Óveðrið í desember 2019

Málsnúmer 201912062

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 929. fundur - 16.12.2019

Farið yfir stöðu mála eftir hamfaraveðrið í vikunni og framhaldið. Rætt um stöðu íbúa, atvinnulífs, aðkoma björgunarsveitar, álag á veitukerfi o.fl.

Ekki sér ennþá fyrir endann á málum þar sem Landsnet hefur ekki náð að klára uppbyggingu á Dalvíkurlínu en áætlanir eru um að því ljúki í fyrsta lagi á miðvikudag. Enn er rafmagn á Dalvík, Upsaströnd, Skíðadal og Svarfaðardal keyrt á varaafli úr varðskipinu Þór og frá díesel rafstöðvum. Á mánudag var atvinnulífinu hleypt af stað en ekki er hægt að keyra það að fullu vegna orkuálags.

Í kvöld munu sjálfboðaliðar úr hópi íbúa Dalvíkurbyggðar standa fyrir samverustund í þakklæti í Menningarhúsinu Bergi og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir framtakið.
Málið verður áfram til umræðu á næstu fundum byggðaráðs þegar sér til loka hamfaranna.

Á óformlegum fundi sveitarstjórnar í síðustu viku var eftirfarandi bókun samþykkt:

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar vill koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra fjölmörgu sem standa nú í ströngu við að létta neyð af samfélaginu. Björgunarsveit, landhelgisgæsla, starfsmenn Landsnets, Rarik, verktaka og veitna ásamt svo fjölmörgum öðrum sem leggja nú dag við nótt í hjálparstarfi. Miklar þakkir eru færðar til þeirra sem hafa komið um langan veg til aðstoðar í Dalvíkurbyggð. Þá þakkar sveitarstjórn íbúum fyrir æðruleysi og nágrönnum og ráðamönnum landsins fyrir samhug á erfiðum tímum. Forgangsröðin þar til Dalvíkurlína kemst í gagnið er að tryggja íbúum í dölunum á köldu svæði bráðabirgðaorku.

Slíkar hamfarir eru sem betur fer fátíðar og því hefur ýmislegt betur mátt fara í sambandi við upplýsingaflæði og viðbrögð. Mikilvægt er að draga lærdóm af þessum hamförum og mun verða sest yfir verkferla þegar eðlilegt ástand kemst á á ný.

Sveitarstjórn hvetur íbúa til að deila upplýsingum til ættingja sinna í byggðarlaginu. Þá hugi íbúar að eldra fólki og einstæðingum í sínu nánasta umhverfi. Sveitarstjórn ítrekar að þeir sem hafa aðgang að rafmagni spari það eins og kostur er.

Sveitarstjórn - 319. fundur - 19.12.2019

Frá 929. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2019.

"Farið yfir stöðu mála eftir hamfaraveðrið í vikunni og framhaldið. Rætt um stöðu íbúa, atvinnulífs, aðkoma björgunarsveitar, álag á veitukerfi o.fl.

Ekki sér ennþá fyrir endann á málum þar sem Landsnet hefur ekki náð að klára uppbyggingu á Dalvíkurlínu en áætlanir eru um að því ljúki í fyrsta lagi á miðvikudag. Enn er rafmagn á Dalvík, Upsaströnd, Skíðadal og Svarfaðardal keyrt á varaafli úr varðskipinu Þór og frá díesel rafstöðvum. Á mánudag var atvinnulífinu hleypt af stað en ekki er hægt að keyra það að fullu vegna orkuálags.

Í kvöld munu sjálfboðaliðar úr hópi íbúa Dalvíkurbyggðar standa fyrir samverustund í þakklæti í Menningarhúsinu Bergi og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir framtakið.
Málið verður áfram til umræðu á næstu fundum byggðaráðs þegar sér til loka hamfaranna.

Á óformlegum fundi sveitarstjórnar í síðustu viku var eftirfarandi bókun samþykkt:

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar vill koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra fjölmörgu sem standa nú í ströngu við að létta neyð af samfélaginu. Björgunarsveit, landhelgisgæsla, starfsmenn Landsnets, Rarik, verktaka og veitna ásamt svo fjölmörgum öðrum sem leggja nú dag við nótt í hjálparstarfi. Miklar þakkir eru færðar til þeirra sem hafa komið um langan veg til aðstoðar í Dalvíkurbyggð. Þá þakkar sveitarstjórn íbúum fyrir æðruleysi og nágrönnum og ráðamönnum landsins fyrir samhug á erfiðum tímum. Forgangsröðin þar til Dalvíkurlína kemst í gagnið er að tryggja íbúum í dölunum á köldu svæði bráðabirgðaorku.

