Málsnúmer 201909120Vakta málsnúmer
Á 920. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 27. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands dagsettur 19. september 2019 en þann 15. október næstkomandi, frá kl. 13-16, stendur Markaðsstofan fyrir málþingi og vinnustofu um millilandaflug um Akureyrarflugvöll, í Hofi á Akureyri. Á meðal þátttakenda verða þeir Cees van den Bosch frá Voigt Travel og Chris Hagan, fyrrum starfsmaður Super Break.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála- og kynningarráðs."