Byggðaráð

933. fundur 30. janúar 2020 kl. 13:00 - 14:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Þróunarvinna fyrir Menningarhúsið Berg

Málsnúmer 201911072Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kom á fundinn kl. 13:31.

Á 319. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember 2019 var samþykkt samhljóða að skipa Gísla Bjarnason, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og Ellu Völu Ármannsdóttur, formann menningarráðs, í vinnuhóp um þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg. Stjórn Menningarfélagsins skipi tvo aðila í vinnuhópinn. Áætlað var að vinnuhópurinn skili af sér hugmyndum fyrir lok janúar 2020.
Gísli kynnti starf vinnuhópsins og niðurstöður.

Nú liggur fyrir tillaga frá vinnuhópnum um að forstöðumaður safna Dalvíkurbyggðar taki að sér framkvæmdastjórn Menningarhússins Bergs. Um sé að ræða þróunarverkefni sem lokið verði fyrir árslok 2020. Á því tímabili verði störf í söfnum sveitarfélagsins endurskoðuð sem og þeir samningar sem í gildi eru á milli Menningarfélagsins Bergs ses og Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdu drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses. um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Berg byggð á ofangreindri tillögu sem taki gildi frá 1. febrúar 2020.

Gísli vék af fundi kl. 13:47.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samning Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg ses og felur sviðsstjóra að ganga frá samningnum.

Byggðaráð ítrekar að um þróunarverkefni til eins árs er að ræða.

Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með viðauka á næsta fund byggðaráðs vegna áhrifa samningsins á fjárhagsáætlun 2020.

3.Umsókn um tækifærisleyfi. Starfsmannafélag Dalvíkurbyggðar v/Árskógs

Málsnúmer 202001084Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsettur 23. janúar 2020. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi fyrir Starfsmannafélag Dalvíkurbyggðar vegna viðburðar í félagsheimilinu Árskógi 14. mars 2019.

Fyrir liggur að byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri gera ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

4.Ósk um viðauka vegna viðgerðar á lyftu ráðhússins

Málsnúmer 202001098Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs dags. 28. janúar 2020, þar sem hann óskar eftir viðauka vegna viðgerðar á lyftu Ráðhúss Dalvíkur en vegna viðvarandi bilana er óhjákvæmilegt að ráðast í endurbætur á henni.
Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í endurbótunum er 3.983.548 kr. Á fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir lóðaframkvæmdum upp á 1.500.000 kr og er óskað eftir að fresta þeirri framkvæmd og nýta fjármagnið upp í lyftuviðgerðina. Því er óskað eftir viðauka upp á 2.483.548 kr á deild 31350-4610 til að mæta kostnaði við endurbæturnar og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Með fundarboði fylgdi fundargerð Hússtjórnar Ráðhússins þar sem fram kemur að aðrir eigendur samþykkja framkvæmdina fyrir sitt leyti og að lóðaframkvæmdum næstu tveggja ára verði frestað á móti.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 3/2020 upp á 2.483.548 kr á deild 31350-4610, til að mæta kostnaði við endurbætur á lyftu og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

5.Íbúafundur um Gamla skóla

Málsnúmer 201809053Vakta málsnúmer

Á 911. fundi byggðaráðs þann 27. júní 2019 var eftirfarandi samþykkt:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kannað verði með leið c samkvæmt fundargerð vinnuhópsins nr. 3, að nýta húsnæðið fyrir börn á grunnskólaaldri sem þurfa sérúrræði, þar sem byggðaráð telur þá leið skapa mestu tækifærin fyrir Dalvíkurbyggð í atvinnulegu tilliti.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna að málinu."

Með fundarboði fylgdu niðurstöður sviðsstjóra eftir úrvinnslu og er það hans mat að erfitt sé að sækja fjármagn í þetta verkefni þar sem að stefna Menntamálaráðuneytis er mjög skýr þ.e. skóli fyrir alla, skóli án aðgreiningar.

Málin rædd.
Byggðaráð vísar til Eignasjóðs að kanna með kosti og galla þess að auglýsa Gamla skóla til leigu í því ástandi sem húsnæðið er í dag.

6.Byggðaáætlun - Náttúrvernd og efling byggða

Málsnúmer 202001093Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dagsett 24. janúar 2020. Þar óskar stjórn SSNE eftir hugmyndum að mögulegum verkefnum sem falla undir lið C.9. í byggðaáætlun en verkefnismarkmið þar snúa að náttúruvernd og eflingu byggða.

Skila skal inn hugmyndum að mögulegum verkefnum til SSNE fyrir 24. febrúar nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til Umhverfisráðs.

7.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.

Málsnúmer 202001092Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Nefndasviði Alþingis dagsettur 24. janúar 2020. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri