Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, bréf dagsett þann 12. júní 2014, þar sem vísað er til bréfs sem EFS sendi til allra sveitarfélaga landsins í október 2013 þar sem meðal annars var óskað eftir upplýsingum um með hvaða hætti sveitarstjórn og sveitarstjóri stýra og hafa eftirlit með fjármálum sveitarfélagsins frá mánuði til mánaðar eða með öðrum reglubundnum hætti.
Í framhaldi af svörum sveitarfélaga hefur EFS yfirfarið og tekið saman upplýsingar um megin þætti í fjármálastjórn sveitarfélaga sem farið er yfir í bréfi EFS.
Það er vilji EFS að í kjölfar bréfsins skapist umræður í sveitarstjórn um tilhögun viðkomandi sveitarstjórnar á fjármálastjórninni og leiðum til endurskoðunar á verklagi við fjármálastjórn m.a. með því að sveitarstjórnir kynni sér hvenrig aðrir haga sínu eftirliti.