Húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201901037

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 892. fundur - 10.01.2019

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn og upplýsingar varðandi gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélög en samkvæmt reglugerð um húsnæðisáætlanir sem samþykkt var 21. desember 2018 skulu sveitarfélög ljúka við gerð húsnæðisáætlunar í samræmi við reglugerð þessa ekki síðar en 1. mars 2019.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla verðtilboða frá mögulegum framkvæmdaraðilum í gerð húsnæðisáætlunar. Einnig að afla upplýsinga frá Íbúðalánasjóði og fyrirmynd að húsnæðisáætlun.

Byggðaráð - 893. fundur - 17.01.2019

Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn og upplýsingar varðandi gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélög en samkvæmt reglugerð um húsnæðisáætlanir sem samþykkt var 21. desember 2018 skulu sveitarfélög ljúka við gerð húsnæðisáætlunar í samræmi við reglugerð þessa ekki síðar en 1. mars 2019. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla verðtilboða frá mögulegum framkvæmdaraðilum í gerð húsnæðisáætlunar. Einnig að afla upplýsinga frá Íbúðalánasjóði og fyrirmynd að húsnæðisáætlun."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda varðandi ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og fá svör við fyrirspurnum um verð í gerð húsnæðisáætlunar.

Byggðaráð - 894. fundur - 24.01.2019

Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað er varðar gerð húsnæðisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og fá svör við fyrirspurnum um verð í gerð húsnæðisáætlunar."

Sveitastjóri gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda og þeim tilboðum og verkefnatillögum sem liggja fyrir frá ráðgjafafyrirtækjum.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við VSÓ Ráðgjöf ehf á grundvelli tilboðs að því gefnu að húsnæðisáætlunin muni uppfylla ákvæði reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248 frá 21.desember 2018.

Byggðaráð - 899. fundur - 07.03.2019

Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var eftirfarandi samþykkt:

"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við VSÓ Ráðgjöf ehf á grundvelli tilboðs að því gefnu að húsnæðisáætlunin muni uppfylla ákvæði reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248 frá 21.desember 2018."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu frá VSÓ drög að húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að ofangreind drög verði yfirfarin innanhúss á milli funda.

Byggðaráð - 900. fundur - 14.03.2019

Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars s.l. var eftirfarandi bókað:

"Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var eftirfarandi samþykkt:

"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við VSÓ Ráðgjöf ehf á grundvelli tilboðs að því gefnu að húsnæðisáætlunin muni uppfylla ákvæði reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248 frá 21.desember 2018."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu frá VSÓ drög að húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að ofangreind drög verði yfirfarin innanhúss á milli funda."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög frá VSÓ eftir yfirferð starfsmanna innanhúss.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 311. fundur - 19.03.2019

Á 900. fundi byggðaráðs þann 14. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars s.l. var eftirfarandi bókað: Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var eftirfarandi samþykkt: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við VSÓ Ráðgjöf ehf á grundvelli tilboðs að því gefnu að húsnæðisáætlunin muni uppfylla ákvæði reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248 frá 21.desember 2018.Með fundarboði byggðaráðs fylgdu frá VSÓ drög að húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að ofangreind drög verði yfirfarin innanhúss á milli funda.Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög frá VSÓ eftir yfirferð starfsmanna innanhúss.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn. "

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.



Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.

Byggðaráð - 932. fundur - 23.01.2020

Í 3.gr. reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga skulu sveitarfélög skoða árlega hvort þörf sé á endurskoðun húsnæðisáætlunar með tilliti til þróunar eða breytinga sem orðið hafa á forsendum hennar síðastliðið ár. Uppfærðum húsnæðisáætlunum skal skila til Íbúðalánasjóðs eigi síðar en 1. mars ár hvert.

Núverandi húsnæðisáætlun var samþykkt í mars 2019 og gildir fyrir árin 2019-2027. Ef áætlunin á að vera lifandi og lýsandi þá þarf að yfirfara upplýsingar og uppfæra árlega.
Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að yfirfara húsnæðisáætlunina og leggja fyrir byggðaráð fyrir lok febrúar.

Byggðaráð - 935. fundur - 27.02.2020

Á 932. fundi byggðaráðs þann 23. janúar 2020 fól byggðaráð sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að yfirfara húsnæðisáætlun 2019-2027 og leggja fyrir byggðaráð fyrir lok febrúar.

Sveitarstjóri kynnti stöðu á vinnu við endurskoðun áætlunarinnar en áætlað er að endurskoðuð áætlun verði til samþykktar sveitarstjórnar á marsfundi. Búið er að upplýsa Íbúðalánasjóð um stöðu á endurskoðun áætlunarinnar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 937. fundur - 12.03.2020

Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi mætti á fundinn kl. 13:18.

Íris kynnti drög að uppfærðri Húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2020-2028.
Farið yfir málefnaflokka áætlunarinnar.

Íris vék af fundi kl. 13:45.
Byggðaráð vísar fullgerðri áætlun til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

Á 937. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi mætti á fundinn kl. 13:18.

Íris kynnti drög að uppfærðri Húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2020-2028.
Farið yfir málefnaflokka áætlunarinnar.

Íris vék af fundi kl. 13:45.

Byggðaráð vísar fullgerðri áætlun til samþykktar í sveitarstjórn."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framlagða húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar 2020-2028.

Byggðaráð - 975. fundur - 11.02.2021

a) Sveitarstjóri kynnti drög að endurskoðun á húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð sem vinnuhópur um endurskoðun húsnæðisáætlunar hefur unnið að.

b) Sveitarstjóri kynnti rafpóst frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsettur þann 4. febrúar 2021, þar sem fram kemur að umsóknarfrestur um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum er til og með 22. febrúar 2021.
a) Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

b) Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 976. fundur - 18.02.2021

Á 975. fundi byggðaráðs þann 11. febrúar sl. kynnti sveitarstjóri drög að endurskoðun á húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð sem vinnuhópur um endurskoðun húsnæðisáætlunar hefur unnið að. Byggðaráð frestaði afgreiðslu til næsta fundar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Á 976. fundi byggðaráðs þann 18. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 975. fundi byggðaráðs þann 11. febrúar sl. kynnti sveitarstjóri drög að endurskoðun á húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð sem vinnuhópur um endurskoðun húsnæðisáætlunar hefur unnið að. Byggðaráð frestaði afgreiðslu til næsta fundar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð.