Tekinn fyrir rafpóstur frá Íbúðalánsjóði, dagsettur þann 1. febrúar 2019, þar sem kynnt er reglugerð nr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga sem tók gildi í desember 2018. Reglurnar kveða meðal annars á um að öll sveitarfélög skuli gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn og hún skuli uppfærð árlega með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára. Í reglugerðinni kemur jafnframt fram að sveitarfélög skuli skila inn fyrstu útgáfu húsnæðisáætlana til Íbúðalánasjóðs eigi síðar en 1. mars 2019.
Vinnsla við gerð húsnæðisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð stendur nú yfir og á þeirri vinnu að ljúka fyrir 1. mars n.k.