Frá Akureyrarbæ; Brunavarnir í Eyjafirði

Málsnúmer 201903047

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 900. fundur - 14.03.2019

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

Til umræðu fundur um brunavarnir í Eyjafirði þann 7. mars s.l. þar sem slökkviliðsstjórinn á Akureyri kynnti fyrir sveitarstjórum sína sýn um mögulegt samstarf um neyðarþjónustu slökkviliðanna við Eyjafjörð og hvort sjá mætti kosti við samrekstur brunavarna í sveitarfélögunum annað hvort í formi samstarfssamnings eða byggðasamlags. Fram kom að reglugerð um starfssemi slökkviliða frá 2018 skyldar slökkviliðin á svæðinu til samstarfs.


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samtarfssamningur allra slökkviliða við Eyjafjörð frá 2011 og Brunavarnaráætlun Dalvíkurbyggðar, sem er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/brunavarnaaaetlun-dalvikurbyggdar-2016-2020.pdf
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði aðili að greiningu á kostum og göllum við samstarfssamning, byggðasamlag og/eða annars konar samstarf sveitarfélaganna allra við Eyjaförð, þar með talið Fjallabyggð, um brunavarnir ásamt greiningu á kostnaði.
Byggðaráð leggur áherslu á að verkefnið sé unnið i samráði við sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og slökkviliðsstjórann í Dalvíkurbyggð.

Umhverfisráð - 322. fundur - 31.05.2019

Haukur Arnar kom aftur inn á fundinn kl. 11:20
Til umræðu fundur um brunavarnir í Eyjafirði þann 7. mars s.l. þar sem slökkviliðsstjórinn á Akureyri kynnti fyrir sveitarstjórum sína sýn um mögulegt samstarf um neyðarþjónustu slökkviliðanna við Eyjafjörð og hvort sjá mætti kosti við samrekstur brunavarna í sveitarfélögunum annað hvort í formi samstarfssamnings eða byggðasamlags. Fram kom að reglugerð um starfssemi slökkviliða frá 2018 skyldar slökkviliðin á svæðinu til samstarfs. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samtarfssamningur allra slökkviliða við Eyjafjörð frá 2011 og Brunavarnaráætlun Dalvíkurbyggðar, sem er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
Umhverfisráð frestar þessum lið og óskar eftir að fá slökkviliðsstjóra á næsta fund ráðsins.