Byggðaráð

932. fundur 23. janúar 2020 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson formaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagslegt stöðumat 2020

Málsnúmer 202001043Vakta málsnúmer

Til kynningar fjárhagslegt stöðumat málaflokka 2019 eftir að búið er að færa launakeyrslur desembermánaðar. Enn eru síðustu reikningar ársins að berast inn og unnið er að afstemmingum. Stefnt er að endurskoðunarvinnu fyrir ársreikning 2019 í febrúar.
Lagt fram til kynningar.

2.Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.

Málsnúmer 202001063Vakta málsnúmer

Til kynningar viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga um framlög til stjórnmálaflokka, settar með vísan til 5. gr. 2 mgr. laga nr. 162/2006 með síðari breytingum.

Reglurnar eiga eingöngu við þau sveitarfélög þar sem bundnar hlutfallskosningar til sveitarstjórna eru viðhafðar. Um er að ræða viðmiðunarreglur og er sveitarfélögum í sjálfsvald sett hvort þau nýti sér þær.
Byggðaráð vísar viðmiðunarreglunum til næstu fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021 og leggur til að þær verði hafðar þar til hliðsjónar.

3.Boðun XXXV. landsþings sambandsins

Málsnúmer 202001074Vakta málsnúmer

Samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka og sveitarfélaga boðaðir til XXXV. landsþings Sambandsins fimmtudaginn 26. mars nk. á Grand Hótel í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

4.Húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201901037Vakta málsnúmer

Í 3.gr. reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga skulu sveitarfélög skoða árlega hvort þörf sé á endurskoðun húsnæðisáætlunar með tilliti til þróunar eða breytinga sem orðið hafa á forsendum hennar síðastliðið ár. Uppfærðum húsnæðisáætlunum skal skila til Íbúðalánasjóðs eigi síðar en 1. mars ár hvert.

Núverandi húsnæðisáætlun var samþykkt í mars 2019 og gildir fyrir árin 2019-2027. Ef áætlunin á að vera lifandi og lýsandi þá þarf að yfirfara upplýsingar og uppfæra árlega.
Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að yfirfara húsnæðisáætlunina og leggja fyrir byggðaráð fyrir lok febrúar.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201710026Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson formaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri