhugavert en telur það ekki falla að reglum afreks- og styrktarsjóðs ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsráð vísar því erindinu aftur til byggðaráðs með von um jákvæð viðbrögð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Menningarráðs.

7.Frá stjórn Dalbæjar; Ársreikningur 2013.

Málsnúmer 201406079Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi ársreikningur Dalbæjar fyrir árið 2013 sem samþykktur var á fundi stjórnar Dalbæjar þann 26. maí 2014, sbr. bréf dagsett þann 4. júní 2014. Samtals rekstrarhalli er kr. 5.995.060 og var árið 2012 kr. 6.719.790.
Lagt fram til kynningar.

8.Ársfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2014.

Málsnúmer 201406116Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dagsettur þann 18. júní 2014, þar sem boðað er til ársfundar AFE 2014 föstudaginn 27. júní 2014 kl. 13 í Hlíðabæ, Hörgársveit.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn og fari með umboð Dalvíkurbyggðar á fundinum.

9.Frá Þjóðskrá Íslands; Fasteignamat 2015.

Málsnúmer 201406087Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Þjóðskrá Íslands, bréf dagsett þann 13. júní 2014, þar sem kynnt er fasteignamat 2015. Í Dalvíkurbyggð er hækkun fasteignamats 6,6% og 5,7% á lóðum. Hækkun yfir landið allt er að meðaltali á fasteignum 7,7% og 7,0% á lóðum.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá Hamar; Nordiske Vesskapsbykonferanse 2014.

Málsnúmer 201406037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá vinabænum Hamar í Noregi, dagsett þann 5. júní 2014, þar sem boðað er til vinabæjaráðstefnu sunnudaginn 31. ágúst til 2. september. Ekki eru takmörk á fjölda fulltrúa frá Dalvíkurbyggð en sveitarfélögin greiða ferða- og dvalarkostnað fyrir sína þátttakendur.

Frestur til að tilkynna um þátttöku er 1. júlí n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki ráðstefnuna.

11.Frá Pétri Einarssyni; Ósk um fund vegna ráðningar bæjarlögmanns.

Málsnúmer 201406099Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Pétri Einarssyni, lögmanni, til heimilis að Selá í Dalvíkurbyggð, bréf dagsett þann 11. júní 2014, þar sem fram kemur að Pétur býður Dalvíkurbyggð lögfræðiþjónustu, annað hvort á verktakagrunni eða með starfssamningi. Óskar Pétur eftir fund með sveitarstjóra um þetta málefni við fyrsta hentugleika.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum og með vísan í næsta lið á dagskrá.

12.Samningur um lögmannsþjónustu 2014-2018.

Málsnúmer 201406107Vakta málsnúmer

Frá 30. maí 2012 og út síðasta kjörtímabil var í gildi þjónustusamningur á milli LEX ehf. og Dalvíkurbyggðar um lögfræði- og lögmannaþjónustu. Fram kemur að í upphaf nýr kjörtímabils er stefnt að áframhaldandi samstarfi aðila enda standi þá vilji beggja aðila til slíks.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kanna mögulega samstarfsaðila um lögfræðiþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð.

13.Frá 260. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní s.l.: Ráðning sveitarstjóra, sbr. 47. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013 með síðari breytingum.

Málsnúmer 201406060Vakta málsnúmer

Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 11:49.

Á 260. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní s.l. var samþykkt tillaga um ráðningu Bjarna Th. Bjarnasonar í starf sveitarstjóra og var byggðarráði falið að ganga frá starfssamningi.

Á fundinum voru lögð fram drög að launa- og starfssamningi við sveitarstjóra.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og felur formanni byggðarráðs að ganga frá samningi við sveitarstjóra og leggja fram á næsta fundi byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs