Veitu- og hafnaráð

55. fundur 09. nóvember 2016 kl. 07:30 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Fannar mætti á fund kl. 8:40 og fró af fundi 9:45.

1.Deiliskipulag Skáldalæk-Ytri

Málsnúmer 201606032Vakta málsnúmer

Umhverfis- og tæknisvið Dalvíkurbyggðar óskar hér með eftir umsögn þinnar stofnunar vegna deiliskipulagstillögu á frístundasvæði í landi Skáldalæks ytri í Dalvíkurbyggð.

Jörðin Skáldalækur ytri er í einkaeigu og hefur eigandi jarðarinnar látið vinna tillögu að deiliskipulagi með fjórum frístundahúsalóðum innan skipulagsreitsins.

Veitu- og hafnaráð gerir engar athugasemdir við umrædda deiliskipulagstillögu á frístundasvæði í landi Skáldalæks ytri í Dalvíkurbyggð, en bendir á að stofnæð vatnsveitu liggur í gegnum svæðið og verður því að taka tillit til þess.

2.Stöðumat janúar - sept 2016

Málsnúmer 201604119Vakta málsnúmer

Á fundinum var kynnt stöðumat fyrir fyrstu níu mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2016

Málsnúmer 201601130Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 388. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 12. október 2016.



Lögð fram til kynningar.

4.Farþegagjald, upplýsingaskylda aðila í ferðaþjónustu.

Málsnúmer 201611067Vakta málsnúmer

Umræður hafa verið innan veitu- og hafnaráðs hvernig upplýsingaskyldu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem nýta sér aðstöðu hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar er háttað.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að frá og með áramótum skal ferðaþjónustuaðilum sem greiða farþegagjald til Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar gert skylt að senda rafpóst við brottför skips þar sem fram kemur skipsnúmer ásamt fjölda farþega um borð.

5.Austurgarður, nýbygging og tilheyrandi

Málsnúmer 201611047Vakta málsnúmer

Á fund ráðsins var mættur Fannar Gíslason,verkfræðingur, starfamaður á Siglingasviði Vegagerðar ríkisins. Fannar kynnti þær tillögur sem eru til umræðu um staðsetningu á hafnargarðinum.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að væntanlegur austurgarður verði hannaður í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulag og mun Fannar sendi inn teikningu í samræmi framangreinda bókun.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs