Byggðaráð

909. fundur 06. júní 2019 kl. 07:30 - 09:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Veiðileyfi 2019

Málsnúmer 201905136Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úthlutun veiðileyfa til Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 11. apríl 2019, frá Stangveiðifélagi Akureyrar vegna Svarfaðardalsár - svæði 1. Um er að ræða 19 stangir á tímabilinu 9. júlí 2019 til og með 8. september 2019.
Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreind leyfi Dalvíkurbyggðar verði auglýst laus til umsóknar fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar 67 ára og eldri og fyrir ungmenni 18 og yngri.
Þjónustu-og upplýsingafulltrúa falið að auglýsa veiðileyfin laus til umsóknar á heimasíðunni og dregið verði úr umsóknum fyrir hvern veiðidag. Umsóknarfrestur er til og með 30. júní n.k.

2.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201901098Vakta málsnúmer

Fundargerð 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. maí 2019 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá UNICEF á Íslandi

Málsnúmer 201905134Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 20.maí 2019 frá UNICEF á Íslandi þar sem öll sveitarfélög á Íslandi eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Félagsmálaráðs.
Fylgiskjöl:

4.Beiðni um pólskukennslu í grunnskólum

Málsnúmer 201905173Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf dags. 27. maí 2019 frá Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi þar sem óskað er eftir því að kennd verði pólska í skólum sveitarfélagsins sem annað mál, eða sem valgrein fyrir tvítyngda nemendur. Einnig er óskað eftir að tengsl landanna og samfélaganna í efnahagsmálum og menningarmálum verði efld.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Fræðsluráðs.

5.Beiðni um samstarf - Ustrzyki Dolne Town Poland

Málsnúmer 201905169Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf dags. 13.maí 2019 frá Mr. Bartosz Romowicz, bæjarstjóra Ustrzyki Dolne Town í Póllandi þar sem óskað er eftir samstarfi á milli Dalvíkurbyggðar og Ustrzyki Dolne Commune.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna erindinu þar sem sveitarfélagið er nú þegar í formlegu vinabæjarsamstarfi.

6.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2019

Málsnúmer 201905145Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. 2019 þann 29. maí kl. 14:00 að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

7.Aðalfundarboð 2019

Málsnúmer 201905161Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar BHS ehf. sem verður haldinn fimmtudaginn 6. júní 2019 kl: 20.00 að Fossbrún 2 Árskógsströnd.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að formaður byggðaráðs, Jón Ingi Sveinsson, fari með umboð Dalvíkurbyggðar á aðalfundinum.

8.Uppsögn á rekstrarleyfi vegna gistingar

Málsnúmer 201905133Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 13.05.2019 frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem staðfestist að Þór Ingvason kt. 180662-4649 Bakka Svarfaðardal, hefur sagt upp rekstrarleyfi nr. LG-REK-009965 frá 26. apríl 2019 vegna Bakka í Svarfaðardal.
Lagt fram til kynningar.

9.Tækifærisleyfi - Höfði Svarfaðardal

Málsnúmer 201905150Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 24. maí 2019 frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsagnar um tækifærisleyfi í Höfða samkomuhúsi fyrir Eydísi Ósk Jónsdóttur kt. 121082-5359 vegna sumarballs/dansleiks fyrir 16 ára og eldri þann 15. júní 2019. Fyrir liggja umsagnir byggingarfulltrúa og umsögn eldvarnareftirlits án athugasemda.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umrætt tækifærisleyfi sé veitt.

10.Fjárhagsstaða félagsmálasviðs 2019, beiðni um viðauka sbr. mál 201905095

Málsnúmer 201904051Vakta málsnúmer

Á 908. fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 14. maí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019: a) Óskað er eftir viðauka við lykil 02180-9161, húsaleigubætur 15-17 ára, þannig að heimildin verði kr. 4.087.000 en er kr. 0 á þessum lykli. Bókfærð staða er kr. 1.362.800. Heimild vegna húsaleigubóta er nú kr. 1.500.000 og bókað kr. vegna húsleigubóta 15-17 ára og sérstakra húsaleigubóta kr. 1.773.981. b) Óskað er eftir viðauka við laun félagsmálaráðs. Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 voru laun vegna formanns félagsmálaráðs ekki rétt skilgreind í þarfagreiningu. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 127.815 til að leiðrétta áætlunina. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og fá frá sviðsstjóra félagsmálasviðs rýni á málaflokkinn í heild og hvort hægt sé að mæta þessum viðaukum með því að lækka aðrar deildir innan málaflokksins á móti."

Lögð fram samantekt sviðsstjóra félagsmálasviðs á stöðu málaflokksins í heild ásamt viðaukabeiðnum skv.liðum a) og b) hér að ofan.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02180 lykil 9161 vegna 2019, viðauka nr. 11/2019, að upphæð kr. 2.724.200 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Bókfærð staða er við umsókn um viðauka kr. 1.362.800 og sú fjárhæð er því dregin frá ofangreindri beiðni um viðauka þar sem ekki er heimilt að leiðrétta áætlun fyrir þeim kostnaði sem fallinn er til. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 02020 lykil 1030 vegna 2019, viðauka nr. 12/2019, að upphæð kr. 127.815 og að honum sé mætt með lækkun á lið 02010-4311, lögfræðiþjónusta. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Erindi vegna tjóns á brú yfir Holá

Málsnúmer 201905111Vakta málsnúmer

Á 908.fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 var tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni, dagsett þann 20. maí 2019, þar sem tilkynnt var að brúin yfir Holá sem liggur að Holárkotsafrétt skemmdist í krapaflóði þann 30. nóvember 2018. Óskað var eftir fjármagni til að koma brúnni í gagnið aftur, en gera má ráð fyrir að kostnaður sé allt að kr. 340.000 með vinnu og efni.
Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.

Sveitarstjóri lagði fram frekari upplýsingar frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs og frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs að kostnaður vegna ofangreinds tjóns allt að kr. 340.000 verði færður á deild 13210 með því skilyrði að það rúmist innan fjárhagsáætlunar 2019.

12.Niðurstöður umferðaþings

Málsnúmer 201906005Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 1.júní 2019 frá Slysavarnadeildinni á Dalvík hvar kynntar eru niðurstöður umferðaþings sem deildin hélt í samvinnu við nemendur Dalvíkurskóla föstudaginn 25.apríl 2019. Umferðaþingið er afrakstur heimsráðstefnu í slysavörnum sem var haldin í Tailandi í nóvember 2018 en tveir fulltrúar slysavarnardeildarinnar sóttu ráðstefnuna.
Byggðaráð lýsir ánægju sinni með þessa vinnu og vísar niðurstöðum umferðarþingsins til Umhverfisráðs.

13.Laun nemenda vinnuskóla 2019

Málsnúmer 201905131Vakta málsnúmer

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:30

Meðfylgjandi fundarboði var minnisblað frá íþrótta-og æskulýðsfulltrúa vegna launa nemenda í vinnuskóla ásamt launaútreikningi 2019.
Í minnisblaðinu kemur fram að gerður hefur verið samanburður við nágrannasveitarfélögin og leggur íþrótta-og æskulýðsfulltrúi til hækkun á launatöxtum í vinnuskóla til að jafna þann samanburð. Hægt er að mæta hækkuninni innan fjárhagsliðsins þar sem færri nemendur sóttu um í vinnuskólanum en reiknað hafði verið með við gerð fjárhagsáætlunar. Þá væri í framhaldinu hægt, í kjölfar nýrra kjarasamninga, að setja nýjar reglur um uppreikning launa ár hvert.

Eftirfarandi er lagt til fyrir árið 2019 hvað varðar launataxta per klst:
8. bekkur 650 kr.
9. bekkur 750 kr.
10. bekkur 1.050 kr.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækka laun í vinnuskóla fyrir sumarið 2019 í samræmi við ofangreint og umræður á fundinum.
Gísli Rúnar Gylfason vék af fundi kl. 08:55
Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 08:22.

14.Erindi til sveitarstjórnar - Flugklasinn Air 66N

Málsnúmer 201905172Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi til sveitarstjórnar dags 31.05.2019 frá Hjalta Þórarinssyni Markaðsstofu Norðurlands f.h. Flugklasans Air 66N. Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar. Klasinn var stofnaður árið 2011 og síðan þá hefur mikið starf verið unnið til þess að búa í haginn og byggja upp svæðið til þess að taka á móti flugi beint til Norðurlands.
Óskað er eftir framlagi til Flugklasans frá sveitarfélaginu sem nemur 300 kr á hvern íbúa á ári í 3 ár (2020-2023).
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála-og kynningarráðs.

15.Fjármögnun framkvæmda og rekstrarform Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.

Málsnúmer 201810099Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi undir þessum lið kl. 08:17.

Með fundarboði fylgdu upplýsingar um samskipti sveitarstjóra, fyrir hönd Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, við Íbúðalánasjóð, Lánasjóð sveitarfélaga vegna fjármögnunar framkvæmda Leiguíbúðanna.
Fyrir liggur að Lánasjóður sveitarfélaga lánar ekki til hses félaga. Einnig liggur fyrir að vegna stofnframlags frá Ríkinu er ekki hægt að taka félagið úr rekstrarforminu hses nema endurgreiða stofnframlagið.
Þá lagði sveitarstjóri fram mat KPMG á lántöku fyrir félagið.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs að óska eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir aðalsjóð sem nemur lánsþörf Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Á móti yrði gerð krafa á Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses í reikningum sveitarfélagsins.

Jón Ingi Sveinsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

16.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

17.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201905146Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

18.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201903080Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

Fundi slitið - kl. 09:25.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri