Ungmennaráð

25. fundur 15. nóvember 2019 kl. 15:00 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Daníel Rosazza
  • Þröstur Ingvarsson
  • Þormar Ernir Guðmundsson
  • Rebekka Ýr Davíðsdóttir
  • Hugi Baldvin Helgason
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá

1.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.Endurskoðun

Málsnúmer 201907016Vakta málsnúmer

Ungmennaráð gerir tvær athugsemdir við drögin. Ráðið telur að varamenn eigi að vera 5, jafnmargir og aðalmenn. Einnig telur ráðið að í þriðja lið þurfi að vera möguleiki fyrir hendi að bæta við málum á dagskrá eftir að fundarboð hefur verið sent út, enda getur fundarboð verið sent út með löngum fyrirvara.
Ungmennaráð samþykkir að öðru leiti drögin með 5 atkvæðum.

2.Tómstundadagur í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201911041Vakta málsnúmer

Ungmennaráð leggur til að búinn verði til tómstundadagur fjölskyldunnar í Dalvíkurbyggð. Þar yrðu félög og aðilar sem bjóða upp á tómstundir fengnir til að kynna sína starfsemi. Líklega þarf að hafa einn að vetri og annan yfir sumartímann.
Ungmennaráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að heyra í félögum í Dalvíkurbyggð og kanna áhuga þeirra á slíkum degi.

3.Kirkjubrekkan

Málsnúmer 201911042Vakta málsnúmer

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs kom á fund ráðsins kl. 15:37.
Ráðið kynnti hugmyndir um endurbætur/breytingar á kirkjubrekkunni á Dalvík. Ráðið hefur hugmyndir um að gera brattari brekku á svæðinu með það í huga að hægt verði að vera á snjóbrettum einnig á svæðinu. Ráðið ítrekar að ekki er verið að hugsa um að skemma núverandi sleða svæði, heldur nýta svæðið þannig að heildstætt útivistarsvæði verði á svæðinu með möguleika á sem flestu.
Börkur telur best að ráðið komi með tillögur til umhverfsisráðs.
Börkur vék af fundi kl. 15:47.
Ungmennaráð frestar frekari umræðu til næsta fundar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201911050Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Daníel Rosazza
  • Þröstur Ingvarsson
  • Þormar Ernir Guðmundsson
  • Rebekka Ýr Davíðsdóttir
  • Hugi Baldvin Helgason
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar