Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs dags. 28. janúar 2020, þar sem hann óskar eftir viðauka vegna viðgerðar á lyftu Ráðhúss Dalvíkur en vegna viðvarandi bilana er óhjákvæmilegt að ráðast í endurbætur á henni.
Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í endurbótunum er 3.983.548 kr. Á fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir lóðaframkvæmdum upp á 1.500.000 kr og er óskað eftir að fresta þeirri framkvæmd og nýta fjármagnið upp í lyftuviðgerðina. Því er óskað eftir viðauka upp á 2.483.548 kr á deild 31350-4610 til að mæta kostnaði við endurbæturnar og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Með fundarboði fylgdi fundargerð Hússtjórnar Ráðhússins þar sem fram kemur að aðrir eigendur samþykkja framkvæmdina fyrir sitt leyti og að lóðaframkvæmdum næstu tveggja ára verði frestað á móti.