Rekstrarkostnaður gervigrasvallar 2019

Málsnúmer 201912057

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 929. fundur - 16.12.2019

Knattspyrnudeild UMFS hefur óskað eftir auknu framlagi vegna rekstrarkostnaðar við gervigrasvöll á árinu 2019. Ekki hafði verið gert ráð fyrir framlagi vegna reksturs vallarins á þessu ári, en búið er að gera ráð fyrir því árið 2020.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir ofangreint og leggur til að UMFS fái greiddar kr. 866.590 sem er óráðstafað af lyklum 06800-9145 og 06800-9110 á fjárhagsáætlun ársins 2019 til að mæta kostnaði við upphitun á gervigrasvellinum fyrir árið 2019.

Gísli Rúnar vék af fundi kl. 16:32.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Sveitarstjórn - 319. fundur - 19.12.2019

Frá 929. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2019.

"Knattspyrnudeild UMFS hefur óskað eftir auknu framlagi vegna rekstrarkostnaðar við gervigrasvöll á árinu 2019. Ekki hafði verið gert ráð fyrir framlagi vegna reksturs vallarins á þessu ári, en búið er að gera ráð fyrir því árið 2020.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir ofangreint og leggur til að UMFS fái greiddar kr. 866.590 sem er óráðstafað af lyklum 06800-9145 og 06800-9110 á fjárhagsáætlun ársins 2019 til að mæta kostnaði við upphitun á gervigrasvellinum fyrir árið 2019.

Gísli Rúnar vék af fundi kl. 16:32.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.