Tekið fyrir erindi frá starfshópi um endurskoðun kosningalaga, dagsett þann 19. desember 2018, þar sem fram kemur að forseti Alþingis skipaði starfshóp þann 24. október 2018 um endurskoðun kosningalaga til að fara yfir tillögur vinnuhóps um endurskoðun kosningalaga ásamt frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi 5. september 2016, með tilliti til hagkvæmni og skilvirkni. Jafnhliða skal starfshópurinn kanna kosti þess að setja heildarlöggjöf um framkvæmda allra almennra kosninga. Til að tryggja breiða aðkomu að endurskoðun kosningalaga gefst kostur á að koma athugasemdum á framfæri um efnið nú á fyrstu stigum vinnunar fyrir 22. janúar 2019.