Byggðaráð

900. fundur 14. mars 2019 kl. 13:00 - 16:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Akureyrarbæ; Brunavarnir í Eyjafirði

Málsnúmer 201903047Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

Til umræðu fundur um brunavarnir í Eyjafirði þann 7. mars s.l. þar sem slökkviliðsstjórinn á Akureyri kynnti fyrir sveitarstjórum sína sýn um mögulegt samstarf um neyðarþjónustu slökkviliðanna við Eyjafjörð og hvort sjá mætti kosti við samrekstur brunavarna í sveitarfélögunum annað hvort í formi samstarfssamnings eða byggðasamlags. Fram kom að reglugerð um starfssemi slökkviliða frá 2018 skyldar slökkviliðin á svæðinu til samstarfs.


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samtarfssamningur allra slökkviliða við Eyjafjörð frá 2011 og Brunavarnaráætlun Dalvíkurbyggðar, sem er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/brunavarnaaaetlun-dalvikurbyggdar-2016-2020.pdf
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði aðili að greiningu á kostum og göllum við samstarfssamning, byggðasamlag og/eða annars konar samstarf sveitarfélaganna allra við Eyjaförð, þar með talið Fjallabyggð, um brunavarnir ásamt greiningu á kostnaði.
Byggðaráð leggur áherslu á að verkefnið sé unnið i samráði við sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og slökkviliðsstjórann í Dalvíkurbyggð.

2.Sala á Böggvisstaðarskála; mat frá Eignasjóði á tilboði

Málsnúmer 201902134Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:18.

Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar s.l. var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið vék sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs af fundi vegna vanhæfis við umfjöllun og afgreiðslu, kl. 8:15.

a) Vörugeymsla Dalvíkurbyggðar við Böggvisstaði (Böggvisstaðaskáli) var auglýstur til sölu samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Óskað var eftir tilboðum fyrir 15. febrúar 2019,sjá nánar á heimasíðu sveitarfélagsins;
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/til-solu-vorugeymsla-vid-boggvisstadi

Eitt tilboð barst í eignina sem er frá Óskari og sonum ehf., kt. 670109-0460, með fyrirvara um skoðun á eigninni.

b) Til umfjöllunar var einnig rafpóstur frá Unni E. Hafstað Ármannsdóttur, dagsettur þann 13. febrúar 2019, þar sem hún sem íbúi á Böggvisstöðum vill koma á framfæri nokkrum ábendingum í ljósi þess að skálinn er auglýstur til sölu. Óskar Unnur eindregið eftir að drög verði gerð að nýju aðalskipulagi (sem rennur út 2020) og í framhaldinu deiliskipulag fyrir svæðið, áður en skálinn verði seldur og haft samráð við íbúa og eigendur Böggvisstaða, og hugsanlega leigjendur hestahólfa um og umhverfis Böggvisstaði.

Til umræðu ofangreint.

a)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu til næsta fundar og fá tæknideild og eignasjóð til að meta stöðuna.

b)Lagt fram til kynningar."

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir mati umhverfis- og tæknisviðs. Einnig var til umræðu skipulagsmál til framtíðar á því svæði þar sem Böggviðsstaðaskálinn stendur.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu tilboði í Böggvisstaðaskála frá Óskari og sonum ehf.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir við starfsmenn Eignasjóðs að koma með tillögu að auglýsingu um útleigu á Böggvisstaðaskála.

3.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Erindi vegna kaupa á dráttarvél

Málsnúmer 201902043Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kominn á fundinn að nýju kl. 13:30.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 5. mars 2019, þar sem fram kemur að við kaup á nýrri dráttarvél fyrir umhverfissvið er ekki þörf á eldri vél Ford 7840 SLE er óskað eftir leyfi stjórnar Eignasjóðs á sölu hennar. Jafnframt er óskað eftir að söluandvirði verði nýtt til lagfæringa á nýju vélinni.
Með nýju vélinni fylgdi ástandsskoðun en þar kemur fram að ástand framdrifsskafts sé ásættanlegt.
Við nánari skoðun á vélinni kom í ljós að til að fyrirbyggja kostnaðarsamara viðhald borgar sig að fara í ákveðið viðhald og áætlaður kostnaður við þessa viðgerð ætti að falla innan þess fjármagns sem áætlað er að fáist fyrir gömlu vélina.

Til umræðu ofangreint.

Börkur Þór vék af fundi kl. 13:53.



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita umhverfis- og tæknisviði heimild til að selja eldri dráttarvél Ford 7840 SLE.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila umhverfis- og tæknisviði að nýta söluandvirði eldri vélar til fyrirbyggjandi viðhalds á nýju vélinni.

4.Frá Íbúðalánasjóði; Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög.

Málsnúmer 201903016Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Íbúðalánasjóði, dagsettur þann 5. mars 2019, þar sem fram kemur að Íbúðalánasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum fyrir árið 2019. Gert er ráð fyrir að til úthlutunar nú sé að minnsta kosti 2.700.000.000 kr.
Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2019.


Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Sólrúnu ehf.; Ingibjörg EA 351 skipaskrárnúmer 7362 - forkaupsréttur sveitarfélags

Málsnúmer 201903039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sólrúnu ehf., dagsett þann 7. mars 2019, þar sem Dalvíkurbyggð er boðinn forkaupsréttur að fiskiskipinu Ingibjörgu EA-351, skipaskrárnúmer 7362, í samræmi við 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð mun ekki nýta forkaupsrétt sveitarfélagsins á fiskiskipinu Ingibjörgu EA-351, skipaskrárnúmer 7362, og leggur til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð falli frá forkaupsrétti.

6.Húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð - tillaga

Málsnúmer 201901037Vakta málsnúmer

Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars s.l. var eftirfarandi bókað:

"Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var eftirfarandi samþykkt:

"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við VSÓ Ráðgjöf ehf á grundvelli tilboðs að því gefnu að húsnæðisáætlunin muni uppfylla ákvæði reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248 frá 21.desember 2018."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu frá VSÓ drög að húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að ofangreind drög verði yfirfarin innanhúss á milli funda."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög frá VSÓ eftir yfirferð starfsmanna innanhúss.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

7.Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar - umfjöllun fagráða um tillögur vinnuhópa.

Málsnúmer 201901038Vakta málsnúmer

Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað.
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til fagráðanna eftir því sem við á til umfjöllunar, sem trúnaðarmál á vinnslustigi. "

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim umfjöllunum sem hafa farið fram um ofangreint í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

Lagt fram til kynningar.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

9.Íbúafundur um Gamla skóla - tillaga að erindisbréfi og skipan hópsins

Málsnúmer 201809053Vakta málsnúmer

Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2019 var m.a. eftirfarandi bókað:

"b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja á laggirnir allt að 5 manna vinnuhóp sem hafi það verkefni að vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma í samantektum vinnuhópanna sem og að horft verði á þær tillögur sem fram koma úr vinnuhópum í 3 lið hér að ofan, eftir því sem við á.
Byggðaráð óskar eftir tillögu að erindisbréfi og samsetningu vinnuhópsins fyrir næsta fund. "

Með fundarboði fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn ásamt tillögu að skipun í vinnuhópinn.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi og skipun í vinnuhópinn.

10.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál.

Málsnúmer 201903024Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 6. mars 2019, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar,86. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. mars nk.
Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál.

Málsnúmer 201903048Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 11. mars 2019, Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn),90. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. mars nk.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:10.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs