Frá Bæjartúni íbúðafélagi hses; Bygging leiguíbúða og stofnframlag

Málsnúmer 202102112

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 976. fundur - 18.02.2021

Tekið fyrir erindi frá Bæjartúni íbúðafélagi hses., samanber rafpóstur sveitarstjóra þann 28. janúar sl., þar sem fram kemur að félagið óskar eftir að Dalvíkurbyggð taki til skoðunar að sótt verði með þeim um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Einnig tekinn fyrir rafpóstur frá Bæjartúni íbúðafélagi hses. dagsettur þann 10. febrúar 2021, þar sem fylgt er eftir ofangreindu erindi.

Frestur til að skila inn umsóknum til HMS um stofnframlag er til og með 22. febrúar nk.
https://www.hms.is/husnaedismal/stofnframlog/umsokn-um-stofnframlog

Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um stofnframlög þá er gert ráð fyrir að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög að jafnaði einu sinni á ári. Sjá heimasíðu Dalvíkurbyggðar
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/Eldra/180823.reglur-dalvikurbyggdar-um-stofnframlog_.pdf

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt 5. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Til máls tók:
Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínum undir þessum lið og vék af fundi kl. 16:39.


Á 976. fundi byggðaráðs þann 18. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Bæjartúni íbúðafélagi hses., samanber rafpóstur sveitarstjóra þann 28. janúar sl., þar sem fram kemur að félagið óskar eftir að Dalvíkurbyggð taki til skoðunar að sótt verði með þeim um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Einnig tekinn fyrir rafpóstur frá Bæjartúni íbúðafélagi hses. dagsettur þann 10. febrúar 2021, þar sem fylgt er eftir ofangreindu erindi. Frestur til að skila inn umsóknum til HMS um stofnframlag er til og með 22. febrúar nk. https://www.hms.is/husnaedismal/stofnframlog/umsokn-um-stofnframlog Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um stofnframlög þá er gert ráð fyrir að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög að jafnaði einu sinni á ári. Sjá heimasíðu Dalvíkurbyggðar https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/Eldra/180823.reglur-dalvikurbyggdar-um-stofnframlog_.pdf
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt 5. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs að sveitarfélagið auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt 5. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög, Jón Ingi Sveinsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Byggðaráð - 977. fundur - 01.03.2021

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:52.

Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um að sveitarfélagið auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt 5. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög.

Til umræðu innihald og áherslur auglýsingar miðað við gildandi húsnæðisáætlun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að setja upp auglýsingu og auglýsa eftir stofnframlagi í samræmi við reglur sveitarfélagsins og umræður á fundinum.

Byggðaráð - 980. fundur - 29.03.2021

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 15:10 vegna vanhæfis.

Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23.02.2021 samþykkti sveitarstjórn með 6 atkvæðum tillögu byggðaráðs að sveitarfélagið auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt 5. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög, Jón Ingi Sveinsson greiddi ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Þann 11. mars var auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins opið fyrir umsóknir og rann umsóknarfrestur út þann 26. mars sl.

Alls barst ein umsókn frá Bæjartúni leigufélagi hses. Með umsókninni fylgdu upplýsingar og gögn í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög.
Lagt fram til kynningar.