Málsnúmer 202101070Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni, rafpóstur dagsettur þann 14. febrúar 2021, þar sem Jóhannes Jón óskar eftir, af gefnu tilefni, um að fyrri ákvarðanir
umhverfisráðs varðandi 100% skerðingu á snjómokstursþjónustu að Hnjúki í Skíðadal verði frestað til vors.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rökstuðningur umhverfisráðs frá fundi ráðsins þann 5. febrúar sl.:
"Umhverfisráð getur ekki fallist á rök íbúa Hnjúks. Þar sem ekki er föst búseta í Hlíð er ekki litið á endastöð þar heldur á Hnjúki. Miðað er við síðasta byggða ból, að þar sé mokað að póstkassa, landamerki eða öðrum skýrum kennileitum. Lengsta heimreið í dölunum er um 1,2 km þar sem fólk þarf að koma sér á mokaðan veg. Sveitarfélagið tekur þátt í mokstri heimreiða sé þess óskað, með því að borga klst nr. tvö gegn framvísun reiknings. Reglurnar eru viðmiðunarreglur og mjög erfitt að ná fullu jafnræði en reynt er að gæta sanngirnissjónarmiða með þeim hætti sem hægt er."
Steinþór vék af fundi kl. 14:30.
Jón Ingi Sveinsson boðaði forföll og varamaður hans, Þórhalla Karlsdóttir, sat fundinn í hans stað.
Þar sem bæði formaður og varaformaður voru fjarverandi völdu Guðmundur og Þórhalla að Guðmundur stjórni fundinum.