Málsnúmer 201902134Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:18.
Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar s.l. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið vék sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs af fundi vegna vanhæfis við umfjöllun og afgreiðslu, kl. 8:15.
a) Vörugeymsla Dalvíkurbyggðar við Böggvisstaði (Böggvisstaðaskáli) var auglýstur til sölu samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Óskað var eftir tilboðum fyrir 15. febrúar 2019,sjá nánar á heimasíðu sveitarfélagsins;
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/til-solu-vorugeymsla-vid-boggvisstadiEitt tilboð barst í eignina sem er frá Óskari og sonum ehf., kt. 670109-0460, með fyrirvara um skoðun á eigninni.
b) Til umfjöllunar var einnig rafpóstur frá Unni E. Hafstað Ármannsdóttur, dagsettur þann 13. febrúar 2019, þar sem hún sem íbúi á Böggvisstöðum vill koma á framfæri nokkrum ábendingum í ljósi þess að skálinn er auglýstur til sölu. Óskar Unnur eindregið eftir að drög verði gerð að nýju aðalskipulagi (sem rennur út 2020) og í framhaldinu deiliskipulag fyrir svæðið, áður en skálinn verði seldur og haft samráð við íbúa og eigendur Böggvisstaða, og hugsanlega leigjendur hestahólfa um og umhverfis Böggvisstaði.
Til umræðu ofangreint.
a)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu til næsta fundar og fá tæknideild og eignasjóð til að meta stöðuna.
b)Lagt fram til kynningar."
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir mati umhverfis- og tæknisviðs. Einnig var til umræðu skipulagsmál til framtíðar á því svæði þar sem Böggviðsstaðaskálinn stendur.
Byggðaráð leggur áherslu á að verkefnið sé unnið i samráði við sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og slökkviliðsstjórann í Dalvíkurbyggð.