Málsnúmer 201911072Vakta málsnúmer
Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kom á fundinn kl. 13:31.
Á 319. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember 2019 var samþykkt samhljóða að skipa Gísla Bjarnason, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og Ellu Völu Ármannsdóttur, formann menningarráðs, í vinnuhóp um þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg. Stjórn Menningarfélagsins skipi tvo aðila í vinnuhópinn. Áætlað var að vinnuhópurinn skili af sér hugmyndum fyrir lok janúar 2020.
Gísli kynnti starf vinnuhópsins og niðurstöður.
Nú liggur fyrir tillaga frá vinnuhópnum um að forstöðumaður safna Dalvíkurbyggðar taki að sér framkvæmdastjórn Menningarhússins Bergs. Um sé að ræða þróunarverkefni sem lokið verði fyrir árslok 2020. Á því tímabili verði störf í söfnum sveitarfélagsins endurskoðuð sem og þeir samningar sem í gildi eru á milli Menningarfélagsins Bergs ses og Dalvíkurbyggðar.
Með fundarboði fylgdu drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses. um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Berg byggð á ofangreindri tillögu sem taki gildi frá 1. febrúar 2020.
Gísli vék af fundi kl. 13:47.