Málsnúmer 202001003Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Eyjafjarðardeild Rauða krossins dagsett 19. desember 2019, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 2.000.000 króna til að efla neyðarvarnir í Dalvíkurbyggð.
Styrkurinn er ætlaður til búnaðarkaupa fyrir neyðarvarnakerru, þannig að á Dalvík verði fullnægjandi búnaður til að opna fjöldahjálparstöð. Búnaðarlisti kerrunnar fylgdi með erindinu.
Rauði krossinn heldur námskeið í Dalvíkurskóla þann 13. janúar nk. fyrir nýja sjálfboðaliða í neyðarvörnum, með það að leiðarljósi að efla neyðarvarnir á svæðinu. Rauði krossinn leggur út fyrir þeim kostnaði sem til fellur vegna öflunar og þjálfunar sjálfboðaliða á svæðinu en óskar eftir styrk vegna kaupa á kerrunni.