Sveitarstjórn

299. fundur 16. janúar 2018 kl. 16:15 - 17:01 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar vakti forseti athygli á breytingu á dagskrávegna fundargerðar umhverfisráðs frá 15.01.2018. Engar athugasemdir voru gerðar.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 849, frá 14.12.2017

Málsnúmer 1712009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
4. liður.
  • 1.1 201712041 Trúnaðarmál
    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Daníelsdóttir, þjónustu- og innheimtufulltrúi, kl. 13:00.

    Bókað í trúnaðarmálabók.

    Íris vék af fundi kl.13:42.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 849
  • 1.2 201709145 Trúnaðarmál
    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:44.

    Bókað í trúnaðarmálabók.

    Eyrún vék af fundi kl.14:20.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 849
  • 1.3 201710026 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 849
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Eimskips Íslands ehf., kt. 421104-3520, þar sem vísað er til fyrra samkomulags frá 14. júlí 2016 til útskýringar á þessu samkomulagi. Um er að ræða samkomulag vegna úthlutun á lóðum nr. 3 og nr. 5 við Sjávarbraut í stað lóðar nr. 7 við Sjávarbraut, sbr. fyrra samkomulag.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 849 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint samkomulag við Eimskip Íslands ehf. eins og það liggur fyrir. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 850, frá 04.01.2018.

Málsnúmer 1801001FVakta málsnúmer

  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:11.

    Á 848. fundi byggðaráðs þann 7. desember 2017 komu á fund byggðaráðs Friðrik lögmaður frá Prima lögmönnum ásamt umbjóðendum sínum Freydísi Dönu Sigurðardóttur og Guðröði Ágústssyni. Einnig mættu á fundinn Árni Pálsson, lögmaður sveitarfélagsins frá PACTA, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður byggðaráðs á fundinum.

    Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur vék af fundi kl. 13:45.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 850 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og heimild. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:46.

    Á 846. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:

    "Á 844. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leggja fyrir byggðaráð drög að auglýsingu varðandi útleigu á Ungó utan starfstíma Leikfélags Dalvíkur sem og drög að samningi við Leikfélag Dalvíkur og drög að samningi við mögulegan leigutaka að Ungó fyrir utan starfstíma Leikfélagsins. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að auglýsingu og drög að samningi um útleigu á Ungó við Leikfélag Dalvíkur. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að ofangreindri auglýsingu með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum."

    Tilboðsfrestur varðandi rekstur á Ungó frá 1. maí til 30. september 2018 var til og með 15. desember s.l., sbr. auglýsing á vef sveitarfélagsins
    https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/tilbod-i-rekstur-a-ungo-fra-1-mai-til-30-september-2018

    Eitt tilboð barst og er það frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., Kaffihúsi Bakkabræðra, dagsett þann 12. desember 2017.

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur vék af fundi kl. 14:00.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 850 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum og fá svör og upplýsingar frá Leikfélagi Dalvíkur og forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Velferðarráðuneytinu, dagsett þann 19. desember 2017, þar sem fram kemur að ráðuneytið staðfestir samþykktir fyrir Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses, sbr. erindi þess efnis dagsett þann 15. desember 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 850 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Landgræðslu ríkisins, dagsett þann 12. desember 2017, þar sem Landgræðsla ríkisins hvetur sveitarstjórnir til að kynna sér upplýsingar um votlendi, virkni þess og mikilvægi og minnir á þær skyldur sem á sveitarstjórnum hvíla varðandi leyfisveitingar ef raska á eða ræsa fram votlendi. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 850 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir svarbréf frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 20. desember 2017, þar sem fram kemur að umsóknir Dalvíkurbygðgar, dagsettar 23. október 2017 um framlag vegna sölu á félagslegu leiguíbúðarhúsnæði, Lokastíg 1 201, Lokastíg 2 202, Lokastíg 2 303 og Kirkjuveg 9, voru teknar fyrir á fundi nefndarinnar þann 12. desember 2017. Niðurstaðan er að Dalvíkurbyggð er synjað um söluframlag þar sem Dalvíkurbyggð uppfyllir ekki það ákvæði í reglum nefndarinnar um að félagslegt húsnæði hafi staðið autt og lítil eftirspurn sé eftir því til leigu í sveitarfélaginu. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 850 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsett þann 18. desember 2017, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál. Óskað er eftir umsögn eigi síðar en 15. janúar n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 850 Vísað áfram til félagsmálaráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 22. desember 2017, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál. Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 12. janúar n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 850 Lgat fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 21. desember 2017, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál. Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 19. janúar n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 850 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir fundargerð stjórnar Eyþings nr. 301 frá 13. desember 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 850 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í henni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 851, frá 11.01.2018

Málsnúmer 1801004FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
6. liður er sér liður á dagskrá.
  • a) Umhverfis- og tæknisvið, nýtt starf skv. fjárhagsáætlun 2018.

    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

    Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun 2018 er gert ráð fyrir nýju stöðugildi á umhverfis- og tæknisviði, 100% starf, en gert er ráð fyrir að nýr starfsmaður starfi með umhverfisstjóra.

    Börkur Þór gerði grein fyrir í hvaða farvegi málið er.

    Börkur vék af fundi kl. 13:26.

    b) Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar, ráðning í starf í stað yfirhafnavarðar.

    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:27.

    Fyrir liggur að yfirhafnavörður mun láta af störfum í enda febrúar 2018. Til umræðu ráðning starfsmanns Hafnasjóðs Dalvíkurbyggð í stað yfirhafnavarðar. Þorsteinn gerði grein fyrir í hvaða farvegi málið er.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 13:55.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 851 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 298. fundi umhverfisráðs þann 1. desember 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið. Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til álit lögmanns sveitarfélagsins lægi fyrir.
    Með vísan til álits lögmanns Dalvíkurbyggðar ber Dalvíkurbyggð ekki ábyrgð á kostnaði vegna viðhalds veggjanna. Þeir standa innan lóðarmarka og teljast til séreignar eins og hún er skilgreind m.a. í lögum um fjöleignarhús. Óljósar upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu veggjanna á sínum tíma breyta ekki þessari niðurstöðu. Ekkert liggur fyrir um að Dalvíkurbyggð hafi áður komið að viðhaldi veggjanna sem þá þýðir væntanlega að eigendur húsanna hafa sinnt viðhaldinu hingað til. Þáttöku sveitarfélagsins er því hafnað. Samþykkt með 5 atkvæðum. "


    Á 298. fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2017 var samþykkt sú tillaga sveitarstjóra að fresta afgreiðslu á þessum lið í fundargerð umhverfisráðs og vísa til byggðaráðs til frekari umfjöllunar.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 851 Afgreiðslu frestað. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Heiða Hilmarsdóttir tók ekki í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

    Tekið fyrir erindi frá Sýslumannninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 3. janúar 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tímabundið tækifærisleyfi frá Ungmennafélaginu Þorsteini Svörfuði, kt. 560694-2969, forsvarsmaður er Jón Haraldur Sölvason, kt. 130388-3109. Staðsetning er Félagsheimilið Rimar og tímasetning er 27. janúar - 28. janúar 2018, frá kl. 19:00 - 04:00. Tilefni skemmtunar er Þorrablót Svarfdælinga 2018.

    Fyrir liggur umsögn byggingafulltrúa.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 851 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra, Heiða Hilmarsdóttir tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Heiða Hilmarsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu, kl. 16:19. 1. varaforseti, Valdemar Þór Viðarsson, tók við fundarstjórn undir þessum lið.

    Einnig tóku til máls:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Bjarni Th. Bjarnason.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs, Heiða Hilmarsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Til umfjöllunar frétt af vef Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins, dagsett þann 5. janáur 2018, um að vetrarþjónusta verði aukin á þjóðvegum. Fram kemur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið í samráði við Vegagerðina að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á ákveðnum köflum á þjóðvegakerfinu í því skyni að bæta umferðaröryggi, m.a. á Norðurlandi á Svarfaðardalsvegi.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 851 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umhverfisráðs til umfjöllunar og að óskað sé eftir að Vegagerðin fundi með fulltrúum umhverfisráðs og byggðaráðs. Að slíkur fundur fjalli um samráð við sveitarfélagið þannig að moksturinn þjóni íbúum sveitarfélagsins sem best. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Heiða Hilmarsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:20 og tók við fundarstjórn.

    Lagt fram til kynningar.
  • Formaður byggðaráðs vék af fundi undir þessum lið sem formaður og kom inn á fundinn sem skólastjóri Árskógarskóla kl. 14:25. Guðmundur St. Jónsson tók við fundarstjórn undir þessum lið.

    Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kl. 14:25.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Júlíönu Kristjánsdóttur,Ísaki Einarssyni, Helgu Írisi Ingólfsdóttur og Helga Einarssyni, dagsett þann 6. janúar 2018, þar sem þau fjalla um skort á leikskólaplássum í Dalvíkurbyggð þegar fæðingarorlofi lýkur.

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur, Guðrún Halldóra og Gunnþór viku af fundi kl. 15:10.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 851 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs skili byggðaráði á næsta fundi greinargerð um viðbrögð við því sem rætt var á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundnn að nýju kl. 15:12 og tók við fundarstjórn að nýju.

    Tekinn fyrir rafpóstur frá Brú lífeyrissjóði, dagsettur þann 4. janúar 2018, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að uppgjöri fyrir sveitarfélagið vegna breytinga á A-deildinni. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggðar fari yfir drögin og komi með ábendingar og athugasemdir. Samkvæmt uppgjörsdrögunum þarf Dalvíkurbyggð að greiða um 62,9 m.kr. í jafnvægissjóð, um 190,9 m.kr. í lífeyrisaukasjóð, og um 20,5 m.kr í varúðarsjóð, eða alls um 274 m.kr. Greiðslur eiga að berast eigi síðar en 31. janúar 2018. Einnig liggja fyrir drög að uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar, sem slitið var árið 2007.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 851 Byggðaráð lýsir furðu sinni á skömmum afgreiðslufresti Brúar lífeyrissjóðs en uppgjörinu og stjórnsýslulegri meðferð skal vera lokið eigi síðar en 31. janúar 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir framvindu málsins milli funda byggðaráðs. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 851 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 214, frá 09.01.2017

Málsnúmer 1801003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
6. liður.
  • 4.1 201712069 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201712069 Félagsmálaráð - 214 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 4.2 201711032 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201711032 Félagsmálaráð - 214 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 4.3 201801023 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál nr. 20181023 Félagsmálaráð - 214 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 4.4 201801008 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201801008 Félagsmálaráð - 214 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 4.5 201801022 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201801022 Félagsmálaráð - 214 Bókað í trúnaðarmálabók
  • Jóhannes Jónsson vék af fundi kl 9:58
    Silja Pálsdóttir vék af fundi kl 10:10

    Á 211. fundi félagsmálaráðs þann 10. október 2017 voru lögð fram drög að nýjum reglum um ferðaþjónustu fatlaðra fyrir Dalvíkurbyggð. Bókun félagsmálaráðs var eftirfarandi: "Lagt fram til kynningar og starfsmönnum falið að vinna áfram reglurnar miðað við umræður á fundinum. Tekið fyrir á næsta fundi".

    Tekið var fyrir drög að reglunum að nýju miðað við breytingartillögur félagsmálaráðs á síðasta fundi.
    Félagsmálaráð - 214 Félagsmálaráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum reglur um ferðaþjónustu fatlaðra í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu félagsmálaráðs og tillögu að reglum um ferðaþjónustu fatlaðra í Dalvíkurbyggð.
  • Tekið fyrir erindi dags. 18.12 2017 frá nefndarsviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál. Félagsmálaráð - 214 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi dags. 18.12 frá nefndarsviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál) 27. mál Félagsmálaráð - 214 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram í sveitarstjórn.

5.Fræðsluráð - 222, frá 13.12.2017

Málsnúmer 1711016FVakta málsnúmer

  • Guðrún Halldóra, leikskólastjóri í Krílakoti, fór yfir stöðu starfsmannamála í Krílakoti fyrir vorönn 2018. Fræðsluráð - 222 Umræður urðu á fundinum um stöðuna. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við skólastjórnendur og í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Farið yfir stöðuna á Kötlukoti með Gunnþóri skólastjóra. Fræðsluráð - 222 Staðan er góð og breytinga ekki þörf.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri fór yfir stöðu fjárhags í málaflokki 04 fyrir tímabilið 1. janúar til 8. desember 2017. Fræðsluráð - 222 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla kynnti niðurstöður samræmdra prófa í 4. bekk Árskógarskóla haustið 2017. Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti niðurstöður samræmdra pófa í 4. og 7. bekk Dalvíkurskóla haustið 2017. Fræðsluráð - 222 Fræðsluráð fagnar góðum niðurstöðum sveitarfélagsins og hvetur til áframhaldandi góðra verka. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri kynnti skýrslu Evrópumiðstöðvar um menntun fyrir alla sem nú er komin út í íslenskri þýðingu og helstu niðurstöður hennar. Fræðsluráð - 222 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafbréfi dagsettu 1. nóvember 2017 óskar Ársæll Már Arnarson, f.h. Háskóla Íslands, samþykkis fræðsluráðs fyrir því að heimilað verði að leggja könnunina "Heilsa og lífskjör skólabarna" fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk í Dalvíkurbyggð. Rannsóknin hefur verið lögð fyrir í þessum árgöngum í grunnskólum landsins fjórða hvert ár frá árinu 2006 og er þessi fyrirlögn því sú fjórða í röðinni. Fræðsluráð - 222 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila fyrirlögnina. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 5.7 201503209 Námsárangur
    Fundargerðir 43., 44. og 45. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla fylgdu fundarboði. Fræðsluráð - 222 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 5.8 201712025 Trúnaðarmál
    Fræðsluráð - 222 Bókað í trúnaðarmálabók. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 97, frá 04.01.2017

Málsnúmer 1801002FVakta málsnúmer

  • 6.1 201710051 Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2017
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 97 Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 17:00. Afhentir voru styrkir til einstaklinga úr afreks- og styrktarsjóði fyrir árið 2017. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.2 201711010 Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2017
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 97 Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 17:00 og stóð til 17:40. Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið.

    Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð gestum að þiggja veitingar.

    Tilnefndir til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2017 voru eftirfarandi:
    Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
    Amalía Nanna Júlíusdóttir - Sundfélagið Rán
    Amanda Guðrún Bjarnadóttir - Golfklúbburinn Hamar
    Ingvi Örn Friðriksson - tilnefndur af íþrótta- og æskulýðsráði eftir ábendingu frá Kraftlyftingarfélagi Akureyrar.
    Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur
    Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS

    Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2017 er Svavar Örn Hreiðarsson hestamaður hjá Hestamannafélaginu Hring.

    Íþrótta- og æskulýðsráð óskar öllum þeim sem tilnefndir voru til hamingju með tilnefninguna og Svavari Erni til hamingju með að vera Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2017.

    Íþrótta- og æskulýðsráð þakkað öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning á kjörinu og nemendum Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir tónlistarflutning á athöfninni.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er hún því lögð fram til kynningar.

7.Landbúnaðarráð - 115, frá 21.12.2017

Málsnúmer 1712006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
7. liður
  • Til kynningar fundagerðir fjallskiladeilda Svarfaðardals og Árskógsdeildar. Landbúnaðarráð - 115 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar svar MAST vegna erindis frá fjallskilastjórn Fjallabyggðar. Landbúnaðarráð - 115 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 24.nóvember 2017 óskar Elín María Jónsdóttir eftir búfjárleyfi fyrir átta hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 115 Ráðið gerir ekki athugasemndir við umbeðið búfjárleyfi og felur sviðsstjóra að ganga frá leyfinu.