Slíkar hamfarir eru sem betur fer fátíðar og því hefur ýmislegt betur mátt fara í sambandi við upplýsingaflæði og viðbrögð. Mikilvægt er að draga lærdóm af þessum hamförum og mun verða sest yfir verkferla þegar eðlilegt ástand kemst á á ný.

Sveitarstjórn hvetur íbúa til að deila upplýsingum til ættingja sinna í byggðarlaginu. Þá hugi íbúar að eldra fólki og einstæðingum í sínu nánasta umhverfi. Sveitarstjórn ítrekar að þeir sem hafa aðgang að rafmagni spari það eins og kostur er."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir
Gunnþór E. Gunnþórsson
Guðmundur St. Jónsson
Felix Rafn Felixson
Sveitarstjórn þakkar Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra, fyrir ötula vinnu og utanumhald við erfiðar aðstæður, að halda fólki upplýstu og að halda utan um samfélagið.

Í veðurhamförum liðinnar viku gegndi Björgunarsveitin Dalvík lykilhlutverki í viðbragðsaðgerðum. Liðsmenn sveitarinnar stóðu vaktina dag og nótt, leiddu aðgerðir í dölunum og lögðu sig í margvíslega hættu í hjálparstörfum sínum. Þarna eru okkar sérfræðingar sem hafa kunnáttu til að takast á við erfiðar aðstæður og eru vel tækjum búnir. Sálgæsluhlutverk björgunarsveitarmanna er einnig mjög mikilvægur og þakkarverður þáttur í þeirra störfum. Í svona aðstæðum er Björgunarsveitin okkar lykilaðili.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar þakkar Björgunarsveitinni Dalvík af heilum hug fyrir þeirra dýrmæta sjálfboðaliðastarf í þágu samfélagsins.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Björgunarsveitinni Dalvík viðbótarstyrk, 3 miljónir króna, vegna dýrmæts og óeigingjarns framlags þeirra til samfélagsins á ögurstundum. Styrkurinn greiðist í desember af fjárhagsáætlun 2019.


Byggðaráð - 930. fundur - 09.01.2020

Sveitarstjóri kynnti drög að upplýsingaskýrslu sem hann er að taka saman um óveðrið í desember en Eyþing hefur borist beiðni um að taka saman upplýsingar frá sveitarfélögunum fyrir átakshóp fimm ráðuneyta sem stofnaður var í kjölfar óveðursins um miðjan desember.

Frestur til að skila upplýsingum er til 15. janúar nk.

Þann 6. janúar sl. var haldinn rýnifundur viðbragðsaðila í Dalvíkurbyggð eftir óveðrið í desember. Samþykkt var á þeim fundi að óska eftir tilnefningum frá viðbragðsaðilum um aðalmann og varamann í Vettvangsstjórn viðbragðsaðila í Dalvíkurbyggð. Miðað sé við að hópurinn fundi árlega að lágmarki og fari yfir verklag og vinnuferla ef vá ber að höndum.

Fyrirhugaður er íbúafundur á Rimum um óveðrið, þegar veður leyfir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að aðalmaður í vettvangsstjórn fyrir sveitarfélagið verði sveitarstjóri og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs verði varamaður.

Sveitarstjórn - 320. fundur - 21.01.2020

Á 930. fundi Byggðaráðs þann 9. janúar var m.a. eftirfarandi bókað:

"Þann 6. janúar sl. var haldinn rýnifundur viðbragðsaðila í Dalvíkurbyggð eftir óveðrið í desember. Samþykkt var á þeim fundi að óska eftir tilnefningum frá viðbragðsaðilum um aðalmann og varamann í Vettvangsstjórn viðbragðsaðila í Dalvíkurbyggð. Miðað sé við að hópurinn fundi árlega að lágmarki og fari yfir verklag og vinnuferla ef vá ber að höndum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að aðalmaður í vettvangsstjórn fyrir sveitarfélagið verði sveitarstjóri og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs verði varamaður."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.