Tekið fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu dags. 20.10.2019 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2020 að fjárhæð 100.000. Kvennaathvarfið hefur frá stofnun verið skjól fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Einnig athvarf fyrir konur sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. Dvalarkonum stendur til boða aðstoð félagsráðgjafa og ráðgjöf lögfræðings við að taka þau skref sem nauðsynleg eru til að yfirgefa ofbeldissambandið auk þess sem konurnar nýta sé yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af starfandi ráðgjafa á hverjum degi.