Málsnúmer 201912062Vakta málsnúmer
Farið yfir stöðu mála eftir hamfaraveðrið í vikunni og framhaldið. Rætt um stöðu íbúa, atvinnulífs, aðkoma björgunarsveitar, álag á veitukerfi o.fl.
Ekki sér ennþá fyrir endann á málum þar sem Landsnet hefur ekki náð að klára uppbyggingu á Dalvíkurlínu en áætlanir eru um að því ljúki í fyrsta lagi á miðvikudag. Enn er rafmagn á Dalvík, Upsaströnd, Skíðadal og Svarfaðardal keyrt á varaafli úr varðskipinu Þór og frá díesel rafstöðvum. Á mánudag var atvinnulífinu hleypt af stað en ekki er hægt að keyra það að fullu vegna orkuálags.
Í kvöld munu sjálfboðaliðar úr hópi íbúa Dalvíkurbyggðar standa fyrir samverustund í þakklæti í Menningarhúsinu Bergi og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir framtakið.
Felix Rafn Felixson, varamaður, sat fundinn í hennar stað frá kl. 18:32 og til fundarslita.