Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71, frá 17.01.2018

Málsnúmer 1801008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Til afgreiðslu:
11. liður sér liður á dagskrá.
  • Á fundinum kynnti sviðsstjóri samantekt á lönduðum afla í höfnum Hafnasjóðs. Heildarafli var 19.970 tonn sem skiptist á milli hafna með eftirfarandi hætti: Dalvíkurhöfn 19.305 tonn, Árskógsandur 660 tonn, Hauganes 5 tonn. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Þann 6. desember 2017 barst rafbréf þar sem kynnt var samantekt á umfjöllunarefni fundar Samráðshóps Hafnasambandsins og Fiskistofu.

    "Þann 20. september sl. var haldinn fundur í samráðshóp Fiskistofu og hafnasambandsins. Með þessum samráðshóp er ætlunin að reyna að efla efla samstarf og samskipti Fiskistofu við hafnaryfirvöld

    Til upplýsingar sendi ég ykkur samantekt um umfjöllunarefni fundarins:

    1. Fiskistofustjóra var falið að senda Neytendastofu bréf og ítreka fyrirspurn frá 2. maí 2017 um fjarvigtun

    2. Fiskistofa vinnur áfram að tillögu til ANR um lagabreytingu til að heimila myndavélaeftirlit sem tilraunaverkefni á hafnarsvæðum. Fiskistofa haldið Hafnasambandinu upplýstu um framvindu málsins.

    3. Fiskistofa og Hafnasambandið undirbúa verkefni sem felst í stuðningi Fiskistofu við eftirlitshlutverk hafnarvigtarmanna.

    4. Fiskistofa sendi Hafnarsambandinu yfirlit yfir landanir erlendra skipa í íslenskum höfnum sem hafist hafa án þess að viðkomandi skip hafi fengið löndunarheimild frá eftirlitsstöð.


    Stjórn hafnasambandsins óskar eftir ábendingum frá aðildarhöfnum um mál sem þarfnast umfjöllunar í starfshópnum."

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpóst sem dagsettur er 6. desember 2017 barst neðangreint erindi.

    "Til aðildarhafna Hafnasambands Íslands

    Reykjavík, 6. desember 2017.

    Á stjórnarfundi Hafnasambands Íslands, sem haldinn var föstudaginn 1. desember sl., var lagt fram sameiginlegt dreifibréf hafnasambandsins og Samgöngustofu um öryggismál í höfnum. Var samþykkt að senda dreifibréfið á allar aðildarhafnir en bréfið má finna í viðhengi."

    Í bréfinu er sérstaklega bent á eftirfarandi atriði til athugunar:
    a) Hvort unnt sé að efla varnir og öryggi á bryggjuendum eða bryggjusvæðum, þar sem ekki er reglulega lagst upp að.
    b) Gæta að þeim bryggjuköntum þar sem almennt er ekki viðlega skipa og ganga þannig frá að ekki sé hægt að aka fram af.
    c) Að vetri til þarf að gæta þess sérstaklega að ekki safnist snjór eða klaki við bryggjukanta, sem minnkar virkni þeirra til að koma í veg fyrir að ekið sé fram af bryggjunni.
    d) Að venju þarf að huga vel að snjómokstri og hálkuvörnum.
    e) Að skoða reglubundið ástand búnaðar, merkinga og aðstæður í því skyni að tryggja sem best öryggi í höfnum.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að kynna framangreint bréf um öryggismál í höfnum fyrir starfsmönnum Hafnasjóðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með bréfi frá Umhverfisstofnun sem dagsett er 1. desmenber 2017 ( móttökustimpill 5. desember) fer stofnunin fram á að Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar geri úrbætur vegna frávika sem fram koma í meðfylgjandi eftirlitsskýrslu eða sendi inn tímasetta áætlun um úrbætur, eigi síðar en 12. desember 2017. Í lok bréfsins er samantekt þar sem um er að ræða annars vegar frávik:

    1. „Gjaldskrá hafnar er ekki í samræmi við lög nr. 33/2004 og reglugerð nr. 120/2014. Nauðsynlegt er að uppfæra gjaldskrá í samræmi við fyrrnefnd lög og reglugerðir. Ekki er hvati í gjaldskrá til að setja úrgang í land.

    2. Tegund úrgangs er ekki skráð í samræmi við viðauka í reglugerð nr. 1200/2014. Ekki er haldið utan um magn úrgangsolíu.

    3. Ekki er búið að setja áætlun á heimasíðu hafnar né gera ráðstafanir til þess að upplýsingar um móttökuaðstöðu hafnarinnar sé aðgengilegt notendum hafnarinnar.“

    Og hins vegar er tillaga til úrbóta:

    1. „Nauðsynlegt er að breyta gjaldskrá hafnar í samræmi við lög nr. 33/2004 og reglugerð nr. 1201/2014. Þannig að hvati sé til skipa að nota móttökuaðstöðu hafnar.

    2. Koma verður upp verklagi sem veitir upplýsingar um magn og tegund úrgangs sem kemur í land frá skipum og bátum(notendum hafnar) . Lámarkskrafa er að flokka í almennan úrgang, spilliefni og óvirkan úrgang frá skipum.

    3. Nauðsynlegt er að upplýsingar um móttökuaðstöðu hafnar sé aðgengileg fyrir notendur hafnarinnar t.d. með því að setja áætlun á heimasíðu hafnar.“

    Á fundinum kynntu ráðsmenn sér gjaldskrá Hafnasamlag Norðurlands hvað varðar úrgangs- og förgunargjöld.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að breytingum gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar þannig að hún uppfylli þær kröfur sem fram koma í bréfi Umhverfisstofnunar og taki mið af þeim umræðum sem áttu sér stað á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .5 201702027 Fundargerðir 2017
    Fyrir fundinum lá fundargerð 399. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 1. desember 2017.

    Sviðstjóri vill vekja athyli á 13. lið fundargerðarinnar þar sem fjallað er um sorpmál í höfnum en þar segir: "Rætt var um stöðu sorpmála í höfnum landsins. Formaður sagði frá vinnu sem er í gangi við að útbúa fyrirmynd sem hafnir geta sett inn í sínar gjaldskrár. Í þeirri fyrirmynd eru þó engar tölur þar sem það er ákvörðun hverrar hafnar að ákvarða gjaldskrá sína."
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Vinna er hafin við niðurrekstur á stálþilsbakka við Austurgarð. Fyrir fundinum liggur fundargerð 1. verkfundar. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Jan De Nul, fyrirtæki frá Belgíu, var fengið til að dýpka svæðið við Austurgarð. Samkvæmt mælingu voru fjarlægir um 14.500 m3 og er meðaldýpið nú um -8,60 m. Undir málinu liggja helstu teikningar og aðrar upplýsingar frá verktaka. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .8 201801046 Starfsmannamál.
    Breytingar eru fyrirsjáanlegar á hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar, Gunnþór E. Sveinbjörnsson, yfirhafnavörður, mun láta af störfum 1. mars n.k. vegna aldurs því er brýnt að skoða starfmannamál Hafnasjóðs. Á síðasta fundi ráðsins ræddi sviðsstjóri þessi mál og fól ráðið honum að koma með tillögu næsta fund ráðsins. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að fá á næsta fund ráðsins tillögu að starfslýsingum og skipurit starfsmanna Hafnasjóðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ósk um umsögn vegna deiliskipulagstillögu Hóla og Túnahverfis, Dalvík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu Hóla og Túnahverfis á Dalvík. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Innkomið erindi dags. 5. janúar 2018 fyrir hönd Dalvíkurbyggðar þar sem vakin er athygli á auglýsingu tillögu að deiliskipulagi Lokastígsreits á Dalvík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu Lokastígsreit á Dalvík. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Við vinnu vegna gerðar fjárhagsáætlun 2018 kom til umræðu breyting á gjaldskrá veitunnar. Fyrir lá tillaga formanns um að gjaldskráin mundi haldast óbreytt. Þessi ákvörðun ráðsins kemur fram í starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2018. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu formanns um óbreytta gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Með bréfi sem dagsett er 17. desember 2017, sendir Óskar Harðarson erindi til byggðarráðs ósk um styrk til rafmagnsupphitunar að Selárbakka.
    Þetta er ekki lögbundin þjónusta sveitarfélaga en Dalvíkurbyggð hefur falið Hitaveitu Dalvíkur að jafna hitunarkostnað íbúðarhúsa, sem eru utan þjónustusvæðis hitaveitunnar og geta ekki notið þjónustu annarrar hitaveitna. Það skilyrði er sett að styrkþegi verður að hafa bæði lögheimili og fasta búsetu í viðkomandi íbúðarhúsi.
    Á síðasta fundir veitu- og hafnaráðs var samþykkur listi yfir þá sem jöfnun húshitunarkostnaðar njóta og uppfylla þeir allir framangreind skilyrði.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 71 Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að fá álit lögmanns Dalvíkurbyggðar á erindinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.