Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Viðauki við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 201811070

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 887. fundur - 15.11.2018

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 7. nóvember 2018, er varðar leiðbeinandi verklagsreglur reikningsskila- og upplýsingarnefndar um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Það eru sérstök tilmæli nefndarinnar að bréf þetta verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfirferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að yfirfara verklagsreglur Dalvíkurbyggðar um viðauka og leggja fyrir byggðaráð drög að endurskoðun á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar, eftir því sem við á.

Byggðaráð - 893. fundur - 17.01.2019

Á 887. fundi byggðaráðs þann 15. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 7. nóvember 2018, er varðar leiðbeinandi verklagsreglur reikningsskila- og upplýsingarnefndar um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Það eru sérstök tilmæli nefndarinnar að bréf þetta verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfirferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að yfirfara verklagsreglur Dalvíkurbyggðar um viðauka og leggja fyrir byggðaráð drög að endurskoðun á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar, eftir því sem við á."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að verklagsreglum Dalvíkurbyggðar vegna viðauka við fjárhagsáætlun, sem viðauki við Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögu að verklagsreglum.

Sveitarstjórn - 310. fundur - 19.02.2019

Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 887. fundi byggðaráðs þann 15. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 7. nóvember 2018, er varðar leiðbeinandi verklagsreglur reikningsskila- og upplýsingarnefndar um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Það eru sérstök tilmæli nefndarinnar að bréf þetta verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfirferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að yfirfara verklagsreglur Dalvíkurbyggðar um viðauka og leggja fyrir byggðaráð drög að endurskoðun á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar, eftir því sem við á." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að verklagsreglum Dalvíkurbyggðar vegna viðauka við fjárhagsáætlun, sem viðauki við Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögu að verklagsreglum."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu verklagsreglum Dalvíkurbyggðar vegna viðauka við fjárhagsáætlun.
Sveitarstjórn þakkar fyrir vinnuna við verklagsreglurnar um viðauka.