Erindi frá Tækifæri hf. dagsett 3. desember 2019, þar sem stjórn Tækifæris hefur ákveðið að bjóða núverandi hluthöfum félagsins að kaupa nýtt hlutafé í hlutfalli við eign sína.
Í samþykktunum félagsins kemur fram að stjórn sé heimilt að hækka hlutafé í einu lagi eða í áföngum um allt að 300 m.kr. að nafnverði með áskrift nýrra hluta og á stjórnarfundi þann 31. október tók stjórn Tækifæris ákvörðun um að nýta þá heimild samkvæmt 2. grein samþykkta félagsins.
Hluthafar skulu tilkynna til félagsins hvort þeir ætla að taka þátt í hlutafjáraukningunni í síðasta lagi þann 20. desember 2019.