    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Til umræðu leiga á beiti og slægjulöndum í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð - 115 Ráðið felur sviðsstjóra að vinna frekar að endurnýjun leigusamninga samkvæmt umræðum á fundinum.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 7.5 201711103 Umsókn um beitiland
    Með innsendu erindi dags. 23. nóvember 2017 óskar Felix Rafn Felixsson eftir 15-20 Ha beitilandi til leigu. Landbúnaðarráð - 115 Frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu sauðfjárveikivarnir í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð - 115 Ráðið lýsir áhyggjum sínum vegna þeirra frétta um riðusýkingu í sauðfé sem greindist nýverið í Svarfaðadal. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar yfirlýsing vegna endurnýjunar á fjallgirðingu á Árskógsströnd ofl. Landbúnaðarráð - 115 Ráðið samþykkir framlagða yfirlýsingu og felur sviðsstjóra í framhaldi af samkomulagi við landeiganda að ganga frá undirritun yfirlýsingar við alla þá landeigendur sem eru aðilar að fjallgirðingarsjóðnum.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Til umræðu staða sauðfjárbænda í Dalvíkurbyggð Landbúnaðarráð - 115 Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem sauðfjárbændur standa frammi fyrir, að hafa þurft að taka á móti allt að 45 % skerðingu afurðaverðs á síðastliðnum tveimur árum og nú þegar eru margir bændur farnir að finna fyrir mjög hörðum innheimtuaðgerðum þar sem þeir hafa ekki getað staðið við áður gerða samninga sem tóku mið af væntanlegum afurðaverðsgreiðslum vill landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar koma eftirfarandi á framfæri.

    Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar samþykkir að skora á nýskipaðan landbúnaðarráðherra að beita sér af hörku fyrir því að lausn finnist á málefnum sauðfjárbænda þar sem málið þolir enga bið lengur.

    Afrit sent formönnum stjórnarflokka ríkisstjórnar Íslands.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Umhverfisráð - 299, frá 18.12.2017

Málsnúmer 1712007FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
7. liður.
8. liður.
9. liður.
10. liður.
11. liður.

  • Til afgreiðslu umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

    Valur Þór Hilmarsson koma inn á fundinn undir þessum lið kl 16:15.
    Umhverfisráð - 299 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að leita umsagna Vegagerðarinnar og Lögreglu og að því loknu að halda opin íbúafund þar sem áætlunin verður kynnt.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.

    Valur Þór vék af fundi kl. 16:40
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar innsent erindi Hjörleifs Hjartarssonar dags. 3. nóvember 2017 varðandi Friðland Svarfdæla. Umhverfisráð - 299 Ráðið þakkar Hjörleifi innsent erindi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar og umræðu drög að nýjum umsjónasamningi frá Umhverfisstofnun fyrir Friðland Svarfdæla. Umhverfisráð - 299 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að boða sérfræðinga á næsta fund ráðsins í janúar 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 8.4 201704072 Svæðisskipulagsnefnd
    Lögð fram til kynningar fundargerð Svæðisskipulagsnefndar frá 29. nóvember 2017 ásamt fjárhagsáætlun fyrir 2018. Umhverfisráð - 299 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar og umræðu fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021. Umhverfisráð - 299 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 8.6 201703070 Fundargerðir 2017
    Lögð frá til kynningar 196. fundargerð HNE frá 9. nóvember 2017. Umhverfisráð - 299 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 6. desember 2017 óskar Umhverfis- og auðlindaráðuneytið eftir umsögn umhverfisráðs um undanþágu frá ákvæðum auglýsingar um fólkvang í Böggvisstaðarfjalli vegna erindis Júlíusar Magnússonar um nýtingu á Stórhólstjörn. Umhverfisráð - 299 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar setur sig ekki upp á móti umsókninni svo fremi sem umsagnir Náttúrufræði og Umhverfisstofnunar gefi tilefni til að þessi starfsemin gangi ekki gegn markmiðum friðlýsingarinnar.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson sem lagði fram eftirfarandi bókun:
    "Ég mun greiða atkvæði með því að veita þessa undanþágu þar sem ég er mjög hrifinn af hugmyndinni og stend alls ekki í vegi fyrir uppbyggingu á sem fjölbreyttastri afþreyingu í fólkvanginum. Aftur á móti á ég erfitt með að skilja af hverju einni afþreyingu er vísað í íbúakosningu en ekki annarri"


    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með umsókn dags. 05.11.2017 sækja þau Kjartan Hjaltason og Nanna Hinriksdóttir um lóðina Hringtún 42. Umhverfisráð - 299 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðna lóð.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 42.
  • Með innsendu erindi dags. 15.12.2017 óskar Agnes Sigurðardóttir fyrir hönd Bjórbaðanna eftir lóðunum Ægisgötu 27 og 28 og Öldugötu 24 og 26. Umhverfisráð - 299 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðnar lóðir.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhvergisráðs og úthlutanir á umræddum lóðum á Árskógssandi.
  • Til umræðu deilskipulag í landi Upsa. Umhverfisráð - 299 Umhverfisráð leggur til að ákvörðun bæjarstjórnar frá 30.10.2012 þar sem bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs um að sú niðurstaða að um 33% íbúanna höfnuðu frístundabyggð samkvæmt samþykktu deiliskipulagi verði virt og skipulaginu breytt í samræmi við það.
    Ráðið felur sviðsstjóra að hefja vinnu við breytingu á skipulaginu í landi Upsa.




    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

    „Deiliskipulag svæðisins er enn í gildi samkvæmt staðfestingu Skipulagsstofnunnar fyrir 6 árum. Á undanförnum árum hafa borist fyrirspurnir um svæðið til viðbótar við fyrri umsóknir. Sveitarstjórn telur því rétt að fela umhverfisráði og sviðsstjóra umhverfissviðs að taka upp deiliskipulag í landi Upsa í heild sinni, endurskoða Svæði A (Frístundabyggð) í þeirri mynd sem það var kynnt fyrir íbúakosningu árið 2012. Sveitarstjórn leggur því jafnframt til að Upsasvæðið í heild sinni verði tekið til endurskoðunar enda eru forsendur varðandi aðgengi og annað við Upsasvæði breyttar frá því sem var fyrir 6 árum“.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.
  • Lögð fram tillaga að nýjum styrktarsamningi við Björgunarsveitina Dalvík ásamt fylgigögnum

    Undir þessum lið vék af fundi Haukur Arnar Gunnarsson kl. 18:47.
    Umhverfisráð - 299 Umhverfisráð leggur til að framlagður samningur verði samþykktur.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.

    Haukur Arnar koma aftur inn á fundinn kl. 18:54.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Kristján Guðmundsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:28.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og styrktarsamning við Björgunarsveitina á Dalvík, Kristján Guðmundsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

    Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:29.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu í sveitarstjórn, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Umhverfisráð - 300, frá 15.01.2017.

Málsnúmer 1801006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
4. liður.
5. liður.
6. liður.
7. liður.
8. liður sér mál á dagskrá.
9. liður sér mál á dagskrá.
  • Til umræðu boðuð aukin vetrarþjónusta og hálkuvarnir í Svarfaðardal. Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal.
    Ráðið furðar sig hinsvegar á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin, hún mun ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal.
    Það er með hreinum ólíkindum að Vegagerðin skuli leyfa sér að mismuna íbúum dalanna um umferðaröryggi eftir því hvar þeir búa. Það fer skólabíll í báða dalina alla virka daga og einnig sækja íbúar þar vinnu til Dalvíkur.
    Í báðum dölunum eru ferðaþjónustufyrirtæki sem þurfa á góðri vetrarþjónustu að halda. Einnig má geta þess að á þeirri leið sem Vegagerðin leggur til að aukin þjónusta verði, eru einungis tvö af tólf mjólkurbúum í dölunum og sækir mjólkurbíllinn mjólk á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.
    Umhverfisráð gerir kröfu um að í fyrirhuguðu snjómoksturútboði verði gert ráð fyrir sjö daga þjónustu í Svarfaðardal og Skíðadal og búið verði að moka áður en skólabíllinn kemur kl. 07:30.

    Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar skorar á þingmenn kjördæmisins, Samgönguráðherra og Vegamálastjóra að beita sér fyrir ofangreindum tillögum ráðsins.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Landgræðslu ríkisins, dagsett þann 12. desember 2017, þar sem Landgræðsla ríkisins hvetur sveitarstjórnir til að kynna sér upplýsingar um votlendi, virkni þess og mikilvægi og minnir á þær skyldur sem á sveitarstjórnum hvíla varðandi leyfisveitingar ef raska á eða ræsa fram votlendi. Umhverfisráð - 300 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar erindi dags. 9. janúar 2018 frá Landbúnaðarháskóla Íslands vegna möguleika á þáttöku sveitarfélagsins í tilraunarverkefni er varðar fullnýtingu á lífrænum úrgangi. Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar lýst vel á verkefnið og óskar eftir að fá fulltrúa umhverfis- og auðlindadeildar LBHÍ til fundar við ráðið.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 10. janúar 2018 óskar Ævar Bóasson eftir lóðinni Hringtún 40, Dalvík. Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 40.
  • Með innsendu erindi dags. 27. desember 2017 ósar Súsanna Svansdóttir eftir lóðinni Hringtún 26, Dalvík.

    Karl Ingi Atlason lýsti sig vanhæfan og vék af fundi kl. 17:20
    Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 26.
  • Karl Ingi Atlason kom aftur inn á fundinn kl. 17:23

    Með innsendu erindi dags. 10. janúar 2018 sækir Gestur Geirsson fyrir hönd Samherja Ísland ehf eftir lóðinni Sjávarbraut 6, Dalvík.
    Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun lóðarinnar við Sjávarbraut 6.
  • Með innsendu erindi dags. 21. desember 2017 óskar Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Samherja Ísland ehf eftir byggingarleyfi við Sjávarbraut 2 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og veitingu umbeðins byggingarleyfis.
  • Lögð var fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
    Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingar er m.a. sameining og breyting á landnotkunarreitum.
    Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga skal send Skipulagsstofnun til yfirferðar áður en hún er auglýst.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi. Skipulagsgögn eru greinargerð, skipulagsuppdráttur og skýringaruppdráttur dags. 15. janúar 2018 Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Deiliskipulag Hóla- og Túnahverfis á Dalvík.
    Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 30. nóvember 2017 með athugasemdafresti til 12. janúar 2018. Athugasemdir bárust frá fjórum aðilum á auglýsingatíma, þar af var ein þeirra í formi undirskriftalista frá íbúum Túnahverfisins.
    Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
    Umhverfisráð - 300 Afgreiðslu frestað.
    Farið var yfir framkomnar athugasemdirnar og sviðsstjóra og skipulagsráðgjafa falið að ræða við málsaðila og senda svarbréf.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Frá 300. fundi umhverfisráðs þann 15.01.2018; Óveruleg breyting á Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna íþróttasvæðis á Dalvík.

Málsnúmer 201801050Vakta málsnúmer

Á 300. fundi umhverfisráðs þann 15. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Lögð var fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingar er m.a. sameining og breyting á landnotkunarreitum.
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga skal send Skipulagsstofnun til yfirferðar áður en hún er auglýst. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs um að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga skal send Skipulagsstofnun til yfirferðar áður en hún er auglýst.

11.Frá 300. fundi umhverfisráðs þann 15.01.2018; Deiliskipulag íþróttasvæðis 2017

Málsnúmer 201708069Vakta málsnúmer

Á 300. fundi umhverfisráðs þann 15. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi. Skipulagsgögn eru greinargerð, skipulagsuppdráttur og skýringaruppdráttur dags. 15. janúar 2018
Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs um að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Breyting á A-deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum; uppgjör

Málsnúmer 201703138Vakta málsnúmer

Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Brú lífeyrissjóði, dagsettur þann 4. janúar 2018, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að uppgjöri fyrir sveitarfélagið vegna breytinga á A-deildinni. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggðar fari yfir drögin og komi með ábendingar og athugasemdir. Samkvæmt uppgjörsdrögunum þarf Dalvíkurbyggð að greiða um 62,9 m.kr. í jafnvægissjóð, um 190,9 m.kr. í lífeyrisaukasjóð, og um 20,5 m.kr í varúðarsjóð, eða alls um 274 m.kr. Greiðslur eiga að berast eigi síðar en 31. janúar 2018. Einnig liggja fyrir drög að uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar, sem slitið var árið 2007. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð lýsir furðu sinni á skömmum afgreiðslufresti Brúar lífeyrissjóðs en uppgjörinu og stjórnsýslulegri meðferð skal vera lokið eigi síðar en 31. janúar 2018."

Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:

„Sveitarstjórn felur byggðaráði heimild til fullnaðarafgreiðslu á uppgjöri sveitarfélagsins við Brú lífeyrissjóð og uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar við Brú lífeyrissjóð. Jafnframt felur sveitarstjórn byggðaráði heimild til fullnaðarafgreiðslu vegna lántöku allt að 214.500.000,- til að mæta þessu uppgjöri fyrir 15. febrúar 2018.“
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.

13.Sveitarstjórn - 298, frá 14.12.2017

Málsnúmer 1712008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:01.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs