Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 856, frá 15.02.2018.

Málsnúmer 1802011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Til afgreiðslu:
2. liður d) sér liður á dagskrá.
Sveitarstjórn var búin að veita heimild til fullnaðarafgreiðslu v. liði a - c.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

    Á 301. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Til umræðu endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Dalvíkurbyggð.
    Umhverfisráð leggur til breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Svarfaðar- og Skíðadal sem auglýstar verða á heimasíðu sveitarfélagsins. Samþykkt með fimm atkvæðum."

    Breytingartillögunar varða þjóðveginn í Svarfaðardal en þar er Vegagerðin veghaldari. Ekki er gert ráð fyrir þessari auknu þjónustu og tilfallandi kostnaði í starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs fyrir árið 2018. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018 er gert ráð fyrir kr. 19.550.000 í snjómokstur og hálkueyðingu. Áætlað er að nú þegar sé búið að ráðstafa 10 m.kr. af þeirri upphæð.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur vék af fundi kl. 13:45.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 856 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umhverfisráðs til umfjöllunar að nýju. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Til upplýsingar: a) Sveitarfélagið hefur fengið sent gögn sem eru forsendur að uppgjörinu. b) Hlutdeild Dalvikurbyggðar í uppgjöri vegna Hafnasamlag Eyjafjarðar, er 63,49% eða kr. 506.081. c) Sótt hefur verið um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga." Upplýst var á fundinum að Lánasjóður sveitarfélaga hefur boðið skammtímalán til að brúa bilið til að hægt sé að standa skil á greiðslum í síðasta lagi 15. febrúar n.k. þar til langtímafjármögnun liggur fyrir. Dalvíkurbyggð ætlar að þiggja boð sjóðsins um brúarlán.
    Lagt fram til kynningar."

    a) Tekið fyrir endanlegt samkomulag á milli Brúar og Dalvíkurbyggðar um uppgjör á framlögum í Jafnvægissjóð, Lífeyrisaukasjóð og Varúðarsjóð, alls kr. 274.363.526.
    b) Tekið fyrir samkomulag á milli Brúar og Hafnasamlags Eyjfarðar bs. um uppgör á framlagi í Jafnvægissjóð, kr. 797.103. Fyrir liggur að sveitarfélögin Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og Hafnasamlag Norðurlands skipta með sér greiðslu í samræmi við skilabréf skilanefndar HSE frá 2. maí 2007.

    Dalvíkurbyggð greiðir 63,49%, Hafnasamlag Norðurlands 26,74% og Fjallabyggð 9,78%.

    c) Tekinn fyrir lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga nr. 1802_13 um lántöku að upphæð kr. 214.500.000 til 15 ára. Um er að ræða verðtryggt lán með breytilegum vöxtum, nú 2,65%. Um er að ræða lántöku vegna uppgjörs við Brú, samanber ofangreint. Í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 er gert ráð fyrir lántöku Aðalsjóðs að upphæð kr. 169.500.000 en skv. upplýsingum við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir að uppgjörsfjárhæðin við Brú yrði lægri.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 856 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint samkomulag á milli Brúar og Dalvíkurbygðgar um uppgjör á framlögum og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint samkomulag á milli Brúar og Hafnasamlags Eyjafjarðar um uppgjör á framlagi í Jafnvægissjóð og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.

    Byggðaráð með fullnaðarumboð frá sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir hér með samhljóða með 3 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 214.500.000 kr. til 15 ára, í samræmi við lánasamning nr. 1802_13 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið vegna uppgjörs við lífeyrissjóðinn Brú.
    Jafnframt er Bjarna Th. Bjarnasyni, sveitarstjóra, kt. 200864-4419 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalvíkurbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
    d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka 3/2018 við fjárhagsáætlun 2018 þar sem heimild Aðalsjóðs til lántöku er hækkuð úr kr. 169.500.000 í kr. 214.500.000, eða um kr. 45.000.000.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
    2. liður d) er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, bréf dagsett þann 8. febrúar 2018, þar sem fram kemur að skipaður hefur verið starfshópur til að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli með áherslu á þrífösun rafmagns. Leitað er til sveitarstjórna í landinu og þær beðnar um að veita upplýsingar um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi. Óskað er eftir að svar berist eigi síðar en 1. apríl 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 856 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs til úrvinnslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsett en móttekið í rafpóstu þann 12. febrúar 2012, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur" - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 856 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs og fræðsluráðs til umsagnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál. Óskað er eftir umsögn eigi síðar en 2. mars n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 856 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð fór ásamt sveitarstjóra, sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í heimsókn á skíðasvæðið í boði stjórnar Skíðafélags Dalvíkur, kl. 14:30.

    Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 4. október 2017, þar sem fram kemur að stjórn Skíðafélags Dalvíkur ákvað á fundi sínum þann 3. október s.l. að bjóða byggðaráði Dalvíkurbyggðar, íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs í heimsókn á skíðasvæðið.
    Byggðaráð þakkar gott boð og lætur stjórn Skíðafélags Dalvíkur vita sem fyrst hvaða dagur og tími muni henta."

    Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 15:30.

    Hlynur Sigursveinsson vék af fundi kl. 15:50.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 856 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er hún því lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.