Á 909. fundi Byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi til sveitarstjórnar dags 31.05.2019 frá Hjalta Þórarinssyni Markaðsstofu Norðurlands f.h. Flugklasans Air 66N. Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar. Klasinn var stofnaður árið 2011 og síðan þá hefur mikið starf verið unnið til þess að búa í haginn og byggja upp svæðið til þess að taka á móti flugi beint til Norðurlands.
Óskað er eftir framlagi til Flugklasans frá sveitarfélaginu sem nemur 300 kr á hvern íbúa á ári í 3 ár (2020-2023).
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála-og kynningarráðs.