Menningarráð

76. fundur 14. nóvember 2019 kl. 08:30 - 09:45 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Björk Eldjárn Kristjánsdóttir forstöðumaður safna sat fundinn undir öllum liðum.

1.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 201911018Vakta málsnúmer

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir forstöðumaður safna í Dalvíkurbyggð fór yfir gjaldskrá á málaflokki 05.
Menningarráð samþykkir gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2020 (málaflokk 05) og vísar henni til afgreiðslu í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.

2.Mánaðarlegar stöðuskýrslur bókhalds vs. áætlun 2019

Málsnúmer 201902133Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs lagði fram til kynningar fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05
Lagt fram til kynningar

3.Umbótaskýrsla Héraðsskjalasafns Svarfdæla

Málsnúmer 201911045Vakta málsnúmer

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir forstöðumaður safna fór yfir helstu atriði í umbótaskýrslu Héraðskjalasafns Svarfdæla.
Menningarráð þakkar Björk Eldjárn Kristjánsdóttur fyrir kynningu á umbótaskýrslu fyrir Héraðsskjalasafn Svarfdæla sem var skilað til Þjóðskjalasafns Íslands 31. okt. 2019.

4.Listaverkasafn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201309048Vakta málsnúmer

Varðveisla listaverka í eigu Dalvíkurbyggðar
Menningarráð telur nauðsynlegt að finna lausn á varðveislu listaverkasafns Dalvíkurbyggðar til framtíðar. Sviðsstjóra og forstöðumanni safna er falið að vinna að viðeigandi lausn.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs