Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni, dagsett þann 20. maí 2019, þar sem tilkynnt er að brúin yfir Holá sem liggur að Holárkotsafrétt skemmdist í krapaflóði þann 30. nóvember 2018. Brúin fór af í heilu lagi og flaut um 100 metra með flóðinu. Óskað er eftir fjármagni til að koma brúnni í gagnið aftur, en gera má ráð fyrir að kostnaður sé allt að kr. 340.000 með vinnu og efni. Brúin hefur verið í notkun um síðast liðin 100 ár og þjónar ferðamönnum sem leið eiga að Steinboganum í Skíðadal og eins yfir fjallveg niður í Hörgárdal sem og fjáreigendum í dalnum.
Til umræðu ofangreint.