Byggðaráð

893. fundur 17. janúar 2019 kl. 13:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs - þarfagreining og auglýsing

Málsnúmer 201901056Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi kl. 13:00 vegna vanhæfis og varamaður hans, Þórunn Andrésdóttir, sat fundinn undir þessum lið í hans stað.

Til umræðu þarfagreining og auglýsing á starfi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar þar sem Hlynur Sigursveinsson hefur látið af störfum sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfið verði auglýst laust til umsóknar og samþykkir jafnframt að leita til Capacent hvað varðar aðstoð við ráðningarferlið.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara starfslýsingu fyrir starfið og gera tillögu að auglýsingu um starfið.


Þórunn vék af fundi kl. 13:35.

2.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 201901041Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 13:36.

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, bréf dagsett þann 7. janúar 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur undirritað nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem tók gildi 1. janúar 2019. Gerðar eru breytingar á forsendum útgjaldajöfnunarframlaga til sveitarfélaga ásamt uppfærslu á efni hennar til samræmis við breytingar sem gerðar hafa verið á ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samanburð á áætluðum framlögum Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2019 samkvæmt nýjustu upplýsingum af vef Jöfnunarsjóðs vs. áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun 2019, deild 00100.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Viðauki við fjárhagsáætlun - tillaga að verklagsreglum Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201811070Vakta málsnúmer

Á 887. fundi byggðaráðs þann 15. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 7. nóvember 2018, er varðar leiðbeinandi verklagsreglur reikningsskila- og upplýsingarnefndar um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Það eru sérstök tilmæli nefndarinnar að bréf þetta verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfirferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að yfirfara verklagsreglur Dalvíkurbyggðar um viðauka og leggja fyrir byggðaráð drög að endurskoðun á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar, eftir því sem við á."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að verklagsreglum Dalvíkurbyggðar vegna viðauka við fjárhagsáætlun, sem viðauki við Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögu að verklagsreglum.

4.Frá starfshópi um endurskoðun kosningalaga; starfshópurinn tekur til starfa - óskað athugasemda

Málsnúmer 201901004Vakta málsnúmer

Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar 2019 samþykkti byggðaráð að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með drög að umsögn frá Dalvíkurbyggð um endurskoðun kosningalaga, samanber erindi dagsett þann 19. desember 2018 frá starfshópi um endurskoðun kosningalaga.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að umsögn Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að umsögn Dalvíkurbyggðar.

5.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umögn. Tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Árskógi

Málsnúmer 201901042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 10. janúar 2019, þar sem óskað er umsagar um umsókn Þorrablótsnefndar, kt. 430709-1720, varðandi tímabundið tækifærisleyfi til að halda þorrablót í félagsheimilinu Árskógi þann 2. febrúar 2019.

Fyrir liggja umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra án athugasemda.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi verði veitt.

6.Frá HSN; Drög að leigusamningi um líkhús

Málsnúmer 201812102Vakta málsnúmer

Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir tillaga að endurnýjun húsaleigusamnings frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands við Dalvíkurbyggð um leigu á 18 fm aðstöðu að Hólavegi 6 vegna reksturs líkhúss. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um ofangreint."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja til við HSN breytingar á ofangreindum samningsdrögum hvað varðar m.a. leigutíma, uppsagnarákvæði, þrif.

7.Húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201901037Vakta málsnúmer

Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn og upplýsingar varðandi gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélög en samkvæmt reglugerð um húsnæðisáætlanir sem samþykkt var 21. desember 2018 skulu sveitarfélög ljúka við gerð húsnæðisáætlunar í samræmi við reglugerð þessa ekki síðar en 1. mars 2019. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla verðtilboða frá mögulegum framkvæmdaraðilum í gerð húsnæðisáætlunar. Einnig að afla upplýsinga frá Íbúðalánasjóði og fyrirmynd að húsnæðisáætlun."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda varðandi ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og fá svör við fyrirspurnum um verð í gerð húsnæðisáætlunar.

8.Reglur um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega 2019 - tillaga

Málsnúmer 201901050Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega 2019 en ákvarðanir um fjárhæð afsláttar og tekjutengingar liggja fyrir.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

9.Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka 2019- tillaga

Málsnúmer 201901051Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2019. Um er að ræða óbreyttar reglur frá fyrra ári.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs